Paget Brewster
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Paget Brewster (fædd Paget Valerie Brewster, 10. mars 1969) er bandarísk leikkona og söngkona. Er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Huff og Friends.
Remove ads
Einkalíf
Brewster er fædd og uppalin í Massachusetts og stundaði nám við Parsons School of Design í New York í eitt ár.[1] Brewster hefur unnið sem ljósmyndari fyrir módelsíðuna SuicideGirls.com.[2]
Ferill
Leikhús
Brewster hefur komið fram í leikritum á borð við Four Dogs and a Bone, Chapter Two og Tartuffe.[3]
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Brewster var árið 1997 í Friends sem kærasta Joyes, Kathy og seinna meir kærasta Chandlers. Kom hún síðan fram í þáttum á borð við The Expert, Love & Money, The Trouble with Normal og Raising Dad. Árið 2002 var Brewster boðið hlutverk í Andy Richter Controls the Universe þar sem hún lék Jessicu Green, sem hún lék til ársins 2004. Árið 2004 var henni boðið hlutverk í Huff þar sem hún lék Beth Huffstodt, sem hún lék til ársins 2006.
Brewster lék eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Emily Prentiss, frá 2006-2012. Í júní 2010 var tilkynnt að hlutverk hennar í Criminal Minds yrði minnkað í seríu 6.[4] Í mars 2010 yfirgaf Brewster seríuna. Tilkynnt var 28. maí 2011 að Brewster myndi snúa aftur sem Emily Prentiss í Criminal Minds sem ein af aðalleikurunum.[5] Þann 15. febrúar 2012, var tilkynnt að Brewster myndi yfirgefa Criminal Minds í lok sjöundu þáttaraðarinnar í þeim tilgangi að eltast við feril í gaman sjónvarpi.[6]
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Brewster var árið 1998 í Let´s Talk About Sex. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við The Specials, Hollywood Palms, Eulogy, My Big Fat Independent Movie og The Big Bad Swim.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
