Remove ads

Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei (þýska; Þjóðernissósíalíski þýski verkamannaflokkurinn eða Þjóðernisjafnaðarstefnuflokkurinn), betur þekktur sem Nasistaflokkurinn, var stjórnmálaflokkur í Þýskalandi sem var virkur frá 1920 til 1945. Forveri hans, Þýski verkamannaflokkurinn (Deutsche Arbeiterpartei eða DAP), var til frá 1919 til 1920. Orðið nasisti á rætur sínar að rekja til þýska orðsins Nazi, sem er stytting á Nationalsozialist.

Staðreyndir strax Þjóðernissósíalíski þýski verkamannaflokkurinn Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei ...
Þjóðernissósíalíski þýski verkamannaflokkurinn
Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei
Thumb
Leiðtogi Adolf Hitler (1921–1945)
Formaður Anton Drexler[1] (1920–1921)
Stofnár 24. febrúar 1920
Lagt niður 10. október 1945
Höfuðstöðvar Braunes Haus, München, Þýskalandi
Félagatal 8,5 milljónir (1945)[2]
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Nasismi, þjóðernishyggja
Einkennislitur Svartur, rauður og hvítur
Loka
Thumb
Fáni flokksins með hakakrossi

Flokkurinn varð til úr hópum þjóðernissinna, rasista og popúlista sem gengu undir nafninu Freikorps. Þessir hópar börðust gegn uppreisnum kommúnista í Þýskalandi eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hægrisinnaðir stjórnmálamenn og hreyfingar börðust fyrir einhvers konar jafnaðarstefnu eftir lok stríðsins sem hafði áhrif á nasisma. Arthur Moeller van den Bruck sem var virkur í Íhaldsbyltingarhreyfingunni fann upp hugtakið „Þriðja ríkið“ og studdi nýja hugmyndafræði sem sameinaði þjóðernishyggju og jafnaðarstefnu.

Annar meðlimur Íhaldsbyltingarhreyfingunnar, Oswald Spengler, setti fram hugmynd um „prússneska jafnaðarstefnu“ sem var áhrifamikil meðal nasista. Flokkurinn var stofnaður í þeim tilgangi að laða fólk frá kommúnisma að þjóðernishyggju. Í upphafi einbeitti flokkurinn sér að áróðri gegn stórfyrirtækjum, borgarastéttinni og kapítalisma en seinna var dregið úr þeim áherslum til að fá stuðning iðnjöfra. Fyrir fjórða áratuginn hafði stefna flokksins breyst og var meiri áhersla lögð á gyðingahatur og andstöðu við marxisma.

Til að halda ímynduðum hreinleika og styrk „aríanna“ uppi reyndu nasistar að útrýma ákveðnum „úrkynjuðum“ og „andfélagslegum“ hópum eins og gyðingum, samkynhneigðum, rómafólki, svörtu fólki, fötluðum, vottum Jehóva og pólitískum mótherjum. Ofsóknir náðu hámarki með Helförinni þegar þýska ríkið fyrirskipaði kerfisbundin morð á um það bil sex milljón gyðingum og fimm milljónum annarra úr fyrrnefndu hópunum.

Paul von Hindenburg forseti skipaði Adolf Hitler, leiðtoga flokksins frá árinu 1921, í embætti kanslara Þýskalands árið 1933. Hitler var fljótur að koma á alræði sem nefndist Þriðja ríkið. Í kjölfar ósigurs Þriðja ríkisins undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar afnámu Bandamennirnir flokkinn „fullkomlega og endanlega“ og tilkynntu að hann væri ólöglegur.

Remove ads

Heimild

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads