Stöðvarfjörður
þorp á Austurlandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Stöðvarfjörður er þorp á sunnanverðum Austfjörðum og stendur við samnefndan fjörð. Íbúar þar voru 182 árið 2024. Stöðvarfjörður er hluti af sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Þéttbýlið á Stöðvarfirði má rekja til ársins 1896 þegar Carl Guðmundsson hóf verslunarrekstur þar. Sjávarútvegur hefur verið helsti atvinnuvegur þorpsins en störfum hefur þó fækkað mikið undanfarið.[3]
Remove ads
Áhugaverðir staðir
- Gallerí Snærós
- Steinasafn Petru Sveinsdóttur
- Handverksmarkaðurinn Salthúsinu
- Sköpunarstöðin Mupimup
Áhugaverðir einstaklingar frá Stöðvarfirði
- Petra Sveinsdóttir - Petra er stofnandi Steinasafns Petru sem staðsett er á Stöðvarfirði við Fjarðarbraut. Þar er að finna eitt glæsilegasta steinasafn Íslands og gaman er að koma og skoða þá safngripi sem þar er að finna.
- Ívar Ingimarsson - Fótboltamaður sem spilaði með Val og ÍBV hér heima en fór seinna til Englands í atvinnumennsku. Á Englandi spilaði hann fyrir fótboltaliðin Reading FC og Brentford FC. Hann var í Reading liðinu sem sló Liverpool FC út úr FA-bikarnum tímabilið 2009-2010. Ívar spilaði 30 leiki fyrir A-landslið Íslands. Hann starfar nú við ferðaþjónustu við Stöðvarfjörð. Ívar stundar skógrækt og hefur gagnrýnt lausagöngu sauðfés á landi sínu.
Remove ads
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads