15. júní er 166. dagur ársins (167. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 199 dagar eru eftir af árinu.
- 1158 - Skálholtsdómkirkja (Klængskirkja) var vígð.
- 1215 - Jóhann landlausi, Englandskonungur, neyddist til að setja innsigli sitt á réttindaskrá landeigenda, Magna Carta.
- 1219 - Valdimar sigursæli, Danakonungur, lagði Eistland undir sig.
- 1520 - Leó 10. páfi gaf út páfabulluna Exsurge Domine, þar sem hann hótaði Marteini Lúther bannfæringu.
- 1626 - Karl 1. Englandskonungur leysti enska þingið upp.
- 1667 - Franski læknirinn Jean-Baptiste Denys framkvæmdi fyrstu blóðgjöfina.
- 1752 - Benjamin Franklin uppgötvaði að elding er rafmagn.
- 1829 - Kambsránsmenn voru dæmdir í hæstarétti og hlutu sex þeirra hýðingu (allt að 81 högg) en einn var dæmdur í ævilanga þrælkunarvinnu.
- 1867 - Siglingafélagið Yacht Club de France var stofnað í París.
- 1926 - Almannafriður á helgidögum þjóðkirkjunnar var lögfestur.
- 1926 - Dönsku konungshjónin lögðu hornstein að byggingu Landspítala Íslands sem konur beittu sér fyrir í tilefni af kosningarétti sínum.
- 1952 - Byggðasafn var opnað í Glaumbæ í Skagafirði.
- 1954 - Knattspyrnusamband Evrópu var stofnað í Basel í Sviss.
- 1977 - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar á Spáni voru haldnar eftir lát Francisco Franco.
- 1978 - Hussein Jórdaníukonungur giftist Lisa Halaby sem tók sér nafnið Noor drottning.
- 1978 - Forseti Ítalíu, Giovanni Leone, sagði af sér eftir að hafa verið bendlaður við Lockheed-hneykslið.
- 1981 - Garðar Cortes óperusöngvari fékk Bjarsýnisverðlaun Brøstes þegar þau voru veitt í fyrsta sinn.
- 1985 - Á Bæ í Lóni var afhjúpaður minnisvarði um Úlfljót lögsögumann, sem tók saman fyrstu lög íslenska þjóðveldisins.
- 1985 - Teiknimyndagerðin Studio Ghibli var stofnuð í Tókýó.
- 1987 - Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði hélt fyrsta uppboðið á ferskum fiski á Íslandi og þótti þetta merk nýjung.
- 1991 - Annað stærsta eldgos 20. aldar varð í Pínatúbó á Filippseyjum.
- 1993 - Mikligarður, verslunarmiðstöð við Holtagarða, varð gjaldþrota.
- 1994 - Bandaríska teiknimyndin Konungur ljónanna var frumsýnd.
- 1996 - Sprengjuárásin í Manchester 1996: 200 særðust og stór hluti af miðborg Manchester eyðilagðist þegar sprengja á vegum IRA sprakk.
- 1330 - Svarti prinsinn, Játvarður, sonur Játvarðs 3. Englandskonungs (d. 1376).
- 1479 - Lisa del Giocondo, talin fyrirmyndin að Mónu Lísu (d. 1542).
- 1594 - Nicolas Poussin, franskur listamaður (d. 1665).
- 1631 - Jens Juel, danskur stjórnmálamaður (d. 1700).
- 1843 - Edvard Grieg, norskt tónskáld (d. 1907).
- 1852 - Daniel Burley Woolfall, enskur forseti FIFA (d. 1918).
- 1882 - Ion Antonescu, forsætisráðherra Rúmeníu (d. 1946).
- 1894 - Trygve Gulbranssen, norskur rithöfundur (d. 1962).
- 1914 - Júríj Andropov, aðalritari sovéska kommúnstaflokksins (d. 1984).
- 1920 - Alberto Sordi, ítalskur leikari (d. 2003).
- 1927 - Hugo Pratt, ítalskur myndasöguhöfundur (d. 1995).
- 1933 - Yasukazu Tanaka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1943 - Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
- 1944 - Sigrún Magnúsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1946 - Alvis Vitolinš, lettneskur skákmeistari (d. 1997).
- 1947 - Pétur Gunnarsson, íslenskur rithöfundur.
- 1949 - Jim Varney, bandarískur gamanleikari (d. 2000).
- 1952 - Sigurjón Sighvatsson, íslenskur kvikmyndaframleiðandi.
- 1953 - Xi Jinping, forseti Kina.
- 1954 - Jim Belushi, bandariskur leikari og uppistandari.
- 1954 - Paul Rusesabagina, rúandskur hótelstjóri.
- 1964 - Courteney Cox, bandarísk leikkona.
- 1964 - Michael Laudrup, danskur knattspyrnuleikari.
- 1967 - Máni Svavarsson, Íslenskur tónlistarmaður.
- 1969 - Ice Cube, bandarískur söngvari og leikari.
- 1969 - Oliver Kahn, þýskur knattspyrnumaður.
- 1969 - Bashar Warda, íraskur biskup.
- 1970 - Leah Remini, bandarísk leikkona.
- 1971 - Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, íslenskur viðskiptafræðingur.
- 1971 - Rakel Þorbergsdóttir, íslenskur fréttastjóri.
- 1973 - Tore André Flo, norskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Neil Patrick Harris, bandarískur leikari.
- 1980 - Iker Romero, spænskur handknattleiksmaður.
- 1987 - Junya Tanaka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Mohamed Salah, egypskur knattspyrnuleikari.
- 2015 - Nikulás prins af Svíþjóð.