Remove ads

Maldívur eða Maldíveyjar eru eyríki í Indlandshafi, suðsuðvestur af Indlandsskaga. Eyjarnar eru tvær samsíða raðir baugeyja í Lakshadweep-hafi um 700 km suðvestan við Srí Lanka og 400 km suðvestan við Indland. Þær eru 26 talsins með 1.196 kóraleyjum. Eyjarnar voru mikilvægur áfangastaður í siglingum Araba um Indlandshaf. Þar fannst mikið af pontum sem voru notaðar sem gjaldmiðill í Asíu og Austur-Afríku.

Staðreyndir strax
ދިވެހިރާއްޖޭގެ ޖުމުހޫރިއްޔާ
Dhivehi Raajjeyge Jumhooriyyaa
Thumb Thumb
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Þjóðsöngur:
Qaumii salaam
Thumb
Höfuðborg Male
Opinbert tungumál dívehí
Stjórnarfar Lýðveldi
Forseti Ibrahim Mohamed Solih
Sjálfstæði
  frá Bretlandi26. júlí 1965 
Flatarmál
  Samtals
  Vatn (%)
187. sæti
298 km²
~0
Mannfjöldi
  Samtals (2018)
  Þéttleiki byggðar
175. sæti
392.473
1.102,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
  Samtals8,608 millj. dala (162. sæti)
  Á mann23.154 dalir (69. sæti)
VÞL (2018) 0.719 (101. sæti)
Gjaldmiðill maldívsk rúfía (MVR)
Tímabelti UTC+5
Þjóðarlén .mv
Landsnúmer ++960
Loka

Maldívur eiga sér langa og merkilega sögu sem áfangastaður á siglingaleiðum um Indlandshaf. Lengst af hafa Maldívur verið sjálfstæðar fyrir utan þrjú tímabil í sögu þeirra. Um miðja 16. öld voru eyjarnar um skamma hríð hluti af Portúgalska heimsveldinu og um miðja 17. öld ríkti Hollenska heimsveldið yfir eyjunum í fjóra mánuði. Eyjarnar voru Breskt verndarríki frá 1887 til 1965. Þær urðu aftur sjálfstæðar 1965.

Maldívur eru á Chagos-Maldíva-Lakshadweep-hryggnum sem er stór neðansjávarfjallgarður í Indlandshafi. Þær mynda sérstakt vistsvæði ásamt Chagoseyjum og Lakshadweep-eyjum. Baugeyjarnar dreifast um 90.000 km² svæði sem gerir Maldívur að einu dreifðasta ríki heims. Af þeim 1.192 eyjum sem mynda eyjaklasann eru 192 byggðar. Höfuðborg eyjanna og stærsta borg þeirra, Malé, er á suðurodda Norður-Malérifs. Þar búa um 100 þúsund manns. Með vísan til sögunnnar er Malé stundum kölluð Konungseyjan enda eyjan þar sem konungar Maldíva sátu.

Íbúar Maldíva eru tæp 400 þúsund. Þeir snerust til súnní íslam vegna áhrifa frá arabískum kaupmönnum á 12. öld. Súfismi á sér langa sögu á eyjunum. Opinbert tungumál eyjanna er dívehí sem er indóarískt mál en enska er líka mikið töluð.

Maldívur eru minnsta land Asíu, hvort sem litið er til stærðar eða fólksfjölda. Meðalhæð yfir sjávarmáli er aðeins 1,5 metrar sem gerir þær líka að lægsta landi heims. Hæsti punktur eyjanna er aðeins 2,4 metrar yfir sjávarmáli. Hækkun sjávarborðs vegna hnattrænnar hlýnunar er því mikil ógn fyrir íbúa eyjanna.

Remove ads

Landfræði

Maldívur eru 1.192 eyjar sem mynda tvær keðjur 26 hringrifa sem eru 871 km að lengd frá norðri til suðurs og liggja á um 90.000 ferkílómetra svæði. Aðeins 298 km af því er þurrlendi sem gerir Maldívur að einu dreifðasta ríki heims. Eyjarnar eru á milli 1°S og 8°N og 72° og 74°A. Hringrifin eru blanda af lifandi kóralrifum og sandrifum sem liggja á neðansjávarhrygg sem liggur frá norðri til suðurs á botni Indlandshafs.

Eina örugga leiðin fyrir skip í gegnum efnahagslögsögu eyjanna er við suðurenda þeirra. Stjórn Maldíva hefur skipt hringrifunum í 21 stjórnsýslueiningu. Stærsta eyjan er Gan sem er hluti af hringrifinu Laamu. Á syðsta hringrifi eyjanna, Addu-rifi, eru vestureyjarnar tengdar með vegum sem liggja eftir rifinu og eru alls 14 km að lengd.

