Kanslari Þýskalands
From Wikipedia, the free encyclopedia
Kanslari Þýskalands (þýska: Bundeskanzler (1867-1871, 1949-), Reichskanzler (1871-1949)) er formaður ríkisstjórnar Þýskalands og því æðsti maður framkvæmdavalds sambandsríkisins. Hann velur sér ráðherra og ákvarðar stefnu ríkisstjórnarinnar. Kanslarinn er í raun valdamesti stjórnmálamaður landsins en formlega er hann þriðji maður í virðingarröðinni á eftir forseta og þingforseta. Staða hans er sambærileg stöðu forsætisráðherra á Íslandi. Kanslarinn er kjörinn af sambandsþinginu til eins kjörtímabils (4 ára) í senn og hefur sambandsþingið eitt vald til að setja hann af fyrir lok kjörtímabilsins með vantraustsyfirlýsingu.
Sambandskanslari Sambandslýðveldisins Þýskalands
Bundeskanzler der Bundesrepublik Deutschland | |
---|---|
![]() Merki kanslarans | |
![]() Fáni kanslarans | |
Staða | Ríkisstjórnarleiðtogi |
Opinbert aðsetur | Kanslarabústaðurinn, Berlín |
Skipaður af | Sambandsþingi Þýskalands |
Kjörtímabil | 4 ár |
Lagaheimild | Stjórnarskrá Þýskalands |
Stofnun | 24. maí 1949 |
Fyrsti embættishafi | Konrad Adenauer (sambandskanslari) |
Staðgengill | Varakanslari |
Laun | €255.150 á ári[1] |
Vefsíða | bundeskanzler |
Núverandi kanslari er Olaf Scholz. Forveri hans, Angela Merkel, var fyrsta konan til að gegna embættinu. Samkvæmt þýskri málvenju bætist viðskeytið -in við Bundeskanzler sé kanslarinn kona og var Merkel því titluð Bundeskanzlerin.
Kanslarar hafa farið fyrir ríkisstjórnum Þýskalands frá 1867, en titillinn á rætur að rekja til embættismanna í hinu heilaga rómverska ríki á miðöldum.
Kanslarar Þýskalands frá 1871
- 1871-1890 Otto von Bismarck
- 1890-1894 Leo von Caprivi
- 1894-1900 Chlodwig zu Hohenlohe-Schillingsfürst
- 1900-1909 Bernhard von Bülow
- 1909-1917 Theobald von Bethmann-Hollweg
- 1917 Georg Michaelis
- 1917-1918 Georg von Hertling (Zentrum)
- 1918 Maximilian von Baden
- 1918 Friedrich Ebert (SPD)
- 1919 Philipp Scheidemann (SPD)
- 1919-1920 Gustav Bauer (SPD)
- 1920 Hermann Müller (SPD)
- 1920-1921 Constantin Fehrenbach (Zentrum)
- 1921-1922 Karl Joseph Wirth (Zentrum)
- 1922-1923 Wilhelm Cuno
- 1923 Gustav Stresemann (DVP)
- 1923-1925 Wilhelm Marx (Zentrum)
- 1925-1926 Hans Luther
- 1926-1928 Wilhelm Marx (Zentrum)
- 1928-1930 Hermann Müller (SPD)
- 1930-1932 Heinrich Brüning (Zentrum)
- 1932 Franz von Papen (Zentrum)
- 1932-1933 Kurt von Schleicher
- 1933-1945 Adolf Hitler (NSDAP)
- 1945 Joseph Goebbels (NSDAP)
- 1945 Lutz Schwerin von Krosigk
- 1949-1963 Konrad Adenauer (CDU)
- 1963-1966 Ludwig Erhard (CDU)
- 1966-1969 Kurt Georg Kiesinger (CDU)
- 1969-1974 Willy Brandt (SPD)
- 1974-1982 Helmut Schmidt (SPD)
- 1982-1998 Helmut Kohl (CDU)
- 1998-2005 Gerhard Schröder (SPD)
- 2005-2021 Angela Merkel (CDU)
- 2021- Olaf Scholz (SPD)
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.