Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Nicolae Kovács (ungverska: Kovács Miklós) (f. 29. desember 1911 - d. 7. júlí 1977) var rúmenskur knattspyrnumaður. Hann keppti með rúmenska landsliðinu á fyrstu heimsmeistarakeppninni í Úrúgvæ árið 1930 og var einn fimm leikmanna sem tók þátt í þremur fyrstu heimsmeistaramótunum.
Kovács var af ungverskum ættum og lék fyrir fjölda liða á nærri tveggja áratuga ferli sínum. Lengst af lék hann í Rúmeníu en einni í Ungverjalandi og með Valenciennes í Frakklandi. Sem leikmaður varð hann einu sinni rúmenskur meistari og einu sinni bikarmeistari, hvort tveggja með Ripensia Timișoara árið 1935.
Frá 1929 til 1938 lék hann 37 landsleiki og tók þátt í HM árin 1930, 1934 og 1938. Á fyrsta mótinu skoraði hann lokamark Rúmena í 3:0 sigri á Perú.
Árið 1941 lék hann einn landsleik fyrir Ungverjaland.
Eftir að keppnisferlinum lauk sneri Kovács sér að þjálfun og stýrði ýmsum liðum frá 1946 til 1963. Hann leiddi t.a.m. Club Atletic Oradea til síns fyrsta og eina rúmenska meistaratitils leiktíðina 1948-49.
Kovács lést árið 1977.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.