20. febrúar er 51. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 314 dagar (315 á hlaupári) eru eftir af árinu.
- 1437 - Jakob 1. Skotakonungur var myrtur af samsærismönnum. Sumir þeirra, þar á meðal föðurbróðir Jakobs, jarlinn af Atholl, og sonarsonur jarlsins, Robert Stewart, voru pyntaðir til bana fyrir þátt sinn í morði hans.
- 1472 - Orkneyjar og Hjaltlandseyjar voru teknar undir skosku krúnuna sem heimanmundur. Þær tilheyrðu áður Noregi.
- 1491 - Halastjarna fór framhjá jörðinni í 1.406.219 km fjarlægð og hefur halastjarna aldrei komið nær jörðu.
- 1636 - Sænski pósturinn, Svenska Postverket, var stofnaður.
- 1873 - Kaliforníuháskóli var stofnaður og var fyrsti læknaháskólinn í San Francisco í Kaliforníu.
- 1902 - Sambandskaupfélag Þingeyinga, sem síðar varð Samband íslenskra samvinnufélaga, var stofnað.
- 1910 - Boutros Ghali, fyrsti innfæddi forsætisráðherra Egyptalands, var myrtur.
- 1911 - Fiskifélag Íslands var stofnað.
- 1911 - Landsbankafarganið: Vantraust var lagt fram í báðum deildum Alþingis gegn Birni Jónssyni ráðherra Íslands.
- 1941 - Ríkissjóður seldi Hafnarfjarðarkaupstað hluta af landi jarðarinnar Krísuvíkur og Stóra-Nýjabæjar (Krísuvíkurtorfunni).
- 1943 - Bensínskömmtun hófst á Íslandi.
- 1943 - Paricutín-eldfjallið í Mexíkó tók að gjósa.
- 1962 - John Glenn geimfari fór fyrstur Bandaríkjamanna einn hring umhverfis jörðu í geimfarinu Friendship 7.
- 1965 - Ranger 8 brotlenti á tunglinu eftir að hafa tekið myndir af hugsanlegum lendingarstöðum.
- 1971 - Fimmtíu skýstrokkar gengu yfir Mississippi með þeim afleiðingum að 74 fórust.
- 1986 - Silvio Berlusconi eignaðist knattspyrnufélagið AC Milan.
- 1987 - Önnur sprengja Unabomber sprakk fyrir utan tölvuverslun í Salt Lake City.
- 1991 - Þyrla landhelgisgæslunnar vann mikið björgunarafrek er allri áhöfn Steindórs GK, átta manns, var bjargað eftir að skipið strandaði undir Krýsuvíkurbjargi.
- 1991 - Þing Slóveníu samþykkti að segja sig úr Júgóslavneska sambandsríkinu.
- 1992 - Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu var stofnuð og tók við sem efsta deild á Englandi.
- 1998 - Kofi Annan og Saddam Hussein gerðu samkomulag um áframhald vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak og komu þannig í veg fyrir hernaðaríhlutun Breta og Bandaríkjamanna.
- 1592 - Nicholas Ferrar, enskur athafnamaður og trúarleiðtogi (d. 1637).
- 1892 - Haraldur Hamar Thorsteinsson, íslenskur rithöfundur (d. 1957).
- 1912 - Pierre Boulle, franskur rithöfundur (d. 1994).
- 1917 - Louisa Matthíasdóttir, íslensk myndlistarkona (d. 2000).
- 1924 - Gloria Vanderbilt, bandarískur fatahönnuður og frumkvöðull (d. 2019).
- 1925 - Robert Altman, bandarískur kvikmyndaleikstjóri (d. 2006).
- 1927 - Sidney Poitier, bahamískur leikari (d. 2022).
- 1942 - Mitch McConnell, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1951 - Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
- 1954 - Patricia Hearst, bandarískur bankaræningi.
- 1955 - Kelsey Grammer, bandarískur leikari.
- 1961 - Ion Geolgau, rúmenskur knattspyrnumaður og fv. þjálfari knattspyrnuliðs Fram.
- 1962 - Valur Ingimundarson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1963 - Páll Hreinsson, íslenskur hæstaréttardómari.
- 1963 - Charles Barkley, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1967 - Kurt Cobain, bandarískur tónlistarmaður (Nirvana) (d. 1994).
- 1967 - David Herman, bandarískur leikari.
- 1967 - Nenad Maslovar, svartfellskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Arnar Grétarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Brian Littrell, bandarískur tónlistarmaður (Backstreet Boys).
- 1976 - Ed Graham, breskur trommari (The Darkness).
- 1981 - Tony Hibbert, enskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Yulia Volkova, rússnesk tónlistarkona (t.A.T.u.).
- 1988 - Rihanna, söngkona frá Barbados.
- 1988 - Jesifine Jinder, sænsk söngkona.
- 1054 - Jarisleifur Valdimarsson, stórfursti af Garðaríki.
- 1171 - Conan 4., hertogi af Bretagne (f. 1138).
- 1245 - Styrmir Kárason fróði, íslenskur lögsögumaður (f. um 1170).
- 1431 - Marteinn 5. páfi.
- 1513 - Hans Danakonungur (f. 1455).
- 1618 - Filippus Vilhjálmur, Óraníufursti (f. 1554).
- 1626 - John Dowland, enskt tónskáld (f. 1563).
- 1664 - Corfitz Ulfeldt, danskur ríkishirðstjóri (f. 1606).
- 1685 - Soffía Amalía, Danadrottning (f. 1628).
- 1790 - Jósep 2. keisari (f. 1741).
- 1856 - Þórður Sveinbjörnsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1786).
- 1895 - Frederick Douglass, bandarískur aðgerðasinni (f. 1818).
- 1916 - Louis Renault, franskur lögfræðingur (f. 1843).
- 1916 - Klas Pontus Arnoldson, sænskur stjórnmálamaður (f. 1844).
- 1920 - Robert Peary, bandarískur landkönnuður (f. 1856).
- 1976 - René Cassin, franskur stjórnmálamaður (f. 1887).
- 1989 - Manuel Rosas, mexíkóskur knattspyrnumaður (f. 1912).
- 1993 - Ferruccio Lamborghini, ítalskur bílaframleiðandi (f. 1916).
- 1996 - Solomon Asch, bandarískur sálfræðingur (f. 1907).
- 2005 - Hunter S. Thompson, bandarískur blaðamaður og rithöfundur (f. 1937).
- 2010 - Alexander Haig, hershöfðingi og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. 1924).