Imam (arabíska: إمام) er arabískt orð sem þýðir „leiðtogi“ eða „sá sem stendur fremst“. Í íslamskri hefð hefur hugtakið verið notað á misjafnan hátt ekki síst af súnní- annars vegar og shía-múslimum hins vegar.
Hlutverk imams
Sem prédikari og bænalesari
Algengasta merkinginn er að imam samsvari hugtakinu prestur eða prédikari í kristni. Hlutverk imamans er að leiða sameiginlega bæn í moskunni. Imaminn stendur þá fyrir framan söfnuðinn og snýr baki í hann og fylgja allir eftri athöfnum hans. Í stærri moskum eru tveir imamar, annar fyrir hinar fimm daglegu bænir og hinn fyrir prédikun við föstudagsbænina. Í þeim minni er oftast einungis einn imam og er þá engin prédikun haldin.
Imamarnir eru ekki sérstök stétt og hafa ekki nein sérstök einkennisföt og ekki neina sérstaka menntun heldur. Þeir fá oft lítil sem engin laun heldur vinna venjuleg störf með hlutverkinu sem imam.
Sem andlegur leiðtogi
Í þessari merkingu er það notað í ýmsum múslimskum löndum yfir andlega leiðtoga sem andstæðu við emír sem táknaði hinn veraldlega leiðtoga.
Sem „kirkjufeður“
Helstu kórantúlkendur og andlegir leiðtogar íslam á fyrstu öldum eftir Múhameð eru einnig nefndir imamar og samsvarar það hinu kristna hugtaki patres („kirkjufeður“).
Hinir tólf imamar shía
Þegar shía-múslimar tala um imamana tólf eiga þeir við afkomendur Ali (dó 661), mág Múhameðs. Hann var fjórði kalífinn en sonur hans Hasan (dó 670) afsagði sér kalífatitlinum eftir sex mánaða stríð við Muawija en hélt eftir fyrir sig og afkomendur sína titilinum imam. Eftir Ali og Hasan, sem teljast tveir fyrstu imamarnir af ætt Alis, tók bróðir Hasans, Hussein (dó 680), við titlinum. Hinir níu imamarnir sem allir erfðu titilinn í beinann karllegg eru: sonur Husseins Ali Zejn-el-abidin (dó 694), Muhammed El-bakir (dó 734), Djafar es-sadik (dó 765), Musa El-kazim (dó 799), Ali Eida (dó 818), einn af þeim sem skapaði súfisma, Muhammed Et-taki (dó 835), Ali En-naki (dó 868), Hassan El-askari (dó 873) og Muhammed El-mahdi, sem hvarf þegar hann var 12 ára gamall árið 879.
Shía-múslimar trúa því að El-Mahdi lifi en og geti endurkomið hvenær sem er og yfirtaka heiminn.
Innan shía-trúarinnar eru þrjú trúfélög sem skiftast eftir afstöðu til hverja beri að telja sem raunverulega imama.
- Tylftarsöfnuðurinn sem trúir á imamana tólf í listanum neðan.
- Ismailítarnir sem trúa á sex fyrstu imamana en álíta að Ismail ibn Jafar sé sá sjöundi og síðast.
- Zayditar sem trúa á fjóra fyrstu og álíta Zayd hinn fimmta og síðasta.
- Ali ibn Abi Taleb
- Hassan Modjtaba
- Hussein bin Ali
- Zein al Abedin
- Mohammad Bagher
- Djafar Sadeq
- Mosa al Kazem
- Reza
- Mohammad Taqi
- Ali al Naqi
- Hassan Asqari
- Mohammad al Mahdi
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.