Bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia
Misha Collins (Misha Dmitri Tippens Krushnic) (fæddur 20. ágúst 1974) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í 24 og Supernatural.
Misha Collins | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Misha Dmitri Tippens Krushnic 20. ágúst 1974 |
Ár virkur | 1998 - |
Helstu hlutverk | |
Castiel í Supernatural Alexis Drazen í 24 |
Collins fæddist í Boston, Massachusetts en ólst upp í Greenville[1]. Stundaði síðan nám í félagslegri þróunarkenningu (Social Theory) við Chicago-háskólann [2]. Eftir námið fékk hann lærlingastöðu í Hvíta Húsinu þegar Bill Clinton var forseti[3]. Misha sagði skilið við draum sinn í pólitíkinni til þess að verða leikari.
Misha hefur verið giftur Victoria Vantoch síðan 2002 og saman eiga þau tvö börn.
Hefur gefið út ljóðin Baby Pants og Old Bones sem má finna í 2008 útgáfunni af Columbia Poetry Review #21.
Fyrsta sjónvarpshlutverk Collins var árið 1998 í „Legacy“. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við NYPD Blue, CSI: Crime Scene Investivation, NCIS, Monk, CSI: NY og Nip/Tuck. Náði hann svo athygli áhorfenda sem Alexis Drazen í 24.
Hefur hann síðan 2008 verið sérstakur gestaleikari og sem aðalleikari í Supernatural sem engillinn Castiel. Fyrir hlutverk sitt sem Castiel þá las hann Opinberunarbókina til þess að undirbúa sig.
Fyrsta kvikmyndahlutverk Collins var árið 1999 í Liberty Heights. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Moving Alan, Girl, Interrupted, Karla og The Grift.
Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1999 | Liberty Heights | Maður | óskráður á lista |
1999 | Girl, Interrupted | Tony | |
2002 | Par 6 | Al Hegelman | |
2003 | Moving Alan | Tony Derrick | |
2003 | Finding Home | Dave | |
2004 | The Crux | Maður sem hengur í reipi | |
2006 | Karla | Paul Bernardo | |
2008 | Over Her Dead Body | Brian | |
2008 | The Grift | Buster | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1998 | Legacy | Andrew | Þáttur: The Big Fix |
1999 | Charmed | Eric Bragg | Þáttur: They´re Everywhere |
2000 | NYPD Blue | Blake DeWitt | Þáttur: Welcome to New York |
2001 | Seven Days | Sergei Chubais | Þáttur: Born in the USSR |
2002 | 24 | Alexis Drazen | 7 þættir |
2005 | 20 Things to Do Before You´re 30 | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2005 | CSI: Crime Scene Investigation | Vlad | Þáttur: Nesting Dolls |
2005-2006 | ER | Bret | 3 þættir |
2006 | Monk | Michael Karpov | Þáttur: Mr. Monk and the Captain´s Marriage |
2006 | NCIS | Justin Ferris | Þáttur: Singled Out |
2006 | Close to Home | Todd Monroe | Þáttur: There´s Something About Martha |
2007 | Reinventing the Wheelers | Joey Wheeler | Sjónvarpsmynd |
2007 | CSI: NY | Morton Brite | Þáttur: Can You Hear Me Now? |
2007 | Without a Trace | Chester Lake | Þáttur: Run |
2009 | Nip/Tuck | Manny Skerritt | Þáttur: Manny Skerritt |
2010 | Stonehenge Apocalypse | Jacob | Sjónvarpsmynd |
2011 | Divine: The Series | Presturinn Christopher | 3 þættir |
2012 | Ringer | Dylan Morrison | Þáttur: Whores Don´t Make That Much |
2008-2013 | Supernatural | Castiel | 51 þættir |
Constellation verðlaunin
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.