From Wikipedia, the free encyclopedia
Srí Lanka (sinhala: ශ්රී ලංකා; tamílska: இலங்கை), formlega Sósíalíska lýðstjórnarlýðveldið Srí Lanka, áður þekkt sem Seylon til 1972, er eyríki út af suðausturströnd Indlandsskaga. Einungis 50 km breitt sund, Palksund, skilur eyjuna frá Indlandi í norðvestri en 750 km suðvestar eru Maldíveyjar.
Sósíalíska lýðstjórnarlýðveldið Srí Lanka | |
ශ්රී ලංකා ප්රජාතාන්ත්රික සමාජවාදී ජනරජය Sri Lankā Prajathanthrika Samajavadi Janarajaya இலங்கை சனநாயக சோஷலிசக் குடியரசு Illankai Chananaayaka Chosalisa Kudiyarasu | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Sri Lanka Matha | |
Höfuðborg | Srí Jajevardenepúra & Colombo |
Opinbert tungumál | sinhala og tamílska |
Stjórnarfar | Lýðveldi |
Forseti | Anura Kumara Dissanayake |
Forsætisráðherra | Harini Amarasuriya |
Sjálfstæði | frá Bretlandi |
• Fullveldi | 4. febrúar 1948 |
• Lýðveldi | 22. maí 1972 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
120. sæti 65.610 km² 4,4 |
Mannfjöldi • Samtals (2018) • Þéttleiki byggðar |
57. sæti 21.670.000 327/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2020 |
• Samtals | 321,856 millj. dala (58. sæti) |
• Á mann | 14.509 dalir (91. sæti) |
VÞL (2018) | 0.780 (71. sæti) |
Gjaldmiðill | rúpía |
Tímabelti | UTC+5:30 |
Þjóðarlén | .lk |
Landsnúmer | +94 |
Fornminjar benda til þess að menn hafi sest að á Srí Lanka á fornsteinöld fyrir allt að 500.000 árum. Leifar af balangodamanninum (Homo sapiens balangodensis) eru frá miðsteinöld og eru taldar elstu leifar líffræðilegra nútímamanna í Suður-Asíu. Elsta vísunin til Srí Lanka í rituðum heimildum er í sagnakvæðinu Ramayana frá 5. eða 4. öld f.Kr. Hugsanlega voru elstu íbúar Srí Lanka forfeður veda sem nú eru lítill hópur frumbyggja á eyjunni. Á miðöldum varð Srí Lanka fyrir innrásum Chola-veldisins á Indlandi og síðan Kalinga Magha árið 1215 og eyjunni var skipt milli hinna ýmsu konungdæma. Portúgalir lögðu strandhéruð eyjarinnar undir sig á 17. öld en Hollendingar náðu þeim brátt af þeim. Í upphafi 19. aldar lögðu Bretar eyjuna undir sig. Srí Lanka lýsti yfir sjálfstæði frá Bretum árið 1948 en fljótlega settu átök milli sinhalamælandi meirihluta og tamílskumælandi minnihluta svip sinn á stjórnmál landsins þar til borgarastyrjöld braust loks út árið 1983 milli stjórnarinnar og Tamíltígra. Árið 2009, eftir mikið mannfall, tókst stjórnarhernum að sigra Tamíltígra.
Helstu undirstöður efnahags Srí Lanka eru ferðaþjónusta, fataframleiðsla og landbúnaður. Landið hefur lengi verið þekkt fyrir framleiðslu á kanil, hrágúmmíi og tei. Íbúar eru um 20 milljónir og þar af búa tæplega fimm milljónir í stærstu borginni, Colombo. Höfuðborgin, Sri Jayawardenepura Kotte, er úthverfi í Colombo. Um 75% íbúa tilheyra meirihluta Sinhala. Flestir Sinhalar eru búddistar en Tamílar eru flestir hindúatrúar. Srílankískir márar eru tamílskumælandi íbúar sem aðhyllast íslam. Fyrir borgarastyrjöldina voru Tamílar í meirihluta í norðurhéruðum eyjarinnar og meðfram austurströndinni. Höfuðstaður norðurhéraðsins, Jaffna, var auk þess önnur stærsta borg landsins.
Í fornöld var eyjan þekkt undir ýmsum nöfnum. Samkvæmt sagnakvæðinu Mahavamsa nefndi Vijaya fursti landið Tambapanni („koparrauðar hendur“ eða „koparrautt land“) því hendur fylgjenda hans lituðust rauðar af jarðvegi eyjunnar. Í trúarritum Hindúa er eyjan nefnd Lankā („eyja“). Tamílska orðið īḻam (tamílska: ஈழம்) var notað um eyjuna í Sangam-bókmenntum. Á tímum Chola-veldisins var eyjan þekkt sem Mummudi Cholamandalam („ríki konunganna þriggja“).
Í forngrískum heimildum er eyjan nefnd Ταπροβανᾶ Taprobana eða Ταπροβανῆ Taprobane, dregið af heitinu Tambapanni. Persar og Arabar kölluðu hana Sarandīb eftir sanskrít Siṃhaladvīpaḥ. Portúgalska heitið Ceilão breyttist í Ceylon í ensku (Seylon í íslensku). Eyjan var þekkt sem Seylon til 1972. Heitið Srí Lanka, með virðingarforskeytinu Srí framan við Lanka, var fyrst tekið upp af Frelsisflokki Srí Lanka árið 1952. Það varð formlegt heiti landsins með nýrri stjórnarskrá 1972.
Þjóðaríþrótt Srí Lanka er blak en langvinsælasta íþróttin er krikket. 15 manna ruðningur nýtur líka mikilla vinsælda, auk frjálsra íþrótta, tenniss, knattspyrnu og netbolta. Skólar á Srí Lanka reka íþróttalið sem keppa í héraðsmótum og á landsvísu.
Karlalandslið Srí Lanka í krikket hefur náð miklum árangri á heimsvísu frá því á 10. áratug 20. aldar. Þeir unnu óvæntan sigur á Heimsbikarmótinu í krikket 1996. Þeir sigruðu einnig á 2014 ICC World Twenty20-mótinu í Bangladess. Liðið komst í undanúrslit á heimsbikarmótunum 2007 og 2011 og á ICC World Twenty20 2009 og 2011. Srí Lanka hefur unnið Asíubikarinn 1987, 1997, 2004, 2008 og 2014. Heimsbikarleikarnir 1996 og 2011 og 2012 ICC World Twenty20 voru haldin á Srí Lanka.
Srílankískir íþróttamenn hafa tvisvar unnið til verðlauna á Ólympíuleikum; Duncan White vann silfurverðlaun á Sumarólympíuleikunum 1948 fyrir 400m grindahlaup, og Susanthika Jayasinghe vann silfurverðlaun á Sumarólympíuleikunum 2000 fyrir 200 metra sprettlaup. Árið 1973 sigraði Muhammad Lafir heimsmeistaramótið í ballskák. Srí Lanka hefur líka tvisvar unnið heimsmeistaratitil í bobbi. Ýmsar vatnaíþróttir eins og róður, brimbretti, drekabretti og köfun eru vinsælar meðal íbúa Srí Lanka og ferðamanna á eyjunni. Tvær bardagaíþróttir eru upprunnar á Srí Lanka: cheena di og angampora.
Kvennalandslið Srí Lanka í netbolta hefur unnið Asíumeistaramótið í netbolta fimm sinnum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.