Reykjavíkurflugvöllur

From Wikipedia, the free encyclopedia

Reykjavíkurflugvöllurmap
Remove ads

64°07′48″N 021°56′26″V

Staðreyndir strax IATA: RKV – ICAO: BIRK, Yfirlit ...
Remove ads

Reykjavíkurflugvöllur (IATA: RKV, ICAO: BIRK) er flugvöllur í Vatnsmýri í Reykjavík. Flugrekstur hófst þar árið 1919 við mjög frumstæðar aðstæður. Bretar gerðu svo varanlegan flugvöll þar í síðari heimsstyrjöld sem Íslendingar fengu full yfirráð yfir í stríðslok. Innanlandsflug hefur síðan þá haft miðstöð sína á vellinum og einnig gerðu Loftleiðir út þaðan til 1962 en þá var farið að nota Keflavíkurflugvöll fyrir millilandaflug.

Árið 2008 fóru 426.971 flugfarþegar um völlinn í innanlandsflugi og 36.918 í millilandaflugi (Grænland og Færeyjar).[2]

Remove ads

Tölfræði

Deila um staðsetningu

Lengi hafa staðið nokkrar deilur um flugvöllinn og staðsetningu hans. Andstæðingar hans benda á mikla nálægð við byggð og víðáttumikið byggingarlandið sem fer undir völlinn. Fylgismenn vallarins segja hann vera stóran vinnustað og nauðsynlegan til þess að Reykjavík geti sinnt sínu hlutverki sem höfuðborg landsins. Flugvöllurinn er á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar til 2016 en framhaldið eftir það er óljóst. Þann 17. mars 2001 var haldin atkvæðagreiðsla í Reykjavík um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti gildra atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru ekki bindandi fyrir borgaryfirvöld þar sem borgarráð hafði samþykkt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði bindandi ef 75 prósent atkvæðisbærra íbúa tækju þátt eða að 50 prósent atkvæðisbærra manna greiddu öðrum valkostinum í kosningunni atkvæði sitt. Niðurstöðurnar voru sem hér segir:[3][4][5]

Nánari upplýsingar „Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri eftir árið 2016?“, Svar ...
Remove ads

Heimildir

Tenglar

Loading content...
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads