Remove ads
sveit í Rangárvallasýslu á sunnanverðu Íslandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Fljótshlíð er sveit í Rangárvallasýslu. Fyrir vestan hana er hinn forni Hvolhreppur, að sunnan Vestur- og Austur-Landeyjar og að suðaustan Vestur-Eyjafjallasveit. Fljótshlíðarhreppur náði yfir Fljótshlíð en hefur verið lagður niður sem sérstakt sveitarfélag. Löngum voru tvö prestaköll í Fljótshlíð. Annað var nefnt Fljótshlíðarþing, helstu kirkjur í Teigi, í Eyvindarmúla og á Hlíðarenda. Hitt prestakallið var kennt við Breiðabólstað, og undir það féllu að fornu annexíurnar Lambey, Ey, Þorvarðsstaðir og Vellir, auk bænhúss í Vatnsdal. Frá 1880 lögðust Fljótshlíðarþing undir Breiðabólstað.[1]
Fjölmargar jarðir í Fljótshlíð eru nú að öllu leyti eða hluta í eigu efnamanna af höfuðborgarsvæðinu sem sumir eru búsettir þar allt árið en aðrir eru þar eingöngu um helgar eða í leyfum. Á fæstum þessara jarða er rekinn hefðbundinn búskapur þótt sumir séu þar með hesta. Nú eru hátt á annað hundrað sumarbústaðir í Fljótshlíð.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.