From Wikipedia, the free encyclopedia
Seldalur er dalur í Norðfirði og tilheyrir Fjarðabyggð. Seldalur er einn þriggja dala sem ganga inn úr Norðfjarðarsveit. Syðstur er Oddsdalur, þá Seldalur og nyrstur er Fannardalur. Dalir þessir eru kjarri vaxnir og vel fallnir til útivistar. Há fjöll girða Seldal, sunnan hans eru Hátún (747 m) og Svartafjall (1021 m) en að norðan rís Hólafjall (1001 m) og Hólafjallseyra. Fyrir botni dalsins í vestri er klettóttur fjallshryggur, lægst er Lambeyrarskarð, um það liggur gamall fjallvegur til Eskifjarðar. Seldalur er fremur stuttur og eftir honum rennur Selá með mörgum fallegum fossum. Bæjarfoss er niður af Seldalsbænum, ofar eru Melshornafoss og Víðimýrafoss. Aðrir fossar eru Gvendarfoss og Réttarfoss sem er við skilarétt Norðfirðinga. Réttin nefndist Dalarétt og var notuð fram yfir 1960. Hengifossá fellur úr Oddsdal niður í Seldal í háum fossi, Hengifossi. Á mótum Hengifossár og Seldalsár er allmikil frístundabyggð.
Ein bújörð var í dalnum, Seldalur. Þar var fyrst byggt um miðja 19. öld. Þar var stundaður hefðbundinn búskapur fram yfir 1990. Jörðin er í eigu Seldælinga.
Seldalsbærinn liggur í um 150 m hæð yfir sjávarmáli. Í Seldal er sums staðar skriðu- og snjóflóðahætta. 1917 féll snjóflóð á fjárhús. 12. nóvember 1968 féllu tvær skriður og eyðilögðu tún, girðingar og skurði.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.