Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Búrfellshraun á Landmannaafrétti er eitt hinna svokölluðu Tungnárhrauna. Þar er þeirra næststærst, aðeins Þjórsárhraunið mikla er stærra. Búrfellshraun kom upp í langri gígaröð norðan Veiðivatna fyrir rúmum 3000 árum. Það þekur miklar víðáttur á Veiðivatnasvæðinu og við Þórisvatn en flæddi einnig niður með Tungná og Þjórsá. Það streymdi niður með Búrfelli en stöðvaðist í ofanverðri Landsveit og myndar þar háa samfellda hraunbrún, Gloppubrún, sem rekja má í boga um þvera sveit frá Skarfanesi og langleiðina að Rangá ofan við Galtalæk. Bæirnir Skarfanes, Ósgröf, Eskiholt, Mörk og Gloppa stóðu neðan undir hraunbrúninni.
Hraunið er úr dílabasalti þar sem stórir hvítir feldspatdílar sitja í dökkum grunnmassa.
Þjórsárdalshraun, sem flæddi niður Gjána í Þjórsárdal og þakti allan dalbotninn þar neðan við, er af mörgum talið vera hluti Búrfellshrauns aðrir telja það sjálfstætt hraun.
Hraunið er 485 km² að flatarmáli og um 6-7 km³ að rúmtaki. Vikurlagið H3 frá Heklu liggur ofan á hrauninu. Það er talið litlu eldra en vikurinn eða um 3200 ára.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.