Remove ads
íslensk kvikmynd frá 1997 From Wikipedia, the free encyclopedia
Perlur og svín er önnur kvikmynd Óskars Jónassonar frá 1997. Hún fjallar um hjón sem eru nýflutt á höfuðborgarsvæðið og hugsa sér að verða rík fljótt í velferðinni í Reykjavík. Þau kaupa sér gamalt bakarí og byrja rekstur. Samkeppnin er þó hörð og hlutirnir fara fljótt að snúast. Kvikmyndin er samstarfverkefni leikstjórans og leikaranna þar sem þau sömdu handritið að mestu leyti saman. Leikararnir vörpuðu fram hugmyndum að persónum og leikstjórinn skrifaði handritið út frá þeim. Fljótlega voru þau farin að heimsækja bakarí víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Bæði prufuðu þau að afgreiða og að baka. Kvikmyndin fékk ágætar viðtökur en athygli vakti að hún var leyfð öllum aldurshópum af Kvikmyndaskoðun. Þóttu sum atriðin alls ekki við hæfi barna og á endanum fékk myndin aldurstakmarkið LH (ekki við hæfi mjög ungra barna) þegar hún var gefin út á myndbandsspólu.
Perlur og svín | |
---|---|
Leikstjóri | Óskar Jónasson |
Handritshöfundur | Óskar Jónasson |
Leikarar | |
Frumsýning | 10. október 1997 |
Lengd | 82 mín. |
Tungumál | íslenska |
Aldurstakmark | L (kvikmynd) LH (video) |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.