Álftafjörður er grunnur fjörður eða sjávarlón syðst á Austfjörðum í sveitarfélaginu Múlaþingi. Fyrir fjörðinn gengur rif, sem kallast Starmýrartangi eða Starmýrarfjörur, en útrennsli úr firðinum er um Melrakkanesós yfir í Hamarsfjörð.
Í fjöllunum upp af Álftafirði finnast þykk lög af flikrubergi.
Þvottá er bær í sunnanverðum Álftafirði. Í Njálssögu segir frá því er skip Þangbrands stýrimanns eins og hann er nefndur kemur inn Berufjörð og í Gautavík. Þangbrandur var sendur til Íslands af Ólafi konungi Tryggvasyni til að boða kristna trú. Á Þvottá er nú minnisvarði um kristnitökuna en þar skírði Þangbrandur Síðu-Hall og dregur Þvottá nafn sitt af því. U.þ.b. 2 km norðar er Þangbrandsbryggja en þar er Þangbrandur sagður hafa lagst að með skip sitt.
Geithellar (stundum kallaðir Geithellnar) er bær í Álftafirði. Þar eru Ingólfur Arnarson og Hjörleifur Hróðmarsson, fóstbróðir hans, sagðir hafa haft vetursetu fyrst þegar þeir komu til Íslands.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.