Remove ads

Búrfell er 669 metra hár móbergstapi í Þjórsárdal.

Staðreyndir strax Hæð, Land ...
Búrfell
Thumb
Hæð669 metri
LandÍsland
SveitarfélagSkeiða- og Gnúpverjahreppur
Thumb
Hnit64°05′13″N 19°49′40″V
breyta upplýsingum
Loka

Fjallið hefur myndast undir jökli ísaldar og er annar útvörður Þjórsárdals. Þjórsá rennur austan með fjallinu og við suðurenda þess eru fossarnir Tröllkonuhlaup og Þjófafoss í ánni. Nú hefur Þjórsá verið virkjuð við Búrfell og er svokallað Bjarnalón norðaustan við fjallið. Fallorkan nýtist í Búrfellsvirkjun.

Búrfell er bratt á alla kanta, þó síst að norðan en þar liggur vegur upp á topp fjallsins. Þar er endurvarpsstöð fyrir farsíma. Við suðurenda fjallsins er öxl nokkur skógi vaxin og kallast þessi birkiskógur Búrfellsskógur. Gnúpverja hafa í gegnum aldirnar haft skógarítök í Búrfellsskógi. Kristinn Jónsson, frá Úlfsá í Eyjafirði, sem gekk villu vegar suður Sprengisand árið 1889 fannst í Búrfellsskógi af Skriðufellsbændum sem voru við skógarhögg.

Austan í Búrfellshálsi er gil eða gróf sem kallast Stórkonugróf og hefur þar fundist leifar fornrar smiðju.

Remove ads

Myndir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads