Fljótsheiði er víðáttumikið heiðaflæmi í Suður-Þingeyjarsýslu, á milli Bárðardals að vestan og Aðaldals og Reykjadals og síðan Mývatnsheiðar að austan. Hringvegurinn liggur yfir heiðina, frá Fosshóli í Bárðardal að Breiðumýri í Reykjaldal.

Thumb
Fljótsheiði við Goðafoss í fjarska

Heiðin er láglend og víðast vel gróin, nokkuð mýrlend, einkum að norðanverðu, en sunnan til á heiðinni er sumstaðar nokkur uppblástur. Allmargir bæir voru áður í heiðinni og dölum sem inn í hana ganga. Flestir þeirra byggðust upp á 19. öld, oft þar sem áður höfðu verið sel frá bæjunum niðri í dölunum. Sumir bæjanna voru í byggð fram á 20. öld en þeir eru nú allir komnir í eyði.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.