From Wikipedia, the free encyclopedia
Tógó er land í Vestur-Afríku, með landamæri að Gana í vestri, Benín í austri og Búrkína Fasó í norðri. Suðurströnd þess er við Benínflóa þar sem höfuðborgin, Lomé, er staðsett. Tógó er um 57.000 km² að stærð og er þar með eitt af minnstu löndum Afríku, með tæplega 8 milljón íbúa, auk þess að vera eitt af grennstu löndum heims eða aðeins um 115 km á breidd.
République Togolaise | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Travail, Liberté, Patrie | |
Þjóðsöngur: Salut à toi, pays de nos aïeux (Heilt sé þú, land forfeðranna) | |
Höfuðborg | Lomé |
Opinbert tungumál | franska, jórúba |
Stjórnarfar | Lýðveldi |
Forseti | Faure Gnassingbé |
Sjálfstæði | |
• frá Frakklandi | 27. apríl 1970 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
123. sæti 56.785 km² 4,2 |
Mannfjöldi • Samtals (2020) • Þéttleiki byggðar |
100. sæti 8.608.444 126/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2019 |
• Samtals | 14,919 millj. dala (146. sæti) |
• Á mann | 1.821 dalir (177. sæti) |
VÞL (2018) | 0.513 (167. sæti) |
Gjaldmiðill | Vesturafrískur CFA-franki (XOF) |
Tímabelti | UTC |
Þjóðarlén | .tg |
Landsnúmer | +228 |
Frá 11. til 16. aldar dvöldu ýmsar þjóðir þar sem Tógó er nú. Frá 16. öld til 18. aldar var ströndin þekkt sem viðkomustaður evrópskra þrælasala. Landið fékk þá heitið „Þrælaströndin“. Árið 1884 lýsti Þýskaland þar yfir stofnun þýska verndarsvæðisins Tógólands. Nafnið var dregið af stöðuvatninu Tógó. Eftir ósigur Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöld gekk verndarsvæðið til Frakka. Tógó fékk sjálfstæði frá Frakklandi árið 1960. Árið 1967 leiddi Gnassingbé Eyadéma herforingjabyltingu og varð eftir það forseti flokksræðis sem var andsnúið kommúnisma. Hann varð langlífasti þjóðhöfðingi samtímans í Afríku og sat á valdastóli í 38 ár. Árið 2005 var sonur hans, Faure Gnassingbé, kosinn forseti.
Tógó er hitabeltisland með efnahagslíf sem reiðir sig á landbúnað, með veðurfar sem hentar vel til ræktunar. Franska er opinbert mál landsins, en auk hennar tala íbúar fjölda tungumála, sérstaklega mál af gbemálaættinni. Flestir íbúar aðhyllast hefðbundin afrísk trúarbrögð, en í landinu búa stórir minnihlutahópar kristinna og múslima. Tógó er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Afríkusambandinu, Samtökum um íslamska samvinnu, ZOPACAS, Samtökum frönskumælandi ríkja og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja.
Tógó er eitt af minnstu löndum Afríku, aðeins 56.785 km² að stærð. Það á strönd að Benínflóa í suðri, og landamæri að Gana í vestri, Benín í austri, og Búrkína Fasó í norðri. Tógó er að mestu milli 6. og 11. gráðu norður, og 0. og 2. gráðu austur.
Strandlengja Tógó við Benínflóa er 56 km að lengd. Þar eru sjávarlón og sandstrendur. Norðurhlutinn einkennist af öldóttri gresju, ólíkt hæðóttum miðhlutanum. Í suðri eru graslendi, gresjur og skógar sem liggur að votlendri strandsléttu.
Hæsta fjall landsins er Agou-fjall, 986 metrar á hæð. Lengsta á landsins er Mono-fljót sem rennur frá norðri til suðurs, 400 km leið.
Tógó skiptist í fimm héruð sem aftur skiptast í 30 umdæmi. Héruðin eru, frá norðri til suðurs: Savanes, Kara, Centrale, Plateaux og Maritime.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.