15. janúar - Hálfbróðir Saddams Husseins Barzan Ibrahim al-Tikriti og dómarinn Awad Hamed al-Bandar voru hengdir fyrir aðild að morðum á 148 sjíamúslimum í bænum Dujail árið 1982.
1. mars - Ungdomshuset í Kaupmannahöfn var rutt af lögreglu.
1. mars - Fjórða Alþjóðlega heimskautaárið, rannsóknaráætlun fyrir bæði heimskautin, hófst í París.
4. mars - Í þingkosningum í Eistlandi var í fyrsta sinn hægt að kjósa á netinu.
6. mars - Fyrrum aðstoðamaður Bandaríkjaforseta, I. Lewis Libby, var dæmdur sekur fyrir meinsæri og hindrun réttvísinnar í tengslum við Plame-málið þar sem nafni leyniþjónustumanns var lekið í fjölmiðla.
7. mars - Garuda Indonesia flug 200 hrapaði við Yogyakarta í Indónesíu með þeim afleiðingum að 20 farþegar og 1 áhafnarmeðlimur létust en 119 komust lífs af.
7. júlí - Live Earth-tónleikar voru haldnir í 9 borgum um allan heim til að vekja athygli á umhverfismálum.
7. júlí - Svissneska félagið New Open World Corporation kynnti „Sjö nýju undur veraldar“: Kínamúrinn, Petru í Jórdan, Cristo Redentor í Brasilíu, Machu Picchu, Chichen Itza, Colosseum í Róm og Taj Mahal á Indlandi.
17. júlí - Á alþjóðaflugvellinum Congonhas-São Paulo í Brasilíu rann farþegaþota út af flugbraut, yfir stóra umferðaræð á háannatíma og inn í vöruhús, þar sem hún sprakk. Allir um borð og nokkrir aðrir létust, samtals yfir 190 manns.
17. júlí - Öflugur jarðskjálfti í Niigata í Japan olli bruna í stærsta kjarnorkuveri heims, Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverinu.
1. ágúst - 41.000 skátar frá 158 löndum héldu upp á 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á World Scout Jamboree í Englandi.
1. ágúst - 8 akreina vegabrú, I-35W Mississippi River bridge í Minneapolis, hrundi skyndilega á háannatíma með þeim afleiðingum að 13 létust og 145 slösuðust.
2. ágúst - Rússneskur smákafbátur komst á botninn undir Norðurskautinu og skildi eftir rússneska fánann í málmhylki á 4.261 metra dýpi.
20. september - Aðgerð Pólstjarnan: lögregla og tollayfirvöld gerðu tugi kílóa af amfetamíni upptæk á Fáskrúðsfirði sem reynt var að smygla með seglskútu.
26. september - Eftir margra daga mótmæli gegn stjórn Mjanmar brást stjórnarherinn við og reyndi að stöðva mótmælin. Fyrstu dauðsföll af völdum stjórnarhersins voru staðfest. Búddamunkar og aðrir mótmælendur voru handteknir og lokað var algjörlega fyrir Internetaðgang í landinu.
28. september - Síðasti hluti M2-leiðarinnar í neðanjarðarlestarkerfi Kaupmannahafnar milli Lergravsparken og Kastrup-flugvallar var opnaður.
18. október - Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sneri heim til Pakistan eftir átta ára útlegð til að taka þátt í forsetakosningum. Sama kvöld var sjálfsmorðsárás gerð á bílalest Bhutto. Hún slapp ómeidd en 136 aðrir létust.
18. október - Velsensamningurinn staðfesti stofnun Evrópsku herlögreglunnar í fimm löndum Evrópusambandsins.
1. nóvember - Meredith Kercher var myrt í Perugia á Ítalíu. Bandarísk sambýliskona hennar, Amanda Knox, og unnusti hennar, Raffaele Sollecito, voru handtekin í kjölfarið.
3. nóvember - Pervez Musharraf, forseti Pakistan, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar umdeildra forsetakosninga. Musharraf var í kjölfarið sakaður um valdarán.
6. nóvember - 50 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Mazar-i-Sharif í Afganistan, þar á meðal 6 þingmenn.
7. nóvember - Ungur námsmaður gerði skotárás í skóla í bænum Jokela í Finnlandi. Hann varð 8 manns að bana, særði 12 og framdi síðan sjálfsmorð.
8. febrúar - Anna Nicole Smith, bandarísk fyrirsæta og leikkona, fannst meðvitundarlaus inni á hótelherbergi sínu og lést skömmu síðar af völdum of stórs lyfjaskammts (f. 1967).