Árið 2002 (MMII í rómverskum tölum ) var almennt ár sem byrjaði á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu .
Staðreyndir strax Árþúsund:, Aldir: ...
Loka
Janúar
Fangar við komu til Camp X-Ray í janúar 2002.
Febrúar
Opnunarhátíð vetrarólympíuleikanna í Salt Lake City.
Mars
Bandarískir sérsveitarmenn í Afganistan í mars 2002.
1. mars - Umhverfisvöktunargervihnötturinn Envisat var sendur á braut um jörðu.
1. mars - Bandaríkjaher hóf Anaconda-aðgerðina í Afganistan.
9. mars - Mont Blanc-göngin voru opnuð aftur eftir 3 ára lokun.
15. mars - Bandaríska teiknimyndin Ísöld var frumsýnd.
16. mars - Erkibiskupinn í Cali í Kólumbíu, Isaias Duarte , var myrtur fyrir framan kirkju.
19. mars - Ítalski hagfræðingurinn Marco Biagi var myrtur af Rauðu herdeildunum í Bologna.
20. mars - Breska vefútvarpið Last.fm var stofnað.
25. mars - Yfir 1000 létust þegar jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan .
26. mars - Sænska símafyrirtækið Telia og finnska fyrirtækið Sonera tilkynntu um samruna.
27. mars - 30 létust þegar palestínskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp á hóteli í Netanya í Ísrael.
29. mars - Ísraelsher hóf Defensive Shield-aðgerðina á Vesturbakkanum .
Apríl
Útför Elísabetar drottningarmóður.
Maí
Vladimír Pútín og George W. Bush við undirritun afvopnunarsáttmálans.
Júní
Mótmælendur í Osló.
Júlí
Paul Sarbanes ásamt George W. Bush fyrir undirritun Sarbanes-Oxley-laganna.
Ágúst
Flóð í Tékklandi.
September
Skálinn við Alþingishúsið.
Október
Vladimír Pútín heimsækir fórnarlömb gíslatökunnar í Dúbrovka-leikhúsinu í Moskvu.
1. október - Umferðarstofa varð til við sameiningu Skráningarstofunnar og Umferðarráðs.
4. október - Bandaríski tóbaksframleiðandinn Philip Morris var dæmdur til að greiða ekkju krabbameinssjúklings bætur.
6. október - Jóhannes Páll 2. páfi lýsti stofnanda Opus Dei , Josemarìa Escrivà de Balaguer , dýrling kaþólsku kirkjunnar.
12. október - Liðsmenn Jemaah Islamiyah stóðu fyrir sprengjutilræðum við tvo næturklúbba í Kuta á Balí með þeim afleiðingum að 202 létust.
16. október - Bókasafnið Bibliotheca Alexandrina var stofnað í Alexandríu í Egyptalandi.
19. október - Einkavæðing bankanna 2002 : Íslenska ríkið seldi 45,8% hlut sinn í Landsbankanum til eignarhaldsfélagsins Samson.
19. október - Neðanjarðarlestarkerfið í Kaupmannahöfn hóf starfsemi.
20. október - A-bus-almenningsvagnaþjónustan hóf starfsemi í Kaupmannahöfn.
23. október - Numið var úr gildi sérákvæði í stjórnarskrá Ítalíu sem kvað á um að afkomendum Úmbertós 2. , síðasta konungs Ítalíu , í beinan karllegg væri bannað að stíga fæti á ítalska jörð.
23. október - Téténskir skæruliðar hertóku Dúbrovka-leikhúsið í Moskvu og tóku um 850 manns í gíslingu . 133 gíslar og 40 skæruliðar voru drepnir í kjölfarið.
24. október - Leyniskyttuárásirnar í Washington 2002 : John Allen Muhammad og Lee Boyd Malvo voru handteknir þar sem þeir sváfu í bíl sínum á hvíldarstæði í Maryland .
