From Wikipedia, the free encyclopedia
Ferðamennska er tímabundin hreyfing fólks til áfangastaða utan hins venjubundna heimilis og vinnustaðar ekki skemur en 24 tíma og ekki lengur en eitt ár samfleytt, athafnir fólks meðan á ferðinni stendur, samskipti ferðamanna og heimamanna og sú aðstaða sem komið hefur verið upp á áfangastaðnum til að sinna þörfum ferðamanna. Ferðalög geta verið í frítíma, til afþreyingar eða verið í viðskiptalegum tilgangi. Ferðamennska umlykur allt frá skipulagningu ferðarinnar, ferðalagsins til áfangastaðarins, dvölin sjálf, heimkoman og endurminngar ferðarinnar eftir á.
Ferðamennska er orðin vinsæl alheimsafþreying. Árið 2008 voru yfir 922 milljónir alþjóðlegra ferðamannakomur, sem er 1,9% aukning frá árinu áður. Alþjóðleg ferðamennska óx upp í 106 þúsund milljarða króna árið 2008.
Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem snýst um ýmsa þjónustu við ferðamenn, s.s. fólksflutninga, gistingu, veitingarekstur og afþreyingu. Ferðaþjónusta á sér langa sögu, en venjan er að miða við Grand Tour eða menningarferðir á slóðir klassískrar menningar á 18. öld sem upphaf skipulegrar ferðaþjónustu. Fjöldaferðamennska hefst með auknum kaupmætti verkafólks og ákvæðum um sumarfrí á 20. öld. Síðustu ár hefur fjöldaferðamennska smám saman vikið fyrir dreifðari ferðamennsku, meðal annars vegna sveigjanlegri frítíma almennings. Ferðaþjónusta er undirstöðuatvinnugrein í mörgum löndum.
Ferðamennska er mjög mikilvæg fyrir mörg lönd eins og Egyptaland, Grikkland, Líbanon, Spán, Malasíu og Tæland og mörg eylönd eins og Bahamaeyjar, Fijieyjar, Maldíveyjar, Filippseyjar og Seychelles-eyjar. Stafar þetta út af mikilli tekjuöflun vegna sölu á þeirra varning og þjónustu og tækifærin sem skapast í ferðaþjónustuiðnaðinum. Þessi ferðaþjónusta innifelur í sér samgönguþjónustu eins og flugfélög, skemmtiferðaskip og leigubátar, gestrisniþjónustu eins og gisting, hótel og dvalarstaðir, skemmtanaiðnaður til dæmis skemmtigarðar, spilavíti, verslunarmiðstöðvar, tónlistarskemmtanir og leikhús.
Theobald (1994) lagði til að orðsifjafræðilega séð væri orðið tour komið úr latínu, „tornare“ og grísku, „tornos“, sem þýðir „rennibekkur eða hringur; hreyfing í kringum miðpunkt eða ás.
Ríkt fólk hefur alltaf ferðast til fjarlægra staða í heiminum, til þess að sjá miklar byggingar, list, læra ný tungumál, upplifa nýja menningu og smakka mismunandi rétti. Á tímum rómverska ríkisins, voru staðir eins og Baiae mjög vinsælir strandstaðir fyrir þá ríku. Orðið „tourism“ var notað árið 1811 og „tourist“ í kringum 1840.[1] Bættar samgöngur stuðulu að auðveldara var að ferðast auk þess sem að iðnvæðingin skapaði meiri frítíma fyrir fólk og þar af leiðandi fór fólk að ferðast meir. Á þeim tíma voru strandstaðir að byggjast upp við strendur Bretlands eins og í Brighton auk þess sem að baðstaðir líkt og í Bath urðu vinsælir. Thomas Cook byrjaði að bjóða svo upp á skipulagðar ferðir á kirkjumessur og út frá því þróuðust skipulagðar ferðir víða t.d. Alpafjallana. Árið 1936 þá skilgreindi Þjóðbandalagið erlendan ferðamann sem einhvern sem ferðast erlendis í minnsta kosti í 24 tíma. Sameinuðu þjóðirnar aðlöguðu svo skilgreininguna og bættu við hana að hámarksdvöl væri sex mánuðir.
