Fnjóská er vatnsmikil dragá sem rennur norður endilangan Fnjóskadal og um Dalsmynni í Eyjafjörð, skammt frá Laufási. Hún er um 117 kílómetrar að lengd og telst vera níunda lengsta á landsins. Fyrr á tíð - á síðasta sumartímabili ísaldar - mun hún hafa fallið um Flateyjardalsheiði og til sjávar í Skjálfandaflóa. Þá hefur hún verið lengsta á Íslands. Enn má sjá gljúfur hennar á heiðinni.
Upptök árinnar eru í Bleiksmýrardrögum á Sprengisandi, inn af Bleiksmýrardal, sem er vestastur og lengstur dalanna þriggja sem liggja til suðurs inn af Fnjóskadal. Í botni Fnjóskadals rennur Bakkaá í hana en hún verður til skömmu innar þegar Hjaltadalsá og Timburvalladalsá, sem koma úr hinum dölunum tveimur, falla saman. Umhverfi árinnar þykir víða fallegt en hún rennur meðal annars um Vaglaskóg. Allnokkur lax- og silungsveiði er í ánni.
Elsta Fnjóskárbrúin var reist árið 1908 og var það fyrsta brú sem gerð var á Íslandi úr járnbentri steinsteypu og auk þess lengsta steinsteypubogabrú á Norðurlöndum á þeim tíma.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.