27. mars - Mannskæðasta flugslys sögunnar varð þegar tvær farþegaþotur, frá KLM og Pan Am skullu saman á flugvellinum á Tenerífe með þeim afleiðingum að 583 fórust.
6. september - Þýska haustið: Hanns Martin Schleyer, forseta samtaka þýskra atvinnurekenda, var rænt af Rote Armee Fraktion í Köln og þrír fylgdarmenn hans drepnir.
7. september - Bandaríkin og Panama gerðu með sér nýjan samning um Panamaskurðinn sem gerði ráð fyrir að Panama fengi smám saman full yfirráð yfir skurðinum.
10. september - Hamida Djandoubi varð síðasti maðurinn sem var tekinn af lífi með fallöxi í Frakklandi.
14. október - Lög um sakaruppgjöf voru samþykkt á Spáni. Margir Spánverjar sem hrakist höfðu í útlegð vegna alræðisstjórnar Francos gátu þá snúið aftur.
17. október - Þýska haustið: GSG 9 réðist inn í flugvélina í Mógadisjú. Þrír af fjórum flugræningjum voru drepnir.
18. október - Þýska haustið: Andreas Baader, Jan-Carl Raspe og Gudrun Ensslin frömdu sjálfsmorð í Stammheim-fangelsinu.
19. október - Þýska haustið: Hanns Martin Schleyer fannst myrtur í skotti bíls í Frakklandi.
20. október - Þrír meðlimir hljómsveitarinnar Lynyrd Skynyrd fórust í flugslysi aðeins þremur dögum eftir útgáfu hljómplötunnar Street Survivors.
21. október - Evrópska einkaleyfastofan var stofnuð.
26. október - Síðasta náttúrulega bólusóttartilfellið uppgötvaðist í Sómalíu. Tveimur árum síðar taldist sjúkdómnum hafa verið útrýmt.
28. október - Breska hljómsveitin Sex Pistols gaf út hljómplötuna Nevermind the Bollocks: Here's the Sex Pistols.