Eldgosaannáll Íslands. Gos sem ollu eignar og/eða manntjóni eru feitletruð.
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Forsöguleg gos
- fyrir um 16 milljón árum - elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.[1][2]
- um 6600 f.Kr. - Stórgos á Veiðivatnasvæðinu, þá rann Þjórsárhraunið mikla. Þetta er mesta hraungos sem vitað er um að orðið hafi á Íslandi. Þjórsárhraunið er hátt í 1000 ferkílómetrar að flatarmáli og rann yfir 100 km leið allt til sjávar og myndar ströndina milli Þjórsár- og Ölfusárósa.[3]
- um 5000 f.kr. - Hekla (H5). Fyrsta súra gjóskugosið í Heklu. Þá féll öskulagið H5 en það finnst í jarðvegi á miðhálendinu og víða um Norðurland.[4]
- um 3000 f.Kr. - Vestmannaeyjar. Myndun Helgafells og eldra hraunsins á Heimaey.[5]
- um 2500 f.Kr. - Hekla (H4)[4]
- um 1200 f.Kr - Veiðivatnasvæði, Búrfellshraun rann úr gígaröð í grennd við Veiðivötn, annars vegar að Þórisósi og hins vegan niður með Tungná og Þjórsá allt niður í Landsveit.
- um 1000 f.Kr. - Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.[6]
- um 900 f.Kr. - Hekla (H3)[4]
- um 250 e.Kr. - Snæfellsjökull[7]
9. og 10. öld
- um 870 - Ösku- og hraungos í Vatnaöldum, Landnámslagið myndast[3]
- um 900 - Afstapahraun
- um 900 - ? í Vatnajökli
- um 900 - Krafla
- um 900 - Rauðhálsahraun í Hnappadal
- um 905 - ? í Vatnajökli
- um 920 - Undan Reykjanesi, staðsetning óviss. Gjóskulag frá gosinu er þekkt.
- um 920 - Katla (öskulag nefnt Katla-R)
- 939 - Eldgjá og Katla. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.
- um 940 - Í Vatnajökli/Veiðivötnum (gjóskulag á NA-landi)
- um 950 - Hallmundarhraun rennur frá gíg vestan undir Langjökli og eyðir byggð í Hvítársíðu í Borgarfirði. Surtshellir, Víðgelmir og margir fleiri hellar myndast í hrauninu. [8]
- 999 eða 1000 - Svínahraun
- um 1000 - Katla. Gjóskulag er frá þessum tíma. Heimild fyrir hlaupi.
11. öld
12. öld
- 1104 - Hekla. Fyrsta gos hennar á sögulegum tíma og það mesta. Mikið öskufall til norðurs og norðausturs. Þjórsárdalur eyddist, þ.á m. bærinn Stöng.[8]
- 1151 - Krýsuvíkureldar. Gos í Trölladyngju; Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.[8]
- 1158 - Hekla, gos nr. 2[8]
- um 1160 - ? í Vatnajökli[8]
- 1160-1180 - Tvisvar gaus í sjó undan Reykjanesi (öskulög þekkt)
- 1179 - Katla. Heimildir eru óljósar en öskulag hefur fundist í Grænlandsjökli.[8]
- 1188 - ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu[8]
13. öld
- 1206 - Hekla, gos nr. 3[8]
- 1210-40 - undan Reykjanesi. Eldey myndaðist. Upphaf Reykjaneselda.[8]
- 1222 - Hekla, gos nr. 4[8]
- 1223 - Gaus í sjó undan Reykjanesi.[8]
- 1225 - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
- 1226-27 - nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi í kjölfarið.[8]
- 1231 - Gaus í sjó undan Reykjanesi.[8]
- 1238 - Gaus í sjó undan Reykjanesi.[8]
- 1240 - Gaus í sjó undan Reykjanesi.[8]
- 1245 - Katla. Eldur og hlaup úr Sólheimajökli.[8]
- 1262 - Katla. Eldur með miklu öskufalli í Sólheimajökli. Síðasta hlaupið á Sólheimasandi.[8]
- 1300-01 - Hekla, gos nr. 5. Mikið öskufall í Skagafirði og hungursneyð í kjölfarið.[8]
14. öld
- 1311 - Katla. Myrkur á Austfjörðum og öskufall víða um land. Mikið hlaup, sennilega á Mýrdalssandi, en heimildir um það eru óljósar og misvísandi. Ótíð og heybrestur árið eftir með tilheyrandi mannfalli.