27. október - Tölvuleikurinn Grand Theft Auto: Vice City kom út fyrir PlayStation 2.
31. október - Íslenska heimildarmyndin Í skóm drekans var frumsýnd.
Nóvember
Sjálfboðaliðar hreinsa ströndina í Galisíu.
Desember
5. desember - Kvikmyndin Hringadróttinssaga: Tveggja turna tal var frumsýnd.
6. desember - Glerárkirkja var vígð á Akureyri.
9. desember - Indónesía undirritaði friðarsamkomulag við skæruliða í Aceh .
12. desember - Wikiorðabókin hóf göngu sína.
12. desember - Norður-Kórea tilkynnti að landið hygðist halda kjarnorkuáætlun sinni áfram, en hún hafði verið stöðvuð 1994.
13. desember - Stækkun Evrópusambandsins var samþykkt í Kaupmannahöfn. Tíu ný aðildarlönd, Pólland , Slóvenía , Ungverjaland , Malta , Kýpur , Lettland , Eistland , Litháen , Tékkland og Slóvakía , voru samþykkt frá 1. maí 2004 .
20. desember - Bandaríska kvikmyndin Gangs of New York var frumsýnd.
23. desember - Bandarískur dróni af gerðinni MQ-1 Predator var skotinn niður af íraskri MiG-25-orrustuþotu .
30. desember - Kröftugt eldgos hófst á Strombólí við Ítalíu.
23. janúar - Pierre Bourdieu , franskur félagsvísindamaður (f. 1930 ).
23. janúar - Robert Nozick , bandarískur heimspekingur (f. 1938 ).
28. janúar - Astrid Lindgren , sænskur rithöfundur (f. 1907 ).
29. janúar - R.M. Hare , enskur siðfræðingur (f. 1919 ).
5. febrúar - Oscar Reutersvärd , sænskur listamaður (f. 1915 ).
9. febrúar - Margrét prinsessa, greifynjan af Snowdon (f. 1930 ).
13. mars - Hans-Georg Gadamer , þýskur heimspekingur (f. 1900 ).
27. mars - Dudley Moore , breskur leikari og tónskáld (f. 1935 )
30. mars - Elísabet drottningarmóðir (f. 1900 ).
1. apríl - Jón Múli Árnason , íslenskur útvarpsmaður (f. 1921 ).
5. apríl - Layne Staley , tónlistarmaður.
18. apríl - Thor Heyerdahl , norskur mannfræðingur og landkönnuður (f. 1914 ).
5. maí - Hugo Banzer , einræðisherra í Bólivíu (f. 1926 ).
10. maí - Yves Robert , franskur kvikmyndaleikstjóri.
22. maí - Xi Zhongxun , kínverskur stjórnmálamaður (f. 1913 ).
4. júní - Fernando Belaúnde Terry , forseti Perú (f. 1912 ).
17. júní - Fritz Walter , knattspyrnumaður (f. 1920 ).
17. júlí - Joseph Luns , hollenskur stjórnmálamaður (f. 1911 ).
23. júlí - Hermann Lindemann , þýskur knattspyrnumaður og þjálfari Knattspyrnufélagsins Fram (f. 1910 ).
11. ágúst - Hermann Pálsson , íslenskur fræðimaður (f. 1921 ).
18. september - Stefán Hörður Grímsson , íslenskt skáld (f. 1919 ).
30. september - Göran Kropp , sænskur fjallgöngumaður (f. 1966 ).
9. október - Aileen Wuornos , bandarískur raðmorðingi (f. 1956 ).
24. nóvember - John Rawls , bandarískur heimspekingur (f. 1921 ).
5. desember - Ne Win , leiðtogi Búrma (f. 1911 ).
10. desember - Andres Küng , sænskur rithöfundur (f. 1945 ).
20. desember - Fritz Røed , norskur myndhöggvari (f. 1928 ).
24. desember - Kjell Aukrust , norskur rithöfundur (f. 1920 ).