vegur sem liggur um Ísland From Wikipedia, the free encyclopedia
Þjóðvegur 1 eða Hringvegurinn er vegur sem liggur um Ísland og tengir saman flest öll byggileg héruð á Vestur-, Norður-, Austur- og Suðurlandi. Vegurinn er samtals 1321 km á lengd og liggur um alla landshluta nema Vestfirði og Miðhálendið. Hringurinn var kláraður árið 1974 þegar Skeiðarárbrú var opnuð. Núllpunktur Hringvegarins er á sýslumörkum Skaftafellssýslnanna tveggja á Skeiðarársandi.
Vegurinn er að mestu tvíbreiður nema þar sem hann liggur í gegnum stærri bæi þar sem hann er breiðari og einnig í hluta Hvalfjarðarganganna. Lokið var að setja bundið slitlag árið 2019.
Umferð um veginn er langmest í nágrenni höfuðborgarinnar og stærri bæja eins og Akureyrar og Selfoss en fjarri þéttbýli er að finna kafla þar sem umferð er mjög lítil eða undir 100 ökutækjum á dag. Enn eru 30 einbreiðar brýr á hringveginum (2023) en árið 1990 voru þær um 140. [1]
Lengi hefur það verið vinsælt hjá íslenskum ferðamönnum að fara hringinn enda er stór hluti landsins innan seilingar frá honum. Í seinni tíð hefur leiðin öðlast meiri vinsældir meðal erlendra ferðamanna sem leigja sér bíl, taka með eigin bíl eða hjóla þessa leið.
Friðrik Þór Friðriksson gerði kvikmyndina Hringinn þar sem hann keyrði allan Hringveginn og tók það upp.
Vegurinn liggur um Skeiðarársand, Fljótshverfi og Síðu.
Vegurinn liggur um Eldhraun og Mýrdalssand.
Vegurinn liggur um Reynisfjall, Mýrdal, Sólheimasand/Skógasand, Eyjafjöll og Landeyjar.
Vegurinn liggur um Rangárvelli.
Vegurinn liggur um Ásahrepp og Flóa.
Vegurinn liggur um Ölfus.
Vegurinn liggur um Hellisheiði, Svínahraun, Sandskeið og Lækjarbotna.
Vegurinn liggur um Mosfellsbæ, Kollafjörð, Kjalarnes, Hvalfjarðargöng, Akrafjall, Leirársveit, Hafnarfjall og Borgarfjarðarbrú.
Vegurinn liggur um Stafholtstungur, Norðurárdal og Holtavörðuheiði.
Vegurinn liggur um Hrútafjörð, Hrútafjarðarháls, Miðfjörð, Línakradal, Víðidal, Vatnsdal og Ása.
Vegurinn liggur um Langadal og Vatnsskarð.
Vegurinn liggur um Blönduhlíð, Norðurárdal, Öxnadalsheiði, Öxnadal, Hörgárdal og Kræklingahlíð.
Vegurinn liggur um Vaðlaheiðargöng, Fnjóskadal, Ljósavatnsskarð, Fljótsheiði, Reykjadal, Mývatnsheiði og norðan Mývatns.
Vegurinn liggur um Námaskarð, Mývatnsöræfi, Biskupsháls, Vegaskarð, Möðrudalsöræfi, Jökuldalsheiði, Jökuldal, Lágheiði, Fellabæ og Lagarfljót.
Vegurinn liggur um Fagradal.
Vegurinn liggur um Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjarðargöng og Daladal.
Vegurinn liggur um Fáskrúðsfjörð, Gvendarnes og Stöðvarfjörð.
Vegurinn liggur um Stöðvarfjörð, Kambaskriður og Breiðdalsvík.
Vegurinn liggur um Streitishvarf og Berufjörð.
Vegurinn liggur um Hamarsfjörð, Álftafjörð, Hvalnes- og Þvottárskriður, Lón, Almannaskarðsgöng og Skarðsfjörð.
Vegurinn liggur um Hornafjörð, Mýrar, Suðursveit og Breiðamerkursand.
Vegurinn liggur um Breiðamerkursand og Öræfi.
Vegurinn liggur um Skeiðarársand.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.