- 1332 - í Vatnajökli, sennilega í Grímsvötnum.
- 1340 - ? Brennisteinsfjöll (engin hraun frá 14. öld hafa fundist á Reykjanesskaga)[8]
- 1341 - Hekla, gos nr. 6. Askan barst vestur um Borgarfjörð og Akranes. Mikill skepnufellir, sérstaklega á Rangárvöllum og eyddust margar byggðir.[8]
- 1341 - ? Grímsvötn
- 1354 - ? Grímsvötn
- 1357 - Katla. Mikið gos og tjón.
- 1362 - Öræfajökull/Knappafellsjökull. Mesta öskugos Íslandssögunnar. Eyddist Litla-Hérað allt og virðast fáir hafa komist af. Var sveitin nefnd Öræfi þegar hún fór að byggjast aftur og jökullinn Öræfajökull. Mest af öskunni barst til austurs á haf út en eyddi þó miklu af Hornafirði og Lónshverfi í leiðinni. Jökulhlaup fram á Skeiðarársand og út í sjó.[8]
- 1372 - neðansjávargos norðvestan Grímseyjar
- 1389-90 - Í og við Heklu, gos nr. 7. Norðurhraun rennur, kirkjustaðurinn Skarð, Tjaldastaðir og e.t.v. fleiri bæir fara undir hraun.[8]
15. öld
16. öld
- 1510 - Hekla, gos nr. 8. Stórgos með miklu öskufalli til suðurs. Stærsta Hekluhraun frá sögulegum tíma. Mikil landeyðing í Rangárvallasýslu í kjölfarið.
- 1554 - Vondubjallar suðvestur af Heklu. Gosið stóð í 6 vikur um vorið. Rauðubjallar mynduðust og frá þeim rann Pálssteinshraun.
- 1580 - Katla
- um 1582 - við Eldey
- 1597 - Hekla, gos nr. 9. Gos hófst 3. janúar og stóð langt fram á sumar. Gjóska dreifðist víða en olli litlum búsifjum, þó helst í Mýrdal.
- 1598 - Grímsvötn
17. öld
- 1603 - Grímsvötn
- 1612 - Katla (og/eða Eyjafjallajökull). Gos hófst 16. október en heimildum ber ekki saman um í hvorum jöklinum hafi gosið, Katla talin líklegri.
- 1619 - Grímsvötn
- 1625 - Katla. 2. - 14. september. Stórgos með miklu öskufalli til austurs. 25 bæir fóru í eyði. Þorsteinn Magnússon klausturhaldari í Þykkvabæ skrifaði skýrslu um gosið, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.
- 1629 - Grímsvötn
- 1636-37 - Hekla, gos nr. 10. Gosið hófst 8. maí og stóð í rúmt ár. Öskufall til norðausturs og tjón lítið.
- 1637-38 - við Vestmannaeyjar
- 1638 - Grímsvötn
- 1655 - ? sennilegt gos í Vatnajökli, líklega í Kverkfjöllum. Stórhlaup í Jökulsá á Fjöllum.
- 1659 - Grímsvötn
- 1660-61 - Katla. Gosið hófst 3. nóvember og stóð fram yfir áramót. Lítið öskufall en stórt hlaup á Mýrdalssandi og tók Höfðabrekku af.
- 1681 - í Vatnajökli
- 1684-85 - Grímsvötn. Stórt hlaup í Jökulsá á Fjöllum, einn maður fórst auk fjölda búfjár.
- 1693 - Hekla, gos nr. 11. Gos hófst 13. febrúar og stóð fram á haust. Mikið öskufall til norðvesturs í upphafi goss sem olli miklu og varanlegu tjóni í nærsveitum.
