8. janúar - Víetnamstríðið: Cedar Falls-aðgerðin, stærsta aðgerð Bandaríkjahers á jörðu niðri, hófst.
13. janúar - Étienne Eyadema leiddi herforingjabyltingu í Tógó.
14. janúar - Útihátíðin Human Be-In átti sér stað í Golden Gate Park í San Francisco þar sem Timothy Leary mælti hin frægu orð „Turn on, tune in, drop out“.
18. janúar - Albert DeSalvo var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir nauðganir og rán, en deilt er um hvort hann hafi verið raðmorðinginn sem var kallaður Boston-kyrkjarinn.
23. janúar - Í München hófust réttarhöld yfir Wilhelm Harster sem var yfirmaður leynilögreglu nasista í Hollandi í síðari heimsstyrjöld.
24. apríl - Sovéski geimfarinn Vladimir Komarov fórst þegar geimflaugin Sojús 1 hrapaði til jarðar.
24. apríl - Russell-dómstóllinn eða „Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn“ kom saman í Stokkhólmi.
28. apríl - Bandaríski hnefaleikamaðurinn Muhammad Ali hafnaði herþjónustu og var þá sviptur öllum titlum og bannað að keppa í þrjú ár.
28. apríl - Heimssýningin Expo 67 var opnuð í Montreal í Quebéc, Kanada.
28. apríl - Flugvélaframleiðandinn McDonnell Douglas var stofnaður við sameiningu tveggja framleiðenda.
29. apríl - Þorskastríðin: Breskur togari sem tekinn hafði verið fyrir landhelgisbrot sigldi úr höfn í Reykjavík með tvo íslenska lögregluþjóna um borð.
30. maí - Suðausturhluti Nígeríu lýsti yfir sjálfstæði undir nafninu Biafra. Í ágúst gerðu nígerískar hersveitir innrás í Biafra og þar með hófst Biafrastyrjöldin, sem stóð til 1970.
Júní
2. júní - Mótmæli gegn heimsókn Mohammad Reza Pahlavi í Vestur-Berlín leiddu til stofnunar 2. júní-hreyfingarinnar.
25. júní - 400 milljónir manna sáu sjónvarpsþáttinn Our World sem sýndur var í beinni í gegnum gervihnött. Bítlarnir frumfluttu þar lagið „All You Need Is Love“.
27. júní - Fyrsti hraðbanki heims var settur upp í Barclays í Enfield Town á Englandi.
Júlí
1. júlí - Kanada fagnaði 100 ára afmæli kanadíska ríkjasambandsins.
5. júlí - Hersveitir Jean Schramme reyndu að hertaka Stanleyville í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, en mistókst þrátt fyrir mikið mannfall innan kongóska hersins.
6. júlí - Borgarastyrjöldin í Nígeríu: Nígeríuher gerði innrás í aðskilnaðarhéraðið Bíafra.
10. júlí - Yfir 370 létust í miklum rigningum í Kobe og Kure í Japan.
10. júlí - Nýja-Sjáland tók upp dali í stað punda.
12. júlí - Langa heita sumarið 1967: Uppþotin í Newark 1967 leiddu til 26 dauðsfalla.
10. ágúst - Tvær hraðlestar skullu saman utan við Óðinsvé í Danmörku með þeim afleiðingum að 11 létust og 36 slösuðust,
13. ágúst - Fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar Fleetwood Mac kom fram á Windsor Jazz and Blues Festival í Bretlandi.
14. ágúst - Sjóræningjaútvarpsstöðin Wonderful Radio London hætti útsendingum kl. 3 síðdegis daginn áður en Lög um útsendingabrot á sjó 1967 tóku gildi í Bretlandi.
21. ágúst - Tvær bandarískar orrustuþotur voru skotnar niður í kínverskri lofthelgi. Flugmanninum Robert J. Flynn var haldið föngnum til 1973.
17. september - Hljómsveitin The Doors kom fram í The Ed Sullivan Show á CBS þar sem Jim Morrison söng orðið „higher“ sem hann var beðinn um að gera ekki.
20. september - Farþegaskipið Queen Elizabeth 2 var sjósett.
29. september - Hljómsveitin Tangerine Dream var stofnuð í Vestur-Berlín.
30. september - BBC endurskipulagði útvarpsstöðvar sínar sem fengu nöfnin BBC Radio 1 (áður BBC Light Programme), BBC Radio 2, BBC Radio 3 (áður BBC Third Programme) og BBC Radio 4 (áður BBC Home Service).
Október
1. október - Indland vann sigur í átökunum um Nathu La og Cho La.
4. október - Ómar Alí Saifuddin 3. soldán Brúnei afsalaði sér völdum í hendur sonar síns, Hassanal Bolkiah.
6. október - Skemmtigarðinum Pacific Ocean Park í Suður-Kaliforníu var lokað.
8. október - Che Guevara og skæruliðar hans voru teknir höndum í Bólivíu. Þeir voru teknir af lífi daginn eftir.
10. október - Póstverslunin Hagkaup hóf að selja matvöru í verslun sinni við Miklatorg í Reykjavík með lægri álagningu en áður þekktist.
12. október - Bókin Nakti apinn eftir enska dýrafræðinginn Desmond Morris kom út.
17. október - Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í New York-borg.
18. október - 19. teiknimynd Disney í fullri lengd og sú síðasta sem Walt Disney hafði sjálfur umsjón með, Skógarlíf, var frumsýnd.
18. október - Geimkönnunarfarið Venera 4 fór inn í lofthjúp Venus.
15. nóvember - Georgios Grivas var kallaður heim til Grikklands ásamt liði sínu eftir að Kýpverski þjóðvörðurinn hafði drepið 27 Kýpur-Tyrki í tveimur þorpum á Kýpur.