Paget Brewster

From Wikipedia, the free encyclopedia

Paget Brewster
Remove ads

Paget Brewster (fædd Paget Valerie Brewster, 10. mars 1969) er bandarísk leikkona og söngkona. Er þekktust fyrir hlutverk sín í Criminal Minds, Huff og Friends.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...
Remove ads

Einkalíf

Brewster er fædd og uppalin í Massachusetts og stundaði nám við Parsons School of Design í New York í eitt ár.[1] Brewster hefur unnið sem ljósmyndari fyrir módelsíðuna SuicideGirls.com.[2]

Ferill

Leikhús

Brewster hefur komið fram í leikritum á borð við Four Dogs and a Bone, Chapter Two og Tartuffe.[3]

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Brewster var árið 1997 í Friends sem kærasta Joyes, Kathy og seinna meir kærasta Chandlers. Kom hún síðan fram í þáttum á borð við The Expert, Love & Money, The Trouble with Normal og Raising Dad. Árið 2002 var Brewster boðið hlutverk í Andy Richter Controls the Universe þar sem hún lék Jessicu Green, sem hún lék til ársins 2004. Árið 2004 var henni boðið hlutverk í Huff þar sem hún lék Beth Huffstodt, sem hún lék til ársins 2006.

Brewster lék eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Emily Prentiss, frá 2006-2012. Í júní 2010 var tilkynnt að hlutverk hennar í Criminal Minds yrði minnkað í seríu 6.[4] Í mars 2010 yfirgaf Brewster seríuna. Tilkynnt var 28. maí 2011 að Brewster myndi snúa aftur sem Emily Prentiss í Criminal Minds sem ein af aðalleikurunum.[5] Þann 15. febrúar 2012, var tilkynnt að Brewster myndi yfirgefa Criminal Minds í lok sjöundu þáttaraðarinnar í þeim tilgangi að eltast við feril í gaman sjónvarpi.[6]

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Brewster var árið 1998 í Let´s Talk About Sex. Síðan þá hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við The Specials, Hollywood Palms, Eulogy, My Big Fat Independent Movie og The Big Bad Swim.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads