9. október er 282. dagur ársins (283. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 83 dagar eru eftir af árinu.
- 1192 - Þriðja krossferðin endaði með ósköpum og Ríkharður ljónshjarta og Saladín soldán gerðu með sér samning um rétt pílagríma til að heimsækja landið helga.
- 1264 - Alfons 10. Kastilíukonungur náði borginni Jerez de la Frontera á Spáni af Márum.
- 1390 - Hinrik 3. tók við af föður sínum, Jóhanni 1., sem konungur Kastilíu og León.
- 1514 - Loðvík 12. Frakkakonungur gekk að eiga Maríu Tudor, systur Hinriks 8. Englandskonungs. Hann dó tæpum þremur mánuðum síðar.
- 1617 - Pavíasamningurinn var gerður milli Spánar og Savoja og fól í sér að Savoja skilaði Mantúu héraðinu Montferrat.
- 1650 - Ákveðið var að sænska krúnan skyldi ganga í arf til karlkyns afkomenda Karls Gústafs af Pfalz.
- 1696 - Alþingisbókin, fyrsta íslenska tímaritið, var prentuð í Skálholti af Jóni Snorrasyni.
- 1740 - Menn Hollenska Austurindíafélagsins drápu 5-10.000 kínverska íbúa Batavíu á Jövu.
- 1874 - Alþjóðapóstsambandið stofnað í Bern í Sviss. Er nú ein sérstofnana Sameinuðu þjóðanna.
- 1914 - Umsátri Þjóðverja um Antwerpen lauk með uppgjöf borgarinnar.
- 1926 - Kvikmyndin Hús í svefni var frumsýnd í Danmörku.
- 1943 - Á Hvoli í Mýrdal fannst lifandi leðurblaka og lifði hún í 10 daga. Leðurblaka hefur aldrei áður fundist á Íslandi.
- 1950 - Stofnað var til Afreksmerkis hins íslenska lýðveldis, sem veita má þeim sem leggja líf og limi í hættu við að bjarga öðrum úr lífsháska.
- 1962 - Úganda hlaut sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1963 - Skáldatími eftir Halldór Laxness kom út. Bókin vakti mikla athygli, enda gerir höfundurinn upp við sósíalismann í henni.
- 1965 - Dagur Leifs Eiríkssonar hins heppna var í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur á Íslandi.
- 1971 - TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar brotlenti á Rjúpnafelli. Flugmaður og farþegi sluppu án meiðsla og höfðu gengið 40 kílómetra frá slysstaðnum er þeir fundust.
- 1979 - Samtökin Geðhjálp voru stofnuð á Íslandi.
- 1982 - Þættir úr félagsheimili hófu göngu sína í Ríkissjónvarpinu.
- 1983 - Jangúnsprengjutilræðið: Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Lee Bum Suk, og 21 annar létust.
- 1986 - Fyrsta einkarekna sjónvarpsstöðin á Íslandi, Stöð 2, tók til starfa undir stjórn Jóns Óttars Ragnarssonar.
- 1986 - Bandaríska fjölmiðlafyrirtækið News Corporation eignaðist Metromedia og lagði grunninn að Fox Broadcasting Company.
- 1986 - Langlífasti söngleikur heims Óperudraugurinn eftir Andrew Lloyd Webber hóf göngu sína í Her Majesty's Theatre í London.
- 1992 - Vígð var ný brú yfir Markarfljót. Brúin er 250 metra löng og með henni styttist hringvegurinn um 5 kílómetra.
- 1997 - Íslenska kvikmyndin Perlur og svín var frumsýnd.
- 2001 - Sjónvarpsþáttaröðin Sjálfstætt fólk hóf göngu sína á Stöð 2.
- 2001 - Miltisbrandsárásirnar 2001: Önnur bréfasending með miltisbrandi var send af stað.
- 2006 - Norður-Kórea tilkynnti að landið hefði framkvæmt sína fyrstu kjarnorkutilraun.
- 1201 - Robert de Sorbon, guðfræðingur og stofnandi Sorbonne-háskóla (d. 1274).
- 1261 - Dinis, konungur Portúgals (d. 1325).
- 1328 - Pétur 1., konungur Kýpur (d. 1369).
- 1585 - Heinrich Schütz, þýskt tónskáld (d. 1672).
- 1757 - Karl 10. Frakkakonungur (d. 1836).
- 1788 - József Kossics, slóvenskur rithöfundur (d. 1867).
- 1804 - Ingibjörg Einarsdóttir, eiginkona Jóns Sigurðssonar (d. 1879).
- 1859 - Alfred Dreyfus, franskur hermaður (d. 1935).
- 1859 - Sæmundur Stefánsson, íslenskur holdsveikisjúklingur (d. 1945).
- 1879 - Max von Laue, þýskur eðlisfræðingur (d. 1960).
- 1888 - Níkolaj Búkharín, sovéskur stjórnmálamaður (d. 1938).
- 1889 - Jakob Jóhannesson Smári, íslenskt skáld (d. 1972).
- 1892 - Ivo Andrić, júgóslavneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1975).
- 1936 - Brian Blessed, enskur leikari.
- 1938 - Heinz Fischer, forseti Austurríkis.
- 1938 - Takehiko Kawanishi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1939 - Ángel Rubén Cabrera, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 2010).
- 1940 - John Lennon, tónlistarmaður og bítill (d. 1980).
- 1944 - Magdalena Margrét Kjartansdóttir, íslenskur myndlistarmaður.
- 1947 - France Gall, fronsk songkona.
- 1947 - Guðmundur Ólafsson, íslenskur hagfræðingur.
- 1950 - Jody Williams, bandarískur aðgerðasinni.
- 1952 - Sharon Osbourne, bresk raunveruleikastjarna og umboðsmaður.
- 1959 - Boris Nemtsov, rússneskur stjórnmálamaður (d. 2015).
- 1966 - David Cameron, breskur stjórnmálamaður.
- 1971 - Ragnhildur Geirsdóttir, íslenskur verkfræðingur.
- 1974 - Ágúst Mogensen, afbrotafræðingur og sérfræðingur í umferðaröryggismálum
- 1975 - Sean Lennon, breskur tónlistarmaður.
- 1981 - Ryoichi Maeda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Grétar Sigfinnur Sigurðarson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Yusuke Minagawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1047 - Klemens 2. páfi.
- 1296 - Loðvík 3. hertogi af Bæjaralandi (f. 1269).
- 1597 - Ashikaga Yoshiaki, japanskur sjógun (f. 1537).
- 1688 - Claude Perrault, franskur arkitekt (f. 1613).
- 1696 - Einar Þorsteinsson biskup á Hólum (f. 1633).
- 1864 - Rudolf Keyser, norskur sagnfræðingur (f. 1803).
- 1942 - Símun av Skarði, færeyskt skáld og stjórnmálamaður (f. 1872).
- 1943 - Pieter Zeeman, hollenskur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1865).
- 1953 - Ingibjörg Benediktsdóttir, skáldkona (f. 1885).
- 1958 - Píus 12. páfi (f. 1876).
- 1961 - Werner Jaeger, þýskur fornfræðingur (f. 1888).
- 1967 - Che Guevara, byltingarmaður og einn af hershöfðingjum Fidels Castos (f. 1928).
- 1995 - Alec Douglas-Home, forsætisráðherra Bretlands (f. 1903).
- 2002 - Aileen Wuornos, bandarískur raðmorðingi (f. 1956).
- 2004 - Jacques Derrida, franskur heimspekingur (f. 1930).
- 2010 - Maurice Allais, franskur hagfræðingur (f. 1911).
- 2017 - Pálmi Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1929).