Íslensk sjónvarpsstöð From Wikipedia, the free encyclopedia
Stöð 2 er íslensksjónvarpsstöð sem hefur verið starfandi frá því 9. október1986. Stöðin var stofnuð að frumkvæði Jóns Óttars Ragnarssonarmatvælafræðings og Hans Kristjáns Árnasonarhagfræðings. Valgerður Matthíasdóttir (Vala Matt) gekk svo til liðs við þá og var áberandi í útlitshönnun og dagskrárgerð stöðvarinnar frá upphafi. Í dag er Stöð 2 rekin af fyrirtækinu Sýn.
Nýju útvarpslögin 1986
Í stóra BSRB verkfallinu haustið 1984 lagðist nánast öll starfsemi RÚV niður og upp spruttu nokkrar ólöglegar útvarpsstöðvar. Í kjölfarið var farið að huga að endurskoðun útvarpslaga í menntamálaráðherratíðRagnhildar Helgadóttur. Ný lög, sem leyfðu einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar, voru samþykkt á Alþingi13. júní1985 og tóku gildi í ársbyrjun 1986. Fram að þeim tíma höfðu verið starfandi á Íslandi tvær útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð, Rás 1 og Rás 2 og Ríkissjónvarpið.
Stofnun Stöðvar 2
Stöð 2 fór í loftið 9. október þetta sama ár sem áskriftarstöð með læstri dagskrá þar sem þurfti að kaupa lykilnúmer og slá inn í myndlykil til að afrugla útsendinguna. Jón Óttar var sjónvarpsstjóri og þau Vala Matt voru áberandi á skjánum þessa fyrstu daga stöðvarinnar. Dagskráin var byggð upp á aðkeyptu afþreyingarefni, leiknu íslensku skemmtiefni og fréttum. Erfiðlega gekk að fá fjárfesta til að taka þátt í starfseminni til að byrja með. Í byrjun árs 1987 voru áskrifendur um fimm þúsund, en voru orðnir tæplega þrjátíu þúsund fyrir árslok. Á sama tíma fjölgaði starfsfólki og stöðin fór í samkeppni við RÚV um dagskrárgerðarfólk og fréttamenn.
Allar stöðvar verða Stöð 2
Margar systurstöðvar voru starfræktar undir sama fyrirtæki en árið 2008 voru þær allar sameinaðar undir nafn stöðvar 2, þannig varð íþrótta-stöðin Sýn að Stöð 2 Sport. Sirkus varð að Stöð 2 Extra og Fjölvarpið varð að Stöð 2 Fjölvarp aftur á móti hélt Stöð 2 Bíó sínu nafni.
Fréttatengt
Kvöldfréttir, öll kvöld
Ísland í dag, Umsjónarmenn þáttarins fara yfir helstu tíðindi dagsins úr pólitík, menngingu og mannlífinu. Ítarlegur íþróttapakki og veðurfréttir.
Ísland í bítið. Umsjónarmenn: Heimir, Solla og Þráinn.
Silfur Egils, sunnudagsspjallþáttur um atburði liðinnar viku. Sýnt 2005-2007.
Svaraðu Strax, íslenskur spurningaleikur byggður á sniði á "Wheel of Fortune" og það var hýst af Bryndís Schram og Birni Karlssyni.
Sjáðu, þáttur í umsjá Ásgeirs Kolbeins um bíómyndir
Sjónvarpsbingo, spurningakeppni í síma.
Ísland Got Talent, Raunveruleikaþáttur sem kept er um ýmsa hæfileika - íslenska útgáfan af Britain's Got Talent.
Imbakonfekt, ógleymanlegar uppákomur og frábær atriði úr Imbakassanum.
Stelpurnar, Gamanþáttur með stuttum sketsum þar sem stelpur eru í aðalhlutverki.
Tekinn, sjónvarpsþáttur í umsjón Auðunn Blöndal, í anda Punk'd sem gekk út á það að hrekkja frægt fólk.
Leitin að Strákunum, Þáttur sem leitað var að arftökum strákanna Sveppa, Audda og Péturs.
FC Nörd, íþróttagamanþáttur.
Næturvaktin, leikinn þáttur um þrjá menn sem vinna á bensínstöð.
Femin, dramasería.
Dagvaktin, framhald Næturvaktarinnar, þar sem þremenningarnir eru farnir að vinna í Hótel Bjarkarlundi með skemmtilegum afleiðingum.
Gnarrenburg, gamanspjallþáttur. Gestgjafi var Jón Gnarr og settist hann að í Gnarrenburg í framtíðinni, litlum hafnarbæ í Norður-Þýskalandi.
Fangavaktin, þremenningarnir eru nú komnir á Hraunið vegna glæpa sem þeir frömdu í Dagvaktinni. Ýmsar nýjar persónur bætast við og lenda þeir félagar í ýmsum ævintýrum innan fangelsisveggjanna.
Áskrifenda Klúbburinn, spjallþáttur.
Idol stjörnuleit, íslensk útgáfa raunveruleikaþáttarins American Idol. Kynnar voru Simmi og Jói en í dómarasætunum sátu m.a. Þorvaldur Bjarni, Sigga Beinteins, Bubbi Morthens, Jón Ólafsson, Selma Björnsdóttir og Björn Jörundur.
Bandið hans Bubba, einn stærsti viðburður Stöðvar 2 árið 2008. Bubbi Morthens lagði allt undir í leit að sannri rokkstjörnu framtíðarinnar, einhverjum sem söng á íslensku, fyrir íslenska rokkþjóð. Þátturinn var í beinni útsendingu og einn keppandi féll úr leik hverju sinni, þar til eftir stóð nýr söngvari fyrir Bandið hans Bubba.