Remove ads
íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður (1880-1938) From Wikipedia, the free encyclopedia
Guðrún Lárusdóttir (fædd 8. janúar 1880 á Valþjófsstað í Fljótsdal, dáin 20. ágúst 1938) var íslenskur rithöfundur, bæjarfulltrúi í Reykjavík 1912 – 1918 og þingkona tvö kjörtímabil, fyrst óflokksbundin árin 1930 – 1934 og svo fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 1934 – 1938. Guðrún var önnur íslenska konan til þess að vera kosin á Alþingi (hin fyrri var Ingibjörg H. Bjarnason) en sú fyrsta til þess að vera kosin fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Guðrún lét lífið í bílslysi við brú á Tungufljóti þar sem hún var á ferð með eiginmanni sínum Sigurbirni, guðfræðingi og kennara, tveimur dætrum, Guðrúnu Valgerði og Sigrúnu Kristínu og einkabílstjóra þegar bílinn fór út af veginum og út í ána. Bílstjórinn og Sigurbjörn björguðust en dætur hennar drukknuðu með henni. Þetta var eitt fyrsta alvarlega bílslysið sem átti sér stað á Íslandi.[1][2]
Faðir Guðrúnar var Lárus Halldórsson, þingmaður og prestur. Móðir hennar var Kirstín Katrín Pétursdóttir Guðjohnsen, húsmóðir en faðir hennar Pétur Guðjohnsen var einnig þingmaður. Guðrún var þriðja systkynið í hópi sex og árið 1885 fluttist fjölskyldan til Reyðarfjarðar þar sem Lárus faðir hennar gerðist prestur fríkirkjusafnaðarins. Guðrún gekk ekki í skóla heldur hlaut menntun í heimahúsi. Rétt fyrir aldamótin, 1899 fluttist fjölskylda hennar svo til Reykjavíkur. Árið 1902 giftist Guðrún Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni, presti og stofnanda elliheimilisins Grundar. Guðrún var húsfreyja í Ási á Sólvöllum í Reykjavík frá 1906 til æviloka. Hún og Sigurbjörn eignuðust alls tíu börn en helmingur þeirra dóu ung og barnlaus.
Guðrún sat í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 1912 – 1918 og var í skólanefnd. Hún var fátækrafulltrúi í Reykjavík 1912 – 1923 og svo aftur 1930 – 1938. Hún var mjög virk í ýmsu félagsstarfi, hún var í stjórn KFUK frá 1922, þar af formaður 1928 – 1938 og í stjórn Barnavinafélagsins Sumargjafar. Þá var hún formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík frá 1926, sömuleiðis til æviloka. Hún kom að stofnun Húsmæðrafélags Reykjavíkur og var fyrsti formaður þess 1935 – 1938.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.