Remove ads
þjóðtengt flugfélag Íslands From Wikipedia, the free encyclopedia
Icelandair er stærsta flugfélag Íslands og dótturfyrirtæki Icelandair Group. Flugfélagið rekur sögu sína aftur til ársins 1937 þegar Flugfélag Íslands var stofnað. Flugfélag Íslands sameinaðist Loftleiðum árið 1973 undir merkjum Flugleiða hf. en Icelandair var notað sem alþjóðlegt heiti hins sameinaða félags. Icelandair hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2002 þegar félagið Icelandair ehf. var stofnað til að taka við rekstri millilandaflugs frá Flugleiðum hf. Móðurfélag Icelandair er nú Icelandair Group hf. sem stofnað var 2005 og hefur innan sinna raða fleiri dótturfyrirtæki í flugrekstri og ferðaþjónustu. Í mars 2020 var starfsemi og rekstur Air Iceland Connect og Icelandair sameinaður en nöfnum haldið aðskildum.[2] Í mars 2021 voru flugfélögin endanlega sameinuð og færðust undir nafn Icelandair.[3]
Icelandair nýtir Keflavíkurflugvöll sem miðpunkt leiðakerfis síns sem tengist annars vegar áfangastöðum í Norður-Ameríku og hins vegar í Evrópu. Auk ferða til og frá Íslandi gerir félagið út á ferðir á milli N-Ameríku og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Félagið nýtir nú einungis Boeing 757-vélar í leiðakerfi sínu en hyggst taka í notkun Boeing 767 á stærstu leiðum árið 2016. Nýjar Boeing 737 MAX hafa verið pantaðar og er áætlað að fyrstu vélar þeirrar gerðar verði afhentar árið 2018.
Í kreppunni 1970 urðu rekstrarhorfur bæði Flugfélags Íslands og Loftleiða mjög slæmar. Ríkistjórn Íslands reyndi að sameina félögin, sem varð að veruleika 1973 eftir langt tímabil samningafunda.[4] Eignarhaldsfélagið Flugleiðir var stofnað, sem sameinaði félögin og hagræddi starfsemi félagana. Hagræðingin fólst í rekstri eigna félagsins, vátryggingum, gistihúsareksturs, veitingaþjónustu, bifreiðaleigu, ferðaskrifstofu og starfsemi á flugvöllum. Rekstur flugvélanna var aðskildur í félögunum tveimur fyrst um sinn.[5] Við sameininguna voru tveir þriðju farþega félagsins í millilandaflugi og floti Flugfélags Íslands var stækkaður með DC-8s flugvélum Loftleiða. 1979 keypti Flugfélag Íslands allar eignir Loftleiða í Flugleiðum og flugfélagið varð þekkt sem Icelandair.[6]
Flugvélafloti Icelandair var óbreyttur þangað til Boeing 757-200 vélar voru keyptar á tíunda áratuginum til að skipta út Douglas DC-8 flugvélum á leiðum til Evrópu og Ameríku. Frá 1955 hafði flugvöllurinn í Lúxemborg verið eini viðkomustaður félagsins og forvera þess í Evrópu. Aukin samkeppni í Norður-Atlantshafsflugi leiddi til þess að markaðurinn í Lúxemborg minnkaði og í kjölfarið hætti félagið flugi þangað. Einnig var afgreiðslu á Kennedyflugvelli hætt og félagið gerði samning við British Airways um að taka við þjónustunni. Í stað Lúxemborgar var ákveðið að fljúga beint frá stærstu borgum Evrópu til Íslands.[7]
1997 var innanlandsflug Icelandair, sem var áður rekið af Flugfélagi Norðurlands, sameinað Norðurflugi til að mynda Flugfélag Íslands.[8]. Þetta gerði Icelandair kleift að einblína á alþjóðaflug félagsins. 1999 var einkennismerki félagsins breytt til að höfða betur til flugfarþega í viðskiptaerindum. 2001 var miðstöð flugs Icelandair flutt til Keflavíkurflugvallar. Hryðjuverkin 11. september sama árs höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins sem leiddi til þess að 300 manns misstu vinnuna.[9]
Eignarhaldsfélög Flugleiða voru Icelandair Group (fyrir flugrekstur) og FL Group (fyrir annan rekstur) á milli 2002 og 2005.[6] 2003 var nýtt félag var stofnað undir leigusamninga flugvéla Loftleiðir Icelandic.[10]
Í febrúar 2005 gerði Icelandair bindandi pöntun á tveimur Boeing 787 Dreamliner flugvélum sem átti upphaflega að afhenda 2010.[11] Síðar var tveimur flugvélum bætt við pöntunina en í ljósi seinkana á afhendingu vélana frá Boeing og rekstrarvandræðum félagsins í kjölfar kreppunnar 2008-2010 var tilkynnt í maí 2011 að kaupréttindi á þessum vélum hefðu verið færð yfir á Norwegian Air Shuttle.[12][13]
