31. mars er 90. dagur ársins (91. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 275 dagar eru eftir af árinu.
- 2011 - Mayotte varð frönsk handanhafssýsla og þar með hluti af Frakklandi.
- 2011 - Hersveitir Alassane Ouattara héldu inn í höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar til að setja forsetann, Laurent Gbagbo, af eftir að hann hafði neitað að viðurkenna tap í forsetakosningum árið áður.
- 2012 - Fyrsta danska hraðbrautin sem reist var sem einkaframkvæmd, Sønderborg-hraðbrautin, var opnuð ári fyrr en áætlað var.
- 2013 - Fyrsta tilvikið þar sem fuglaflensuveiran H7N9 smitaðist í mann greindist í Kína.
- 2014 - Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði að hvalveiðar Japana í Suður-Íshafi gætu ekki talist í vísindaskyni og ættu ekki að fá fleiri leyfi.
- 2015 - Muhammadu Buhari varð forseti Nígeríu.
- 2016 - Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna sýknaði serbneska þjóðernissinnann Vojislav Šešelj af ásökunum um glæpi gegn mannkyni.
- 2017 - Kvennaskólinn í Reykjavík sigrar í Gettu betur í annað sinn.
- 1499 - Píus 4. páfi (d. 1565).
- 1519 - Hinrik 2. Frakkakonungur (d. 1559).
- 1596 - René Descartes, heimspekingur og stærðfræðingur (d. 1650).
- 1675 - Benedikt 14. páfi (d. 1758).
- 1684 - Francesco Durante, ítalskt tónskáld (d. 1755).
- 1723 - Friðrik V Danakonungur (d. 1766).
- 1732 - Joseph Haydn, austurrískt tónskáld (d. 1809).
- 1781 - Bjarni Thorsteinsson, amtmaður (d. 1876).
- 1791 - Páll Melsteð, amtmaður, sýslumaður og alþingismaður (d. 1861).
- 1809 - Nikolaj Gogol, rússneskur rithöfundur (d. 1852).
- 1819 - Chlodwig zu Hohenlohe-Schillingsfürst, þýskur stjórnmálamaður (d. 1901).
- 1835 - Theodor Wisén, sænskur norrænufræðingur (d. 1892).
- 1872
- 1914 - Octavio Paz, mexíkóskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1998).
- 1919 - Stefán Hörður Grímsson, íslenskt skáld (d. 2002).
- 1921 - Jón Múli Árnason, íslenskur útvarpsmaður (d. 2002).
- 1928 - Sigurður A. Magnússon, íslenskur rithöfundur (d. 2017).
- 1934 - Shirley Jones, bandarísk leikkona.
- 1935 - Richard Chamberlain, bandarískur leikari.
- 1936 - Towa Carson, sænsk söngkona.
- 1939 - Zviad Gamsakhurdia, forseti Georgíu (d. 1993).
- 1943 - Christopher Walken, leikari
- 1948 - Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna.
- 1964 - Olexander Túrtsínov, úkraínskur stjórnmálamaður.
- 1967 - Ľubomír Luhový, slóvakískur knattspyrnumaður.
- 1968 - César Sampaio, brasilískur knattspyrnumyndir.
- 1971 - Ewan McGregor, skoskur leikari.
- 1973 - Þrúður Vilhjálmsdóttir, íslensk leikkona.
- 1973 - Kristján Guy Burgess, íslenskur stjórnmálafræðingur.
- 1982 - Chloé Zhao, kínverskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1985 - Jessica Szohr, bandarísk leikkona.
- 1296 - Þorvarður Þórarinsson, íslenskur goðorðsmaður og riddari af ætt Svínfellinga.
- 1340 – Ívan 1. af Moskvu (f. 1288).
- 1547 - Frans 1. Frakkakonungur (f. 1494).
- 1621 - Filippus 3. Spánarkonungur (f. 1578).
- 1631 - John Donne, enskur rithöfundur (f. 1572).
- 1727 - Isaac Newton, enskur vísindamaður (f. 1642).
- 1748 - Árni Hallvarðsson, prestur á Hvalsnesi á Suðurnesjum (f. 1712).
- 1837 - John Constable, enskur listmálari (f. 1776).
- 1850 - John C. Calhoun, varaforseti Bandaríkjanna (f. 1782).
- 1855 - Charlotte Brontë, enskur rithöfundur (f. 1816).
- 1917 - Emil von Behring, þýskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1854).
- 1945 - Anna Frank, dagbókarhöfundur (f. 1929).
- 1980 - Jesse Owens, bandarískur íþróttamaður (f. 1913).
- 1988 - William McMahon, færsætisráðherra Ástralíu (f. 1908).
- 1993 - Brandon Lee, bandarískur leikari (f. 1965).
- 1995 - Selena, bandarísk söngkona (f. 1971).
- 2008 - Gunnar Gíslason, íslenskur prestur (f. 1914).
- 2009 - Raul Alfonsin, forseti Argentínu (f. 1927).
- 2016 - Imre Kertész, ungverskur rithöfundur (f. 1929).
- 2017 - Tino Insana, bandarískur leikari (f. 1948).