10. mars er 69. dagur ársins (70. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 296 dagar eru eftir af árinu.
- 2006 - Geimfarið Mars Reconnaissance Orbiter fór á braut um Mars.
- 2009 - Eva Joly var ráðin sem sérstakur ráðgjafi ríkistjórnar Íslands.
- 2017 - Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við mögulegu mesta neyðarástandi heims frá Síðari heimsstyrjöld vegna hættu á hungursneyð í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu.
- 2017 - Hæstiréttur Suður-Kóreu kvað upp úr um lögmæti vantrausts sem þingið hafði samþykkt á hendur Park Geun-hye, forseta landsins, sem þar með var vikið úr embætti.
- 2019 – Boeing 737 MAX 8-flugvél á leið frá Addis Ababa í Eþíópíu til Naíróbí í Keníu brotlenti sex mínútum eftir flugtak. Allir um borð, alls 157 manns, létu lífið.
- 2022 - Katalin Novák var kjörin forseti Ungverjalands.
- 1452 - Ferdinand 2. af Aragon (d. 1516).
- 1503 - Ferdinand 1. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1564).
- 1628 - Marcello Malpighi, ítalskur læknir (d. 1694).
- 1845 - Alexander 3. Rússakeisari (d. 1894).
- 1879 - Hans Luther, þýskur stjórnmálamaður (d. 1962).
- 1892 - Arthur Honegger, fransk-svissneskt tónskáld (d. 1955).
- 1902 - Jakob Gíslason, íslenskur orkumálastjóri (d. 1987).
- 1905 - Albert Speer, þýskur arkitekt (d. 1981).
- 1923 - Val Logsdon Fitch, bandarískur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði 1980.
- 1936 - Sepp Blatter, forseti FIFA.
- 1940 - Chuck Norris, bandarískur leikari.
- 1940 - Dante Lafranconi, ítalskur biskup.
- 1947 - Kim Campbell, 19. forsætisráðherra Kanada.
- 1947 - Tom Scholz, gítarleikari hljómsveitariinar Boston.
- 1950 - Colin McGinn, breskur heimspekingur.
- 1952 - Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve (d. 2018).
- 1953 - Paul Haggis, kanadískur kvikmyndaframleiðandi.
- 1957 - Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtaka súnní-íslamista (d. 2011).
- 1958 - Sharon Stone, bandarísk leikkona.
- 1961 - Laurel Clark, bandarískur geimfari (d. 2003)- Columbiu-harmleikurinn.
- 1961 - Birna Birgisdóttir, söngkona
- 1963 - Jeff Ament, bassaleikari Pearl Jam.
- 1964 - Játvarður prins, jarlinn af Wessex.
- 1964 - Ólafur Þór Hauksson, íslenskur lögfræðingur.
- 1969 - Paget Brewster, bandarísk leikkona.
- 1971 - Timbaland, bandarískur rappari.
- 1973 - Chris Sutton, enskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Mauricio Taricco, argentínskur knattspyrnumaður og þjálfari.
- 1973 - Eva Herzigová, tékknesk fyrirsæta og leikkona.
- 1974 - Keren Ann, ísraelsk söngkona.
- 1975 - Jerry Horton, gítarleikari Papa Roach.
- 1975 - DJ Aligator, íranskur raftónlistarmaður.
- 1977 - Ágúst Ólafur Ágústsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1977 - Peter Enckelman, finnskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Benjamin Burnley, bandarískur söngvari, lagasmiður og gítarleikari Breaking Benjamin .
- 1979 - Búi Bendtsen, gítarleikari Brain Police.
- 1981 - Samuel Eto'o, kamerúnskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Steven Reid, enskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Kwame Brown, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1982 - Timo Glock, þýskur ökuþór.
- 1983 - Carrie Underwood, bandarísk söngkona.
- 1985 - Lassana Diarra, franskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Ivan Rakitic, króatískur knattspyrnumaður.
- 1991 - Jack Rodwell, enskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Emily Osment, bandarísk leik- og söngkona
- 483 - Simplisíus páfi.
- 1222 - Jóhann Sörkvisson Svíakonungur.
- 1607 - Jakob Eþíópíukeisari (f. 1590).
- 1665 - Árni Oddsson, íslenskur lögmaður (f. 1592).
- 1746 - Christian Gyldencrone, stiftamtmaður á Íslandi (f. 1676).
- 1789 - Jón Skúlason varalandfógeti, sonur Skúla Magnússonar landfógeta (f. 1736).
- 1792 - John Stuart, jarl af Bute (f. 1713).
- 1861 - Taras Sjevtsjenko, úkraínskt skáld (f. 1814).
- 1903 - Sigríður Bogadóttir, íslenskt leikskáld (f. 1818).
- 1913 - Harriet Tubman, bandarísk baráttukona gegn þrælahaldi (f. 1822).
- 1940 - Mikhaíl Búlgakov, rússneskur rithöfundur (f. 1891).
- 1963 - André Maschinoti, franskur knattspyrnumaður.(f. 1903).
- 1985 - Cornelis B. van Niel, hollenskur örverufræðingur (f. 1897).
- 1985 - Konstantín Tsjernenkó, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. 1911).
- 1991 - Jóhanna Kristín Yngvadóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1953).
- 1995 - Hreiðar Stefánsson, íslenskur rithöfundur (f. 1918).
- 2003 - Geoffrey Kirk, breskur fornfræðingur (f. 1921).
- 2005 - Dave Allen, írskur uppistandari (f. 1936).
- 2012 - Frank Sherwood Rowland, bandarískur efnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1927).
- 2012 - Jean Giraud, franskur myndasöguhöfundur (f. 1938).