Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Blóðmeri er hryssa sem höfð er í blóðtöku. Til þess að hægt sé að nýta hryssu til blóðtöku, þar sem ætlun er að einangra hormónið eCG (equine chorionic gonadatropin), þá þarf hún að vera fylfull. Hormónið eCG ýtir undir og getur framkallað egglos hjá skepnum og því hefur það nýst í frjósemislyfjagerð. Hafa frjósemislyf sem innihalda eCG verið notuð að stórum hluta í svína-, geita- og sauðfrárrækt, bæði til að ýta undir egglos sem og til samstillingar. Vitað er til þess að blóðmerahald sé stundað á Íslandi, í Suður-Ameríku og í Asíu. Blóðmerahald er hvergi bannað. Upplýsingar sem hér koma fram taka mið af blóðmerahaldi á Íslandi, en ekki eru tiltækar upplýsingar um blóðmerahald annars staðar.
Blóðmerahald hefur verið gagnrýnt út frá dýraverndarsjónarmiðum.[1]
Árið 2021 birtu svissnesk dýraverndunarsamtök myndband þar sem ill meðferð á hryssum á Íslandi var sýnd. Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku úr merum var stöðvuð í kjölfarið. [2]
Starfsemin er ekki stunduð í Evrópu nema á Íslandi. Hún er þó ekki ólögleg í álfunni. [3] Á Íslandi eru um það bil 5.000 hryssur í blóðtöku og er það um 8% af heildarfjölda hrossa í landinu (um 60.000)[4].
Fylfullar hryssur framleiða eCG fá um 40. degi meðgöngu til um 120. dag meðgöngu[5].
Blóðmerar eru haldnar í misstórum stóðum. Algengt er að hryssur séu á bilinu 10-35 saman í hóp þegar stóðhestar eru settir með þeim í haga. Eftir að stóðhestar eru teknir úr hópum er algengt að hryssuhópar séu sameinaðir þar sem fleiri en einn hópur hefur verið. Þó eru ekki fleiri en 75 hryssur í hóp á meðan að á blóðtöku stendur. Blóðtökutímabilið er um 12 vikur ár hvert og hefst það um hásumar. Á þessu tímabili eru hryssurnar reknar inn í rétt eða gerði einu sinni í viku til sýnatöku eða blóðtöku. Úr rétt/gerði fara hryssunar í aðhald sem liggur að svokölluðum blóðtökubásum. Fyrir aftan hryssurnar er komið fyrir planka eða slá svo að þær bakki ekki út úr básnum. Strappi eða borði settur yfir bak hryssana til að koma í veg fyrir að þær hoppi upp. Þá er settur múll á höfuð þeirra til að stilla þeim upp fyrir blóðtökuna. Haus þeirra er hækkaður upp á meðan að dýralæknir kemur fyrir teygju og staðdeyfir svæðið þar sem nál er svo komið fyrir í æð til blóðtöku. Eftir það er slakað á múlnum svo að hryssurnar standi í sem eðlilegastri stöðu. Í hverri blóðtöku eru teknir fimm lítrar af blóði. Þegar blóðtöku líkur þá eru teygjan og nálin fjarlægð áður en hryssu er hleypt út úr básnum. Fyrir utan blóðtökuaðstöðuna hafa hryssurnar aðgang að vatni, fæði og bætiefnum. Eftir að blóð- og sýnatöku er lokið fara hryssurnar aftur út á haga.
eCG framleiðsla getur verið misjöfn hjá hryssum, en hún er bæði einstaklingsbundin sem og getur hún verið breytileg eftir hverri meðgöngu. Aldrei er tekið blóð oftar en átta sinnum úr hryssu (einu sinni í viku í átta vikur), en meðaltal blóðtaka á hverja hryssu síðustu ár er um 5-6 skipti.
Utan blóðtökutímabilsins eru hryssurnar öllu jafna látnar óáreittar fyrir utan eftirlit bænda, Matvælastofnunar eða innra eftirlit Ísteka. Einnig sinna bændur umönnun þeirra, t.d. heygjöfum, ormalyfsgjöfum, hófsnyrtingum o.fl.
Í framleiðsluferlinu er hormónið eCG einangrað frá blóðvökvanum. Hormónið er flutt erlendis þar sem framleidd lyf úr hormóninu . Á Íslandi hefur afgangs blóðvökva verið skilað til kjötmjölsverksmiðju sem nýtir hann til kjötmjölsframleiðslu.
Blóðtaka virðist ekki hafa áhrif á afkvæmi hryssana[6]. Stórum hluta folalda þeirra hryssa sem hafðar eru í blóðtöku er slátrað og nýtt til kjötframleiðslu, en á Íslandi var blóðtaka úr hryssum lengi hliðarafurð með folaldakjötsframleiðslu. Meðalfallþungi folalda á Íslandi hefur ekki lækkað þó að fjöldi hryssa í blóðtöku hafi aukist.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.