20. ágúst er 232. dagur ársins (233. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 133 dagar eru eftir af árinu.
- 1205 - Hinrik af Flæmingjalandi var krýndur konungur Latverska keisaradæmisins eftir að fregnir bárust af láti Baldvins bróður hans.
- 1456 - Vlad Drakúla felldi Vladislav 2. fursta af Vallakíu í bardaga og gerðist sjálfur fursti.
- 1609 - Íbúar Silesíu fengu trúfrelsi.
- 1612 - Nornafárið í Pendle: Átta konur og tveir karlmenn voru hengd fyrir galdur í Lancaster-kastala.
- 1672 - Hollenski stjórnmálamaðurinn Johan de Witt var myrtur ásamt bróður sínum af æstum múg í Haag.
- 1882 - 1812-forleikurinn eftir Tsjaíkovskí var frumfluttur í Moskvu.
- 1888 - Þingvallafundur var haldinn um stjórnarskrármálið.
- 1898 - Á Þingvöllum var vígt veitinga- og gistihúsið Valhöll og dró það nafn af búð Snorra Sturlusonar. Húsið var reist þar sem búðin stóð forðum, en var síðar flutt á annan stað þar sem það stóð þar til það eyðilagðist í eldi árið 2009.
- 1906 - Grettisbeltið var veitt á Akureyri í fyrsta sinn fyrir sigur í glímu.
- 1914 - Fyrri heimsstyrjöldin: Þjóðverjar náðu Brussel á sitt vald.
- 1933 - Fyrsta ferð á bíl var farin yfir Sprengisand og komu ferðalangar að Mýri í Bárðardal eftir fimm daga leiðangur úr Landsveit.
- 1938 - Bifreið ók út í Tungufljót. Guðrún Lárusdóttir alþingismaður og tvær dætur hennar drukknuðu en eiginmaður hennar og bílstjórinn björguðust.
- 1944 - Reykjavíkurborg tók við rekstri Strætisvagna Reykjavíkur í fyrra sinn.
- 1960 - Senegal klauf sig út úr Malísambandinu.
- 1968 - Vorið í Prag var brotið á bak aftur af 200.000 hermönnum og 5.000 skriðdrekum frá Varsjárbandalaginu.
- 1975 - Fjallið Mont Blanc (Hvítafjall) var klifið af íslenskri konu í fyrsta sinn og var það Ólafía Aðalsteinsdóttir.
- 1975 - NASA sendi könnunargeimfarið Viking 1 í átt til Mars.
- 1977 - Voyager-áætlunin: Geimfarinu Voyager 2 var skotið á loft.
- 1982 - Átján manna hópur kleif Eldey í fyrsta sinn síðan 1971. Í hópnum var ein kona, Halldóra Filippusdóttir, og var hún fyrst kvenna til að klífa eyjuna. Eldey var fyrst klifin árið 1894.
- 1982 - Marsvínavaða, yfir tvö hundruð dýr, stefndi á land við Rif á Snæfellsnesi, en það tókst að snúa þeim frá landi og reka á haf út. Ekki hefur fyrr tekist að bjarga svo stórum hópi.
- 1982 - Borgarastyrjöldin í Líbanon: Fjölþjóðlegt herlið hóf eftirlit með brottflutningi meðlima PLO frá Beirút.
- 1985 - Íran-Kontra-hneykslið: Fyrstu flugskeytin af BGM-71 TOW-gerð voru send til Íran í skiptum fyrir gísla í Líbanon.
- 1986 - Póststarfsmaðurinn Patrick Sherrill skaut 14 samstarfsmenn sína og framdi síðan sjálfsmorð í Edmond, Oklahóma.
- 1989 - Marchioness-slysið: 51 drukknaði þegar dýpkunarprammi sigldi á skemmtibátinn Marchioness á Thames í London.
- 1991 - Eistland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1992 - Krifast-vegtengingin milli Kristansund og meginlandsins í Noregi var opnuð.
- 1993 - Oslóarsamkomulagið var undirritað milli PLO og Ísraels.
- 1994 - Afríkufíllinn Tyke kramdi þjálfara sinn, Allen Campbell, til bana fyrir framan hundruð áhorfenda á sirkussýningu í Honolúlú.
- 1997 - Yfir 60 voru myrtir og 15 rænt í Souhane-fjöldamorðunum í Alsír.
- 2008 - 154 manns létust í flugslysi í Madrid.
- 2009 - Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ tók til starfa.
- 2011 - Borgarastyrjöldin í Líbíu: Uppreisnarher réðist inn í Trípólí og hrakti ríkisstjórn Muammar Gaddafis frá völdum.
- 2015 - Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands sagði af sér og boðaði kosningar í september.
- 2016 - Yfir 50 létust í árás á brúðkaupsveislu í Tyrklandi.
- 2023 - England og Spánn spiluðu í úrslitum Heimsmeistaramót knattspyrnu kvenna í Sydney, Ástralíu. Spánn vann leikinn 1-0 og varð heimsmeistari í fyrsta sinn.
- 1625 - Thomas Corneille, franskt leikskáld (d. 1709).
- 1779 - Jöns Jakob Berzelius, sænskur efnafræðingur (d. 1848).
- 1833 - Benjamin Harrison, Bandaríkjaforseti (d. 1901).
- 1860 - Raymond Poincaré, Frakklandsforseti (d. 1934)
- 1875 - Ágúst H. Bjarnason, íslenskur sálfræðingur (d. 1952).
- 1885 - Þorsteinn M. Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1976).
- 1890 - H. P. Lovecraft, bandarískur hrollvekjuhöfundur (d. 1937).
- 1893 - Margrét Jónsdóttir, íslenskt skáld (d. 1971).
- 1897 - Tarjei Vesaas, norskur rithöfundur (d. 1970).
- 1901 - Salvatore Quasimodo, ítalskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1968).
- 1935 - Ron Paul, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1941 - Slobodan Milošević, forseti Serbíu og Svartfjallalands (d. 2006).
- 1942 - Isaac Hayes, bandarískur sálartónlistarmaður (d. 2008).
- 1944 - Rajiv Gandhi, indverskur stjórnmálamaður (d. 1991).
- 1948 - Robert Plant, enskur söngvari.
- 1949 - Phil Lynott, írskur rokksöngvari (d. 1986).
- 1962 - Geoffrey Blake, bandarískur leikari.
- 1966 - Enrico Letta, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1971 - Jonathan Ke Quan, bandarískur leikari.
- 1971 - David Walliams, breskur rithöfundur.
- 1974 - Misha Collins, bandarískur leikari.
- 1977 - Ivar Ingimarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Joshua Kennedy, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Andrew Garfield, bandarískur leikari.
- 1992 - Demi Lovato, bandarísk leik- og söngkona.
- 984 - Jóhannes 14. páfi.
- 1386 - Bo Jonsson Grip, konunglegur marskálkur Svíþjóðar.
- 1603 - Ahmad al-Mansur, soldán yfir Marokkó (f. 1549).
- 1611 - Tomás Luis de Victoria, spænskt tónskáld (f. 1548).
- 1802 - Jöns Jakob Berzelius, sænskur efnafræðingur (f. 1779).
- 1823 - Píus 7. páfi (f. 1742).
- 1854 - Friedrich Wilhelm Joseph von Schelling, þýskur heimspekingur (f. 1775).
- 1938 - Guðrún Lárusdóttir, íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1880).
- 1912 - William Booth, stofnandi Hjálpræðishersins (f. 1829).
- 1914 - Píus 10. páfi (f. 1835).
- 1915 - Paul Ehrlich, þýskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1854).
- 1971 - Kristín Ólafsdóttir, íslenskur læknir (f. 1889).
- 1980 - Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri Kópavogs (f. 1930).
- 1995 - Hugo Pratt, ítalskur myndasöguhöfundur (f. 1927).
- 2008 - Hua Guofeng, kínverskur stjórnmálamaður (f. 1921).
- 2012 - Phyllis Diller, bandarísk leikkona (f. 1917).
- 2012 - Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu (f. 1955).
- 2017 - Jerry Lewis, bandarískur leikari (f. 1926).
- 2021 - Styrmir Gunnarsson, íslenskur ritstjóri (f. 1938).