Frítíma ferðamennska tengist við iðnbyltinguna á Bretlandi sem varð fyrsta Evrópuþjóðin til þess að útdeila frítíma fyrir sístækkandi iðnaðarsamfélag. Cox & Kings var fyrsta opinbera ferðaþjónustufyrirtækið, stofnað árið 1758.[2]
Breskur uppruni á þessum iðnaði endurspeglast í mörgum nöfnum á stöðum. Í Nice í Frakklandi, var einn af fyrstu og best heppnuðu dvalarstöðunum í frönsku ríverunni, er strandlegngja sem er enn þann dag í dag kölluð „Promenade des Anglais“; á mörgum sögulegum dvalarstöðum á meginlandi Evrópu, gömul og vel heppnuð hallarhótel sem bera nöfn eins og Hótel Bristol, Hótel Carlton eða Hótel Majestic endurspegla meirihluta viðskiptavina staðana.
Margir frítímasinnaðir ferðamenn ferðast til hitabeltissvæðanna, bæði á sumrin og á veturnar. Slíkir staðir sem eru vinsælir eru: Balí í Indónesíu, Brasilía, Kúba, Dóminíska lýðveldið, Malasía, Mexíkó og ýmsir Pólýnesíksar hitabeltiseyjur, Queensland í Ástralíu, Tæland, Saint-Tropez og Cannes í Frakklandi, Zakopane og Świnoujście í Póllandi, Flórída, Havaí og Púertó Ríkó í Bandaríkjunum, Barbados, Sint Maarent, Sankti Kristófer og Nevis, Bahamaeyjar, Angvilla, Antígva, Arúba, Turks- og Caicos eyjar og Bermúda.
Þrátt fyrir að það er vitað að Svisslendingar voru ekki upphafsmenn að skíðaiðkun þá er það vitað að St. Moritz, Graubünden, var vagga þróunar á vetrarferðamennsku: Frá árinu 1865 í St. Moritz,[3] voru margir hótelstjórar sem tóku þá áhættu að opna hótelin sín á veturnar en það var þó ekki fyrr en á 7. áratug 20. aldarinnar sem að vetrarferðamennska tók yfirhöndina fram yfir sumarferðamennsku á mörgum svissneskum skíðaáfangastöðum. Meira að segja á veturnar þá er allt að einn þriðji af öllum gestum (fer eftir staðsetningu) samanstanda af fólki sem stunda ekki skíði.[4]
Helstu skíðaáfangastaðir er aðallega staðsettir í nokkrum Evrópulöndum (t.d. Andorra, Austurríki, Búlgaría, Tékkland, Frakkland, Þýskaland, Ísland, Ítalía, Noregur, Pólland, Serbía, Svíþjóð, Slóvenía, Spánn, Sviss), Kanada, Bandaríkjunum (t.d. Colorado, California, Utah, New York, New Jersey, Michigan, Montana, Vermont, New England), Nýja-Sjálandi, Japan, Suður Kóreu, Chile, Argentínu, Keníu og Tansaníu.
Fjöldi hótelblokka líkt og í Benidorm, voru byggð allt um Suður-Evrópu á 7. og 8. áratugnum, til þess að hýsa fjöldaferðamenn sem komu að mestu frá Norður-Evrópu og Bretlandseyjum. Fjödaferðamennska hefði ekki geta þróast án hjálpar frá tækninni, sem gerir kleyft að flytja stóran hóp fólks á stuttum tíma á staði með frístunda tómstundir, svo að hópurinn gæti hafist í að njóta kostina í frítíma sínum.
Í Bandaríkjunum voru fyrstu baðstrandar dvalarstaðirnir í evrópskum stíl hjá Atlantic City, New Jersey og Long Island, New York.
Á meginlandi Evrópu, voru fyrstu dvalarstaðirnir: Oostende, vinsælt meðal fólks frá Brussel; Boulogne-sur-Mer, Pas-de-Calais og Deauville Calvados fyrir Parísarbúa; og Heiligendamn, stofnað árið 1793 sem varð fyrsta baðströndin við Eystrasaltið.
Sá fjöldi gesta sem svæði getur tekið á móti áður en neikvæðum áhrifum fer að gæta, hvort heldur áhrif á náttúrulegt umhverfi, viðhorfi heimamanna eða upplifun ferðamanna. Þolmörk ferðamennsku skiptist í félagsleg þolmörk (þolmörk ferðamanna og þolmörk heimamanna) og þolmörk umhverfis (náttúrulegt umhverfi og innviðir).
