Remove ads
sveitarfélag í Frakklandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Nice (borið fram „nís“, stundum á íslensku Nissa) er borg í Suður-Frakklandi við Miðjarðarhafið, milli Marseille í Frakklandi og Genóa á Ítalíu. Borgin er í Provence-Alpes-Côte d'Azur-héraði og er fimmta stærsta borg Frakklands með rúmlega 340 þúsund íbúa innan borgarmarkanna (2017) en tæp 1,4 milljón manns búa á stórborgarsvæðinu. Nice er vinsæll sumarleyfisstaður jafnt Frakka sem erlendra ferðamanna. Áætlað er að um 4 milljónir ferðamanna sæki borgina heim á ári hverju og flugvöllurinn, sem stendur á landfyllingu við ströndina, er einn sá annasamasti í Frakklandi. Hershöfðinginn og stjórnmálamaðurinn Garibaldi, stundum kallaður landsfaðir Ítalíu, fæddist í Nice. Á hæðinni fyrir ofan miðbæ Nice stendur kirkjugarður (f. Cimetière du Château) á rústum gamals virkis sem byggt var á hæðinni á 16. öld. Í kirkjugarðinum hvílir René Goscinny, höfundur myndasagnanna um Ástrík gallvaska.
Nafnið kemur frá hinu gríska níkaíos, sem merkir sigursæll.[1]
Árið 2021 var Nice færð á Heimsminjaskrá UNESCO
OGC Nice er knattspyrnulið borgarinnar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.