Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Kanslari Þýskalands (þýska: Bundeskanzler (1867-1871, 1949-), Reichskanzler (1871-1949)) er formaður ríkisstjórnar Þýskalands og því æðsti maður framkvæmdavalds sambandsríkisins. Hann velur sér ráðherra og ákvarðar stefnu ríkisstjórnarinnar. Kanslarinn er í raun valdamesti stjórnmálamaður landsins en formlega er hann þriðji maður í virðingarröðinni á eftir forseta og þingforseta. Staða hans er sambærileg stöðu forsætisráðherra á Íslandi. Kanslarinn er kjörinn af sambandsþinginu til eins kjörtímabils (4 ára) í senn og hefur sambandsþingið eitt vald til að setja hann af fyrir lok kjörtímabilsins með vantraustsyfirlýsingu.
Núverandi kanslari er Olaf Scholz. Forveri hans, Angela Merkel, var fyrsta konan til að gegna embættinu. Samkvæmt þýskri málvenju bætist viðskeytið -in við Bundeskanzler sé kanslarinn kona og var Merkel því titluð Bundeskanzlerin.
Kanslarar hafa farið fyrir ríkisstjórnum Þýskalands frá 1867, en titillinn á rætur að rekja til embættismanna í hinu heilaga rómverska ríki á miðöldum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.