From Wikipedia, the free encyclopedia
Maurice Allais (31. maí 1911 – 9. október 2010) var franskur hagfræðingur, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1988. Hann var einn af stofnendum Mont Pèlerin-samtakanna, alþjóðlegs málfundafélags frjálshyggjumanna, 1947.
Allais fæddist í París, og rak faðir hans ostabúð, en féll í fyrri heimsstyrjöld, 1915. Allais braust til mennta og lauk prófum í stærðfræði og heimspeki, áður en hann settist í École Polytechnique, Verkfræðiskólann, í París. Hann gerðist námuverkfræðingur, en gaf einnig út ýmis hagfræðirit. Frá 1948 stundaði hann aðeins háskólakennslu og rannsóknir við ýmsar stofnanir. Þótt hann væri einn af stofnendum Mont Pèlerin samtakanna 1947, tók hann lítinn þátt í starfi þeirra, enda var hann ekki sannfærður um eina meginkenningu frjálshyggjumanna, sem er, að náttúruauðlindir séu best komnar í eigu einkaaðila. Hann hefur líka látið í ljós efasemdir um, að óheft alþjóðaviðskipti hafi eins góðar afleiðingar og flestir frjálshyggjumenn halda fram.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.