- 1693 - Katla
- 1697 - í Vatnajökli
18. öld
- 1702 - í Vatnajökli
- 1706 - í Vatnajökli
- 1711-12 - Kverkfjöll
- 1716 - í Vatnajökli
- 1717 - í Vatnajökli
- 1721 - Katla. Mikið öskufall, um 1 km³ og stórhlaup.
- 1724-29 - Mývatnseldar. Hraun rann m.a. út í Mývatn og sprengigígurinn Víti við Kröflu myndaðist.
- 1725 - í Vatnajökli
- 1725 - suðaustur af Heklu
- 1726 - í Vatnajökli
- 1727 - Öræfajökull, við jökulrætur ofan Sandfellsskerja. 3 fórust.
- 1729 - Kverkfjöll
- 1746 - Mývatnseldar, 1 gos
- 1753 - suðvestan Grímsvatna
- 1755-56 - Katla. Gosið hófst 17. október og stóð fram í miðjan febrúar. Barst mikil aska, um 1,5 km³, til austnorðausturs og olli miklu tjóni í Skaftártungu, Álftaveri og Síðu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi, mest vestan við Hafursey. Eldingar bönuðu 2 mönnum. Um 50 bæir fóru í eyði, flestir þó aðeins tímabundið.
- 1766 - Vestanvert í Vatnajökli, sennilega í Bárðarbungu.
- 1766-68 - Hekla, gos nr. 12. Öskufall í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. 10 jarðir fóru í eyði.
- 1774 - Grímsvötn
- 1783 - á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.
- 1783-84 - Skaftáreldar / Grímsvötn. Hraun runnu meðfram Skaftá og Hverfisfljóti niður á láglendi og þöktu um 580 km². Öskufall og eiturmóða ollu heybresti og hungursneyð um mestallt land.
- 1797 - Grímsvötn
19. öld
- 1807 - Grímsvötn
- 1816 - Grímsvötn
- 1821 - Katla
- 1821-23 - Eyjafjallajökull. Gosið hófst 19. desember og var kraftlítið framan af. Ekkert hraun rann en nokkurt öskufall varð. Hlaup til norðurs út í Markarfljót.
- 1823 - í Vatnajökli
- 1830 - Eldeyjarboði
- 1838 - Grímsvötn
- 1845-46 - Hekla, gos nr. 13. Gosið hófst 2. september og stóð í um 7 mánuði. Mikið öskufall til suðausturs og hlaup í Ytri-Rangá. Hraun runnu til vesturs og norðvesturs, um 25 km², og var bærinn Næfurholt fluttur um set vegna þessa.
- 1854 - Grímsvötn
- 1860 - Katla. Lítið gos.
- ? 1861 - Grímsvötn
- 1862-64 - á Heljargjárrein. Gos hófst 30. júní á um 15 km langri sprungu norðan Tungnaárjökuls. Mynduðust þar Tröllagígar og rann frá þeim Tröllahraun.
- 1867 - Grímsvötn
- 1867-68 - neðansjávatgos í grennd við Mánáreyjar
- 1872 - í Vatnajökli
- 1873 - Grímsvötn
- 1874 - Askja. Líklegt gos í febrúar. Gufumekkir sáust.
- 1875 - Askja. Hraungos hófst 3. janúar. Sigketill byrjaði að myndast síðar í mánuðinum.
- 1875 - Askja. Hraungos hófst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum 18. febrúar á 25 km langri sprungu. Stóð það fram í miðjan ágúst og rann frá því Nýjahraun. Talið vera kvikuhlaup undan Öskju.
- 1875 - Askja. Eitt mesta öskugos Íslandssögunnar hófst 28. mars og stóð í um 8 klst. Gaus úr Víti og fleiri gígum. Mikið tjón af öskufalli um miðbik Austurlands og fóru margir bæir í eyði. Fluttust margir Austfirðingar til Vesturheims í kjölfarið. Vísir að Öskjuvatni myndaðist og stækkaði það jafnt og þétt. Fleiri gosa varð vart á næstu mánuðum.
