Pierre Boulle
From Wikipedia, the free encyclopedia
Pierre François Marie Louis Boulle (20. febrúar 1912 - 30. janúar 1994) var franskur rithöfundur sem er þekktastur fyrir skáldsögurnar Brúin yfir Kwai-fljótið frá 1952 og La Planéte des singes (Apaplánetan) frá 1963. Verðlaunamyndir voru gerðar eftir báðum þessum skáldsögum.
Boulle var verkfræðingur og njósnaði fyrir Frjálsa Frakka í Singapúr þegar hann náðist og var settur í þrælkunarvinnu við Dauðajárnbrautina. Þessi reynsla varð síðan innblástur að sögunni Brúin yfir Kwai-fljótið. Kvikmynd David Lean eftir sögunni, Brúin yfir Kwai frá 1957, vann til sjö Óskarsverðlauna.
Vísindaskáldsagan La Planéte des singes hefur getið af sér níu kvikmyndir, auk sjónvarpsþátta og leikfanga.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.