Utah

fylki í Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia

Utah

Utah er fylki í Bandaríkjunum. Nafn fylkisins kemur frá Ute ættbálki frumbyggja. Utah liggur að Idaho og Wyoming í norðri, Colorado í austri, Arizona í suðri og Nevada í vestri. Utah og Nýja-Mexíkó eru einnig horn í horn í suðaustri frá Utah. Flatarmál Utah er 219.887 ferkílómetrar.

Staðreyndir strax Land, Varð opinbert fylki ...
Utah
Thumb
Thumb
Viðurnefni: 
  • Beehive State (opinbert)
  • The Mormon State
  • Deseret
Kjörorð: 
Industry
Thumb
Staðsetning Utah í Bandaríkjunum
Land Bandaríkin
Varð opinbert fylki29. desember 1845; fyrir 179 árum (1845-12-29) (28. fylkið)
Höfuðborg
(og stærsta borg)
Salt Lake City
Stærsta sýslaSalt Lake
Stjórnarfar
  FylkisstjóriSpencer Cox (R)
  VarafylkisstjóriDeidre Henderson (R)
Þingmenn
öldungadeildar
Þingmenn
fulltrúadeildar
  • 4 Repúblikanar
Flatarmál
  Samtals219.887 km2
  Land212.761 km2
  Vatn7.136 km2  (3,25%)
  Sæti13. sæti
Stærð
  Lengd560 km
  Breidd435 km
Hæð yfir sjávarmáli
1.860 m
Hæsti punktur

(Kings Peak)
4.120,3 m
Lægsti punktur

(Beaver Dam Wash)
664,4 m
Mannfjöldi
 (2023)[1]
  Samtals3.417.734
  Sæti30. sæti
  Þéttleiki14,12/km2
   Sæti41. sæti
Heiti íbúa
  • Utahn
  • Utahan
Tungumál
  Opinbert tungumálEnska
TímabeltiUTC−07:00 (MST)
  SumartímiUTC−06:00 (MDT)
Póstnúmer
UT
ISO 3166 kóðiUS-UT
StyttingUt.
Breiddargráða37°N til 42°N
Lengdargráða109°3'V til 114°3'V
Vefsíðautah.gov
Loka

Landsvæði

Thumb
Kort af Utah.

Þrjú landfræðileg svæði eru meginhlutar fylkisins: Klettafjöll, Lægðin mikla (the Great Basin) og Colorado sléttan. Vesturhluti fylkisins er aðallega eyðimörk. Vindur og vatn hafa mótað sandstein og skapað fögur fjöll og gljúfur. Stóra-Saltvatn er stærsta vatn Bandaríkjanna utan Vatnanna miklu og er sérstakt vegna efnasamsetningar sinnar. Hæsti punktur Utah er Kings Peak (4,123 metrar).

Ríkið á 70% lands í Utah. Þjóðgarðar eru fimm: Arches-þjóðgarðurinn, Bryce Canyon-þjóðgarðurinn, Canyonlands-þjóðgarðurinn, Capitol Reef-þjóðgarðurinn og Zion-þjóðgarðurinn. Ferðaþjónusta er stór atvinnugrein og námavinnsla er enn mikilvæg.

Thumb
Monument valley hefur verið kvikmyndaður í mörgum vestrum.
Thumb
Colob-gljúfur í Zion National Park.

Samfélag

Höfuðborg Utah heitir Salt Lake City og það er einnig stærsta borg fylkisins. Um 3,4 milljónir manns búa í Utah (2023) og flestir í kringum höfuðborgina á svæði sem heitir Wasatch Front. Í Utah liggur borgin Spanish Fork sem er elsta íslenska samfélagið í Bandaríkjunum.

81.4% íbúanna teljast vera hvítir, 13% latinos/spænskumælandi, 1% svartir og 1% frumbyggjar. Um 62% íbúa Utah teljast til mormónatrúar. Íbúar hneigjast til Repúblikanaflokksins og hafa kosið hann í meirihluta í síðan 1964. Þrátt fyrir að vera íhaldssamt ríki var hjónaband samkynhneigðra leyft árið 2013.

Áfengi og tóbak lúta ströngum reglum í fylkinu og ríkið rekur áfengisbúðir. Fjárhættuspil eru bönnuð og er Utah þar eina fylkið ásamt Hawaii til að banna þau.

Söguágrip

Þúsundum ára áður en Evrópubúar komu til svæðisins sem telst til Utah voru þar ættbálkar sem kenndir eru við Pueblo og Fremont. Pueblo frumbyggjar grófu híbýli sín í kletta en Fremont frumbyggjar byggju stráhús. Spánverjar könnuðu suður-Utah á 16 öld og næstu tvær aldir fóru þeir um svæðið en ekki var áhugi fyrir landnámi þar vegna eyðimerkurlandslags. Navajo, Ute, Shoshone og aðrir frumbyggjar fluttust inn á svæðið á 18. öld. Árið 1821 fékk Mexíkó sjálfsstæði frá Spáni og þá varð Utah hluti þess eða af Alta California (Há-Kalifornía). Veiðimenn af evrópskum uppruna sóttu í auknum mæli á svæðið á 19. öld og námavinnsla hófst. Um miðja öldina fluttust mormónar búferlum meðal annars frá Illinois til Utah vegna deilna þar. Salt Lake City stækkaði af þeim völdum. Eftir Stríð Mexíkó og Bandaríkjanna náðu Bandaríkin yfirráðum á svæðinu árið 1848 og úr varð Utah territory sem einnig innihélt Nevada og hluta Wyoming og Colorado. Ríkisstjórn Bandaríkjanna átti í átökum við mormóna og frumbyggja á svæðinu. Ríkinu var í nöp við fjölkvæni sem átti sér stað eðal mormóna. Árið 1896 varð Utah 45. fylki Bandaríkjanna.

Á 20. öld bötnuðu samgöngur og varð eyðimerkurlandslag fylkisins vinsælt í vestra-kvikmyndum. Árið 1957 voru fyrstu þjóðgarðar (state parks) stofnaðir. Fólki fjölgaði mjög á 8. áratug aldarinnar. Vetrarólympíuleikarnir 2002 voru haldnir í Salt Lake City.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.