Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Óperudraugurinn er söngleikur með lögum eftir Andrew Lloyd Webber og texta eftir Charles Hart með viðbótum frá Richard Stilgoe. Lloyd Webber og Stilgoe sömdu líbrettó söngleiksins saman. Söngleikurinn er byggður á skáldsögunni Le Fantôme de l'Opéra eftir Gaston Leroux frá 1909. Sagan snýst um að dularfullur grímuklæddur tónlistarsnillingur verður ástfanginn af ungri sópransöngkonu. Sögusviðið er óperuhús og leynileg bækistöð óperudraugsins undir húsinu.
Söngleikurinn var frumsýndur á West End í London 9. október 1986 og á Broadway 26. janúar 1988. Hann hlaut Olivier-verðlaunin 1986 og Tony-verðlaunin 1988 sem besti söngleikurinn. Michael Crawford og Sarah Brightman léku aðalhlutverkin í fyrstu uppsetningunni í Her Majesty's Theatre. Söngleikurinn er nú annar langlífasti söngleikur sögunnar á eftir Les Misérables og þriðja langlífasta leikrit sögunnar á eftir Músagildrunni.
Söngleikurinn var sýndur í síðasta sinn á Broadway þann 16. apríl árið 2023. Hafði hann þá verið sýndur samfleytt í 35 ár og hafði verið settur á svið alls 13.981 sinnum.[1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.