Búrfell er 669 metra hár móbergstapi í Þjórsárdal.
Búrfell | |
---|---|
Hæð | 669 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Skeiða- og Gnúpverjahreppur |
Hnit | 64°05′13″N 19°49′40″V |
breyta upplýsingum |
Fjallið hefur myndast undir jökli ísaldar og er annar útvörður Þjórsárdals. Þjórsá rennur austan með fjallinu og við suðurenda þess eru fossarnir Tröllkonuhlaup og Þjófafoss í ánni. Nú hefur Þjórsá verið virkjuð við Búrfell og er svokallað Bjarnalón norðaustan við fjallið. Fallorkan nýtist í Búrfellsvirkjun.
Búrfell er bratt á alla kanta, þó síst að norðan en þar liggur vegur upp á topp fjallsins. Þar er endurvarpsstöð fyrir farsíma. Við suðurenda fjallsins er öxl nokkur skógi vaxin og kallast þessi birkiskógur Búrfellsskógur. Gnúpverja hafa í gegnum aldirnar haft skógarítök í Búrfellsskógi. Kristinn Jónsson, frá Úlfsá í Eyjafirði, sem gekk villu vegar suður Sprengisand árið 1889 fannst í Búrfellsskógi af Skriðufellsbændum sem voru við skógarhögg.
Austan í Búrfellshálsi er gil eða gróf sem kallast Stórkonugróf og hefur þar fundist leifar fornrar smiðju.
Myndir
- Búrfell séð af Sandafelli
- Búrfell séð af Rangárvöllum
- Tröllkonuhlaup
- Rétt sunnan Búrfells
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.