Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Gjaldmiðill eða verðmiðill nefnist eining sem gefur til kynna verðmæti og er notuð sem greiðslumiðill í viðskiptum með vörur og þjónustu. Gjaldmiðlar eru eitt form peninga ef peningar eru skilgreindir sem flutningsmiðill verðmæta sem hafa þó ekki eiginlegt verðmæti sjálfir. Oftast er aðeins einn gjaldmiðill ráðandi á tilteknu svæði, til þess að auðvelda viðskipti milli svæða með mismunandi gjaldmiðla er gengi þeirra skráð, þ.e. verðmæti gjaldmiðla gagnvart hverjum öðrum. Gengi gjaldmiðils ræðst af lögmálum framboðs og eftirspurnar á sama hátt og verð á vörum og þjónustu.
Oftast ákveður hvert land að gera einn ákveðinn gjaldmiðil að lögeyri í landinu sem veitir þeim gjaldmiðli yfirburðastöðu innan landsins, gjaldmiðlinum er stýrt af sérstakri ríkisstofnun sem kallast seðlabanki sem hefur einkarétt á því að framleiða gjaldmiðilinn og getur þannig stýrt framboðinu af honum þegar þörf krefur. Frá þessu geta þó verið undantekningar. Algengt er að mörg lönd noti sama nafnið fyrir gjaldmiðla sína, þar má nefna krónur sem er nafn gjaldmiðlanna sem Norðurlöndin fyrir utan Finnland nota. Mörg lönd geta einnig deilt sama gjaldmiðli og rekið sameiginlegan seðlabanka eins og er tilvikið með evruna. Lönd geta líka skilgreint gjaldmiðil annars lands sem sinn eigin lögeyri eins og Panama þar sem Bandaríkjadalur er notaður sem lögeyrir.
Algengast er að gjaldmiðli sé skipt í minni einingar, oftast 100. Til dæmis: 100 aurar = 1 króna, 100 sent = 1 dollari o.s.frv. Stundum kann gjaldmiðlinum að vera skipt í 10 eða 1000 parta en aðeins gjaldmiðli Máritaníu er ekki skipt eftir tugakerfi heldur í 5 parta. Sumum gjaldmiðlum er ekki skipt í minni einingar og á þetta við um íslensku krónuna þar sem aurar hafa verið teknir úr umferð.
Gjaldmiðill getur einnig verið vörur eða þjónusta. Þeir eiginleikar sem góður gjaldmiðill þarf að hafa eru varanleiki, hreyfanleiki, deilanleiki og einsleitni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.