Maldívur eru láglendasta ríki heims þar sem meðalhæð yfir sjávarmáli er aðeins 1,5 metrar og hæsti punkturinn 2,4 metrar. Þetta hefur þó verið hækkað með byggingum. Yfir 80% af landsvæðinu eru kóralrif sem rísa minna en 1 metra yfir sjávarmál. Vegna þessa eru eyjarnar í mikilli hættu vegna hækkandi sjávarborðs á heimsvísu. Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar hefur varað við því að breytingar á sjávarmáli gætu gert eyjarnar óbyggilegar fyrir árið 2100.

Veðurfar

Ríkjandi loftslag á Maldívum er hitabeltismonsúnloftslag sem er undir áhrifum frá suðurasíska meginlandinu norðan við þær. Þar sem hæð Maldíveyja nær lítið yfir sjávarmál er hiti þar hár og loftslag oft rakt. Vegna meginlandsins er munur á hita á sjó og landi sem skapar álandsvind með heitu og röku lofti sem verður að suðvesturmonsúnvindinum. Á Maldívum eru tvær árstíðir; þurr árstíð sem tengist norðausturmonsúnvindinum, og regntími sem tengist suðvestanmonsúnvindinum sem einkennist líka af stormum.

Árstíðaskiptin eru seint í apríl og byrjun maí. Á þessum tíma valda suðvestanvindar suðvesturmonsúnvindinum sem nær Maldívum í júní og stendur fram í lok nóvember. Veðurkerfi á Maldívum eru þó ekki alltaf í samræmi við veðurkerfi í Suður-Asíu. Meðalúrkoma er 254 cm í norðri og 381 cm í suðri.

Áhrif monsúnvinda eru meiri á norðurhluta eyjanna en suðurhlutanum þar sem Miðbaugsgagnstraumurinn hefur meiri áhrif.

Meðaldagshiti er 31,5°C og meðalnæturhiti 26,4°C.

Remove ads

Efnahagslíf

Sögulega eru Maldívur þekktar sem uppspretta gríðarlegs magns af pontum sem voru notaðar sem gjaldmiðill víða um heim. Arabar töluðu um eyjarnar sem „peningaeyjar“ frá 2. öld. Peningaponta (Monetaria moneta) var um aldir helsti gjaldmiðill í Afríku og þegar ásókn vestrænna ríkja í afríska þræla hófst fluttu þau mikið magn af pontum þangað frá Maldíveyjum. Seðlabanki Maldíva notar pontuna sem merki.

Snemma á 8. áratugnum voru Maldívur eitt af 20 fátækustu ríkjum heims með um 100.000 íbúa. Á þeim tíma byggðist efnahagslífið aðallega á fiskveiðum og verslun með staðbundnar náttúruafurðir eins og kókostrefjar, ambur og tvöfaldar kókoshnetur við nágrannaríki og lönd í Austur-Asíu.

Stjórnvöld hófu vel heppnaðar efnahagsumbætur á 9. áratugnum sem fólust í að opna hagkerfið, draga úr vægi innflutningskvóta og skapa þannig meiri tækifæri fyrir einkageirann. Á þeim tíma var ferðaþjónusta á frumstigi, en hún hefur síðar orðið um 60% af útflutningstekjum eyjanna.

Landbúnaður og iðnaður leika lítið hlutverk í efnahagslífi eyjanna vegna landfræðilegra takmarkana og skorts á vinnuafli.

Remove ads

Íbúar

Trúarbrögð

Íbúar Maldíva aðhylltust búddatrú í fornöld en snerust til íslam á 12. öld vegna áhrifa frá arabískum kaupmönnum. Súfismi á sér langa sögu á eyjunum. Áhrifa súfisma gætir í áheitum á grafhýsi helgra manna sem oft eru við moskur og eru hluti af menningararfi eyjanna.

Þar til nýlega gat áhrifa súfisma í Maulūdu-hátíðarhöldum sem fólust í að kyrja ákveðnar bænir. Þessar hátíðir voru haldnar í skrautlegum tjöldum sem reist voru sérstaklega fyrir tilefnið. Íslam er opinber trúarbrögð landsins og forsenda ríkisborgararéttar, sem hefur verið gagnrýnt sem mannréttindabrot.

Samkvæmt Ibn Battuta var það súnnímúslimskur sæfari frá Marokkó, Abu al-Barakat Yusuf al-Barbar, sem sneri Maldívum til íslam. Grafhýsi hans stendur við Föstudagsmoskuna í Male. Moskan er elsta moska eyjanna, byggð árið 1656.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Remove ads

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads