Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Rómafólk, Rómanar eða sígaunar er þjóðflokkur flökkufólks, sem talinn er hafa tekið sig upp frá Indlandi[1]. Fyrst fara sögur af Rómafólki í Evrópu á árunum 835 e.Kr. til ársins 1000. Talið er að rómafólk hafi flusts til Grikklands í byrjun 14. aldar[1]. Undir lok 14. aldar setjast þeir að í Vestur-Evrópu og koma eftir tveimur leiðum, annars vegar meðfram ströndum Miðjarðarhafsins og hins vegar þvert yfir Mið-Evrópu. Þeir settust að í Ungverjalandi á 14. öld og ekki leið á löngu þar til sett voru lög um að þeir skyldu vera handteknir og hnepptir í þrældóm. á 15. öld hafði rómafólk verið bannað frá nánast öllum vestur-Evrópu ríkjum[2]. Rómafólk var ófsótt í Evrópu í alda raðir og ásakað um glæpi og aðra óreglu vegna flökkumenningar sinnar[2]. Í Rúmeníu var rómafólk hreppt í þrældóm af bændum og selt á uppboðum allt til ársins 1856[1]. Nasistar stunduðu þjóðarmorð á rómafólki og talið er að um 400.000 rómafólk hafi verið myrt í seinni heimstyrjuöldinni[1], þar af um 20.000 í Auschwitz[3]. Miklir fordómar gagnvart rómafólki hafa viðhaldist í Evrópu og það var ekki fyrr en 1965 þar sem Vestur-Þýskaland viðurkenndi að ríkið hafi ofsótt rómafólk vegna kynþáttar þeirra fyrir árið 1943[3]. Árið 1982 viðurkenndi Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýskalands að þýskt rómafólk hafi verið fórnarlömb þjóðarmorðs[3].
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Í dag býr flest rómafólk í austur-Evrópu[1] en hafa flust um allan heim frá miðri 20. öld[2].
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.