- 1876 - Askja. Seinast sást til elds í árslok.
- 1876 - í Vatnajökli
- 1878 - Krakatindur austan Heklu
- 1879 - Geirfuglasker
- 1883 - Grímsvötn
- ? 1884 - Nálægt Eldey. Óljósar heimildir.
- ? 1885 - Grímsvötn
- 1887 - Grímsvötn
- 1889 - Grímsvötn
- 1892 - Grímsvötn
- ? 1896 - Líklegt gos suður af Vestmannaeyjum
- 1897 - Grímsvötn
20. öld
- 1902-04 - Grímsvötn
- 1905-06 - Grímsvötn
- 1908-09 - Grímsvötn
- 1910 - Grímsvötn. Öskufalls varð vart austanlands frá júní til nóvember.
- 1913 - Mundafell / Lambafit austan við Heklu.
- 1918 - Katla. Gosið hófst 12. október og var lokið 5. nóvember. Gosmökkurinn náði 14,3 km hæð og olli talsverðu tjóni í Skaftártungu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi og voru leitarmenn þar hætt komnir en margt fé týndist.
- 1921 - Askja. Lítið hraungos.
- 1922 - Askja. Lítið hraungos.
- 1922 - Grímsvötn. Gos hófst í lok september og lauk innan mánaðar.
- 1923 - Askja. Lítið hraungos.
- 1923 - Grímsvötn. Smágos.
- 1926 - Askja. Gos um sumarið. Lítil eyja myndaðist í Öskjuvatni.
- 1926 - við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.
- 1927 - við Esjufjöll. Smágos og allmikið hlaup undan Breiðamerkurjökli sem varð einum manni að bana.
- ? 1929 - Askja
- 1929 - Kverkfjöll. Eldur sást lengi um sumarið.
- 1933 - Grímsvötn. Smágos.
- 1934 - Grímsvötn. Gos hófst í lok mars og stóð fram í miðjan apríl.
- 1938 - Grímsvötn. Gos nyrst í öskjunni en komst ekki upp úr jökulísnum.
- ? 1941 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
- ? 1945 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
- 1947-48 - Hekla, gos nr. 14. Gosið hófst 29. mars með sprengingu. Gosmökkurinn náði 30 km hæð; öskufall til suðurs yfir Fljótshlíð og Eyjafjöll. Heklugjá opnaðist endilöng, um 0,8 km³ af hrauni runnu, mest til vesturs og suðvesturs úr Axlargíg.
- ? 1954 - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
- ? 1955 - Katla. Sennilega smágos undir jöklinum. Lítið hlaup.
- 1961 - Askja. Hraungos hófst 26. október á um 300 m langri sprungu og stóð fram í lok nóvember.
- 1963-67 - Vestmannaeyjar: Surtsey reis úr sæ 14. nóvember í neðasjávargosi suðvestur af Geirfuglaskeri. Síðar mynduðust eyjarnar Syrtlingur og Jólnir en hurfu fljótt aftur.
- 1970 - Hekla, gos nr. 15. Gos hófst 5. maí í suðvesturhluta Heklugjár og í Skjólkvíum norðan fjallsins. Talsvert öskufall til NNV, allt norður í Húnavatnssýslur. Í fjallinu sjálfu hætti virknin eftir nokkra daga en í Skjólkvíum gaus í um 2 mánuði.
- 1973 - Vestmannaeyjar. 1600 m löng gossprunga opnast austast á Heimaey 23. janúar. Um þriðjungur bæjarins fór undir hraun, yfir 400 eignir eyðilögðust. Eldfell myndaðist og Heimaey stækkaði til austurs.
- 1975 - Kröflueldar, 1. gos 20. desember. Hraungos á stuttri sprungu við Leirhnjúk.
- 1977 - Kröflueldar, 2. gos 27. - 29. apríl
- 1977 - Kröflueldar, 3. gos 8. - 9. september
- 1980 - Kröflueldar, 4. gos 16. mars
- 1980 - Kröflueldar, 5. gos 10. - 18. júlí
- 1980-81 - Hekla, gos nr. 16. Gosið hófst 17. ágúst og stóð fram á hinn 20.. Aska barst til norðurs, hraun rann mest til vesturs og norðurs. Gosið tók sig upp aftur 9. apríl árið eftir og lauk endanlega 16. apríl.