Flugtakmarkanir í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins, en flugtakmarkanirnar leiddu til þess að stór hluti flugumferðarsvæðis Evrópu var lokaður. Flugtakmarkanirnar áttu sér stað í upphaf sumartímabils félagsins en á þeim tíma koma flestir farþegar til landsins. Í kjölfarið byrjaði neyðarteymi félagsins að greina ástandið á þremur fundum yfir daginn í höfuðstöðvum félagsins. Settir voru fram þeir kostir að ef Keflavíkurflugvöllur myndi lokast myndi flugið flytjast yfir á Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll, eða að öðrum kosti verði miðstöð fyrir flug félagsins flutt úr landi.[14] Þegar Keflavíkurflugvöllur lokaði 22. maí flutti Icelandair flugmiðstöð sína tímabundið til Glasgow. Á þeim tíma var tengiflug til Akureyrar með rútuflutningum til Reykjavíkur. Flugfélagið færði flugmiðstöðina aftur til Keflavíkur 28. maí.[15]
Í kjölfar gossins var átakið "Inspired by Iceland" sett fram til að auka fjölda ferðamanna á Íslandi. Í kjölfar átaksins jókst fjöldi ferðamanna um 0,6 prósent miðað við sama tímabil síðasta árs og tekjur af ferðamönnum voru 34 milljarðar kr.[16]
Sumarið 2018 féll gengi hlutabréfa Icelandair töluvert og í kjölfarið keyptu lykilstjórnendur félagsins hlutabréf.[17]
Icelandair neyddist til að segja upp rúmlega 2000 starfsmönnum þann 28. apríl 2020 vegna hafta á flugumferð vegna kórónaveirufaraldursins það ár.[18]
Í mars 2020 var tilkynnt að rekstur og starfsemi Air Iceland Connect (fyrrum Flugfélag Íslands) og Icelandair yrði sameinaður en flugfélögum haldið aðskildum fyrir alþjóða- og innanlandsmarkað. Þetta var tilkynnt í kjölfar samdráttar í rekstri flugfélaga í Covid-19 heimsfaraldrinum til að hagnýta reksturinn sem best.[19] 9. mars 2021 var rekstur flugfélaganna endanlega sameinaður þegar Air Iceland Connect var fært undir vörumerki Icelandair og áttu flugvélar þeirra í innanlandsflugi að bera merki Icelandair frá og með 16. mars 2021. Markmið sameiningarinnar var að tryggja sjálfbæra framtíð í innanlandsflugi Icelandair Group ásamt því að styrkja og einfalda rekstur félagsins í heild sinni. [20]
Leiðakerfi Icelandair byggist á staðsetningu Íslands á milli Evrópu og N-Ameríku og gefur möguleika á mjög stuttum ferðatíma á leiðinni yfir Atlantshafið. Staðsetning Íslands gefur einnig möguleika á mjög stuttum og í mörgum tilvikum stysta mögulega ferðatíma milli N-Ameríku og Indlands, Mið-Austurlanda og Suðaustur-Asíu.
Keflavíkurflugvöllur er miðstöð flugs Icelandair.
Að neðan eru tilteknir áfangastaðir sem koma fram á flugáætlun Icelandair.[21][22]
Allt árið
Tímabundið
Allt árið
Tímabundið
Með millilendingu utan Reykjavík.
Einnig hefur komið fram hjá fyrirtækinu að þeir hyggjast hefja flug til Indlands og Kína á næstu árum.
Icelandair rekur aðeins Boeing-þotur í alþjóðaflugi og eru þær flestar af gerðinni Boeing 757-200 og sumar þeira eru samnýttar með Loftleiðum og Icelandair Cargo. Í innanlandsflugi og flugi til Grænlands rekur flugfélagið 5 flugvélar af gerðinni Bombardier Dash-8 Q200 og Q400. Icelandair hefur pantað 9 Boeing 737 MAX 8 og 7 Boeing 737 MAX 9 vélar sem verða afhentar á árunum 2018 til 2021 auk þess að eiga kauprétt á 8 Boeing 737 MAX vélum til viðbótar.
Floti Icelandair | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Flugvélar | Í notkun | Í pöntun | Farþegar | Punktar | |||
C | Y+ | Y | Samtals | ||||
Boeing 737 MAX 8 | 7 | 2[23][24] | 16 | — | 144 | 160[25][26] | |
Afhendingar planaðar til 2021. | |||||||
Boeing 737 MAX 9 | 2[27] | 5[23][24] | 172[23] | ||||
Boeing 757-200 | 19 | — | 22 | 24 | 138 | 184[28] | |
20 | 28 | 136 | 184[29] | ||||
Níu vélar settar í geymslu.[30] | |||||||
Boeing 757-300 | 3 | — | 22 | 65 | 135 | 222[31] | |
Boeing 767-300ER | 4 | — | 25 | 21 | 216 | 262[32] | |
Ákveðið hefur verið að breyta tveimur í fraktþotur.[33] | |||||||
Bombardier Dash-8 Q200 | 3 | — | 37 | ||||
Aðeins í innandsflugi og flugi til Grænlands. | |||||||
Bombardier Dash-8 Q400 | 2 | — | 72-76 | ||||
Floti Icelandair Cargo | |||||||
Boeing 757-200PF | 2 | — | Frakt | ||||
Floti Loftleiðir Icelandic | |||||||
Boeing 737-700 | 1 | — | Breytilegt. | Leiguflugvélar. | |||
Boeing 737-800 | 2 | — | Breytilegt. | ||||
Boeing 757-200 | 4 | — | Breytilegt. | ||||
Boeing 767-300 | 2 | — | Breytilegt. | ||||
Total | 51 | 7 |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.