Ýmsar tegundir ferðamennsku með ákveðinni sérhæfingu hafa myndast í gegnum árin, hvert með sinn eigin tilgang. Margar af þessum tegundum eru orðnar algengar meðal ferðaþjónustunnar og akademískum fræðum. Dæmi um nokkrar gerðir ferðamennsku:
Það hefur verið mikil uppsveifla í ferðamennsku seinustu áratugina, sérstaklega í Evrópu, þar sem alþjóðleg ferðalög í stuttan tíma eru algeng. Ferðamenn hafa mun meiri afgangstekjur, meiri frítíma, eru betur menntaðir og hafa margbrotnari smekk. Það er nú eftirspurn eftir betri gæðavörur, sem hefur orðið til að fjöldaferðamennskan á strandstöðum hefur verið skipt niður, fólk vill nú sérhæfðari útgáfur, hljóðlátari dvalarstaði, sérhæfð fjölskyldufrí og sérhæfðari hótel.
Tækniþróun og innviðir samgangna, eins og breiðþotur, lággjaldaflugfélög og aðgengilegri flugvellir hafa gert margar gerðir ferðamennsku mögulegar. Þann 28. apríl 2009 þá birtist grein í „The Guardian“ þar sem stóð að WHO reiknar að á hverri stund eru 500 þúsund manns staddir í flugvél.[5] Það hafa líka orðið breytingar á lífstílum, eins og lífeyrisþegar sem halda við ferðaþjónustu allt árið í kring. Nú kaupir fólk vörur ferðaiðnaðarins á netinu. Sumar vefsíður hafa byrjað að bjóða stórtækar pakkaferðir, þar sem ferðir eru sérhannaðar fyrir hvern og einn viðskiptavin.
Það hafa orðið nokkrar hindranir í ferðamennsku, eins og hryðjuverkaárásinar 11. september 2001 og hryðjuverkaógnir á áfangastöðum eins og á Balí og nokkrum evrópskum borgum. Auk þess að 26. desember 2004 þá var flóðbylgja í Indlansdhafi sem lennti á nokkrum ferðastöðum m.a. Maldíves og Tælandi. Þúsundir manna dóu þar á meðal margir ferðamenn.
Vænleg ferðamennska varð til vegna mikillar hugarfarsbreytingar á 8. áratugnum. Þá var fólk orðið leitt á fjöldaferðamennsku og algengir ferðamannastaðir voru farnir að nálgast þolmörk sín. Ferðamenn fóru að gera kröfu um umhverfis og menningarvæna ferðaþjónustu til mótvægis við fjöldaferðamennsku. Í kjölfar þess varð vænleg ferðamennska til. Hugtakið nær yfir allar aðrar tegundir ferðamennsku en fjöldaferðamennsku t.d. sjálfbær ferðamennsku, visthæfa ferðamennsku og menningartengda ferðamennsku.
Sjálfbær ferðamennska mætir þörfum ferðamanna og heimamanna en stuðlar um leið að verndun og auknum markaðstækifærum til framtíðar. Þetta felur í sér að auðlindum er stjórnað með þeim hætti að efnahagslegum, félagslegum og fagurfræðilegum þörfum er fullnægt, á sama tíma og viðhaldið er menningu, nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum, líffræðilegri fjölbreytni og nauðsynlegum lífsskilyrðum.
Skv. skilgreiningu WTO frá árinu þá á sjálfbær ferðamennska að nýta umhverfisauðlindir sem gegna lykilhlutverki í þróun ferðamennsku á sem bestan og hagkvæmastan hátt en viðhalda jafnframt nauðsynlegum vistfræðilegum ferlum og aðstoða við verndun náttúruarfs og líffræðilegrar fjölbreytni. Virða félags- og menningarlegan upprunaleika samfélaga í heimabyggðum, vernda menningararf þeirra, bæði byggingararf og samtímamenningu, og hefðbundin lífsgildi, og stuðla að skilningi og umburðarlyndi á milli ólíkra menningarhópa. Tryggja lífvænlega, langtíma efnahagslega starfsemi sem veitir öllum hagsmunaaðilum félagslegan og hagrænan ávinning er dreifist á milli þeirra á sanngjarnan hátt, þ.m.t. hvað varðar stöðugleika í möguleikum til atvinnuþátttöku og tekjuöflunar innan samfélags gestgjafanna og sem lið í því að sporna við fátækt.
Ferðamennska sem stunduð er í náttúrlegu umhverfi, í sátt við náttúru, menningu og íbúa ferðamannastaða. Visthæfri ferðamennsku er ætlað að vera sjálfbær, hafa lítil áhrif á umhverfið, vera fræðandi og hafa jákvæð hagræn áhrif þar sem hún er stunduð (til að mynda með að njóta þeirra innviða sem heimamaðurinn býður uppá). Visthæf ferðamennska er náttúruferðamennska, fræðandi ferðamennska, byggð upp í samvinnu við heimamenn, skipulögð fyrir litla hópa og minna háð þjónustu og uppbyggingu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.