- 1980 - Kröflueldar, 6. gos 18. - 23. október
- 1981 - Kröflueldar, 7. gos 30. janúar - 4. febrúar
- 1981 - Kröflueldar, 8. gos 18. - 23. nóvember
- 1983 - Grímsvötn. Smágos í maílok.
- ? 1984 - Grímsvötn. Sennilega smágos.
- 1984 - Kröflueldar, 9. gos 4. - 18. september
- ? 1985 - Lokahryggur undir Vatnajökli. Hugsanlegt smágos. Gosórói á mælum og sigkatlar í jöklinum.
- 1991 - Hekla, gos nr. 17. Gos hófst 17. janúar í suðurhluta Heklugjár en dróst fljótt saman. Einn gígur austan í fjallinu var virkur til 17. mars. Talsvert hraun rann sunnan megin í fjallinu en öskufall var lítið.
- 1996 - Gjálpargosið / Bárðarbunga. Gos hófst 30. september á 4-5 km sprungu undir jökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna og stóð til 13. október. Skjálftavirknin benti til kvikuhlaups frá Bárðarbungu. Bræðsluvatn rann til Grímsvatna og hljóp þaðan út á Skeiðarársand 5. nóvember.
- 1998 - Grímsvötn. 18. - 28. desember.
- 2000 - Hekla, gos nr. 18 26. febrúar - 8. mars.
21. öld
- 2004 - Grímsvötn. Gos hófst 1. nóvember.
- 2010 - Eyjafjallajökull. Gos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars.
- 2010 - Eyjafjallajökull. Gos hófst í Eyjafjallajökli 14. apríl.
- 2011 - Grímsvötn. Gos hófst 21. maí.
- 2014 - 2015 - Holuhraun. Gos hófst 29. ágúst 2014 og því lauk 28. febrúar 2015.
- 2021 - 2024 - Fagradalsfjallseldar:
- Fagradalsfjall og nágrenni. Gos hófst 19. mars og stóð í 6 mánuði [9]
- Þann 3. ágúst 2022 opnaðist önnur sprunga við Meradali, 1,5 kílómetrum frá gosinu árið áður. Það gos stóð í 18 daga.
- 2023, 10. júlí hófst eldgos við Litla-Hrút sem stóð til 5. ágúst.
- 2023, 18. desember hófst eldgos við Sundhnúksgíga á Reykjanesskaga, var þetta öflugt gos fyrsta daginn og var á 4km langri sprungu. Datt virknin fljótt niður og var henni lokið 21. desember.
- 2024, 14. janúar hófst eldgos við Sundhnúk. Tvær sprungur opnuðust, önnur um 1 km löng, en hin styttri aðeins tugi metra frá Grindavíkurbæ sem eyðilagði 3 hús.[10]
- 2024, 8. febrúar hófst eldgos á Reykjanesskaga. Um 3km löng sprunga opnaðist og lá hún frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Eldgosið breyttist tímabundið í lítið sprengigos þar sem það komst í grunnvatn.[11]
- 2024, 16. mars hófst eldgos á Reykjanesskaga. Um 3 km löng sprunga opnaðist og lá hún frá Hagafells og Stóra-Skógfells
- 2024, 29. maí hófst eldgos í Sundhnúksgígum. Um 3,5 km löng gossprunga opnaðist. Hraunið komst í snertingu við grunnvatn sem olli nokkuð öflugum gjósku sprengingum.
- 2024, 22. ágúst hófst eldgos í Sundhnúksgígum.
Tenglar
- Íslensk eldfjallavefsjá Geymt 25 mars 2021 í Wayback Machine
- Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? - Vísindavefur
- Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin? - Vísindavefur
- Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það? - Vísindavefur
- Gosannálar - Eldgos.is
Tilvísanir
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.