Remove ads
Franskur lögfræðingur (1843–1918) From Wikipedia, the free encyclopedia
Louis Renault (21. maí 1843 – 20. febrúar 1916) var franskur prófessor í alþjóðarétti. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1907.
Louis Renault | |
---|---|
Fæddur | 21. maí 1843 Autun, Frakklandi |
Dáinn | 20. febrúar 1916 (71 árs) Barbizon, Frakklandi |
Þjóðerni | Franskur |
Menntun | Háskólinn í Búrgúnd |
Störf | Dómari, lögfræðingur |
Maki | Juliette Thiaffait (g. 1873) |
Verðlaun | Friðarverðlaun Nóbels (1907) |
Louis Renault var sonur bóksala og hóf störf við lagaháskólann í Dijon árið 1868. Hann varð kennari við lagaháskólann í París árið 1873 og varð prófessor í þjóðarétti við sömu stofnun árið 1881.
Frá árinu 1890 starfaði Remault sem lögfræðiráðgjafi utanríkisráðherra Frakklands og síðan sem dómari við Fasta gerðardóminn í Haag. Hann var jafnframt virkur meðlimur í Alþjóðaréttarstofnuninni.
Louis Renault var í forsvari fyrir stofnun alþjóðlegra gerðardómstóla. Hann var fulltrúi Frakka ásamt Paul Henri Balluet d'Estournelles de Constant og Léon Bourgeois á friðarráðstefnunum í Haag árin 1899 og 1907. Árið 1900 varð Renault heiðursdoktor við Jagielloński-háskólann í Kraká.[1] Renault varð jafnframt meðlimur í frönsku siðfræði- og stjórnmálafræðiakademíunni árið 1901 og hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt Ernesto Teodoro Moneta árið 1907.
Frá 1916 til 1918 stýrði Renault Hjálparsamtökum fyrir særða hermenn (fr. Société de Secours aux Blessés Militaires), sem rann árið 1940 inn í franska Rauða krossinn.
Árið 1873 kvæntist Renault Juliette Thiaffait.[2]
Myndhöggvarinn Jules Chaplain bjó til bronsplötu með mynd af Louis Renault árið 1906.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.