Sólheimasandur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Sólheimasandur er jökulsandur sem myndaðist við jökulhlaup árið 1245 og 1262 og fleiri hlaup en hlaupin komu vegna Kötlugosa. Rennsli stærstu hlaupanna hefur verið áætlað 300 - 400 þúsund m3 á sekúndu. Framburður frá jökulhlaupum hafa einnig valdið því að ströndin hefur færst fram. Ströndin á milli Hjörleifshöfða og Höfðabrekkufjalla hefur færst fram um allt að 4 km.
Jökulsá á Sólheimasandi rennur um sandinn. Á sandinum er flak af flugvél sem brotlenti þar.
Í þjóðsögum Torfhildar Hólm segir frá því að skessa hafi hafzt við á Sólheimasandi undir Eyjafjöllum og dregið oft föng að búi sinu, er rak á fjörurnar. Bóndinn í Skógum sá til ferða skessunnar er hún bar hnísu á bakinu, er nam við klæðafald hennar og taldi að hún hefði rænt sig og deyddi hana og var lánlítill eftir það.
Á sandinum er flak bandarískrar herflugvélar, Douglas C-117D, sem hrapaði á sandinum árið 1973 vegna ísingar. Enginn lést. Flakið hefur orðið áfangastaður ferðamanna og varð vinsælla eftir að poppstjarnan Justin Bieber kom þangað.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.