From Wikipedia, the free encyclopedia
Hallgerður Gísladóttir (f. í Seldal í Norðfjarðarhreppi 28. september 1952, d. í Reykjavík. 1. febrúar 2007) var íslenskur sagnfræðingur og þjóðfræðingur. Foreldrar hennar voru Gísli Friðriksson bóndi í Seldal og Sigrún Dagbjartsdóttir húsfreyja. Hallgerður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974, nam mannfræði og sögu við Manitóbaháskóla í Winnipeg í Kanada 1974-75, tók B.A. próf í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1981 og lauk þaðan cand. mag prófi 1991.
Hallgerður starfaði lengst af við þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands, varð deildarstjóri hennar 1995 og síðar fagstjóri þjóðháttasafns. Sérgrein hennar var íslensk matargerð og hefðir henni tengdar. Árið 1999 kom út bók hennar, Íslensk matarhefð. Bókin er aðalrit Hallgerðar og hlaut viðurkenningu Hagþenkis og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þegar hún kom út. Hallgerður sá um fjölmarga þætti í útvarpi og sjónvarpi um matarhætti og skyld efni. Hún stundaði einnig rannsóknir á manngerðum hellum og skrifaði ásamt Árna Hjartarsyni og Guðmundi J. Guðmundssyni bók um manngerða hella 1983. Hallgerður var ljóðskáld og birti verk sín í tímaritum en sendi einnig frá sér ljóðabók árið 2004.
Eiginmaður Hallgerðar var Árni Hjartarson jarðfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn, Sigríði (1975-1997), Guðlaug Jón (1979) og Eldjárn (1983).
Í ritstjórn eða ritnefnd
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.