Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Vilborg Dagbjartsdóttir (fædd 18. júlí 1930, látin 16. september 2021) var íslenskur rithöfundur.
Vilborg rithöfundur fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Foreldrar hennar voru Dagbjartur Guðmundsson og Erlendína Jónsdóttir. Vilborg lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1952 og stundaði nám í bókasafnsfræðum við Háskóla Íslands 1982. Hún stundaði leiklistarnám hjá Lárusi Pálssyni og var í námshring Gunnars R. Hansens í leiklist á árunum 1951 – 1953. Hún starfaði sem rithöfundur og barnakennari í Austurbæjarskóla í 43 ár. Vilborg er þekktust fyrir ljóð sín en eftir hana liggur einnig fjöldi rita fyrir börn, bæði frumsamdar sögur og þýðingar og auk þess námsefni. Hún ritstýrði Óskastundinni, barnablaði Þjóðviljans, 1956 – 1962 og Kompunni, barnasíðu sunnudagsblaðs sama blaðs, frá 1975 – 1979.[heimild vantar]
Út komu tvær bækur um ævi Vilborgar:
Eiginmaður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður.
Vilborg var einn frumkvöðla að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti fyrir miðju hreyfingarinnar 1970. Hún sat lengi í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og meðlimur í Samtökum herstöðvaandstæðinga. Hún hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands og Rithöfundasambands Íslands. Vilborg var í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós frá 1968-1970.
Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Hún birti einnig ljóð í tímaritinu Birtingi og á fjölda ljóða og greina í tímaritum og safnritum. Ljóð Vilborgar hafa birst í erlendum safnritum og tímaritum á fjölda tungumála.
flutt í Útvarpsleikhúsinu (RÚV) og í skólum
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.