Orkneyjar

From Wikipedia, the free encyclopedia

Orkneyjar

Orkneyjar eru eyjaklasi 16 km norðan við Katanes, sem er hérað á norðurodda Skotlands. Orkneyjar eru um 70 talsins, en aðeins 20 þeirra eru í byggð. Stærsta eyjan er Meginland (Mainland), einnig nefnd Hrossey og höfuðstaðurinn þar og stærsti bær eyjanna er Kirkjuvogur (Kirkwall). Þar búa 7000 manns. Í Kirkjuvogi er dómkirkja Magnúsar helga. Auk Kirkjuvogs er eini eiginlegi bærinn Straumnes við vesturenda Meginlands, en þar búa 2000 manns.

Thumb
Kort sem sýnir staðsetningu Orkneyja fyrir norðan Skotland

Helstu eyjar

  • Meginland (Mainland)

Norðan við Meginland

  • Austursker (Auskerry)
  • Egilsey (Egilsay)
  • Eiðey (Eday)
  • Eyjan helga (Eynhallow)
  • Færey (Faray)
  • Geirsey (Gairsay)
  • Hjálpandisey (Shapinsay)
  • Hrólfsey (Rousay)
  • Norður-Rögnvaldsey (North Ronaldsay)
  • Papey hin meiri (Papa Westray)
  • Papey hin minni (Papa Stronsay)
  • Sandey (Sanday)
  • Strjónsey (Stronsay)
  • Vesturey (Westray)
  • Vigur (Wyre)

Sunnan við Meginland

  • Borgarey (Burray)
  • Flatey (Flotta)
  • Grímsey (Graemsay)
  • Háey (Hoy)
  • Kolbeinsey (Copinsay)
  • Suður-Rögnvaldsey (South Ronaldsay)
  • Svíney (Swona)

Tengill

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.