28. febrúar er 59. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 306 dagar (307 á hlaupári) eru eftir af árinu.
- 202 f.Kr. - Liu Bang lýsti yfir stofnun Hanveldisins í Kína.
- 457 - Ricimer, germanskur hershöfðingi, hlaut titilinn patricius (aðalsmaður) frá Leó 1. keisara og varð í kjölfarið einn valdamesti maður Vestrómverska keisaradæmisins.
- 1261 - Eiríkur klipping Danakonungur og móðir hans, Margrét Sambiria, biðu ósigur í bardaga við Eirík hertoga af Slésvík og bandamenn hans og voru handtekin og höfð í haldi í Hamborg um skeið.
- 1525 - Hernán Cortés lét taka Cuauhtémoc, síðasta konung Asteka, af lífi.
- 1609 - Vasilíj Sjúiskíj Rússakeisari og Karl 9. Svíakonungur gerðu með sér bandalag gegn Pólsk-litháíska samveldinu.
- 1638 - Skoskir sáttmálamenn undirrituðu sáttmála sem hafnaði því að vald konungs kæmi frá guði í beinni andstöðu við þá fyrirætlun Karls 1. að flytja ensku biskupakirkjuna inn til Skotlands.
- 1653 - Orrustan við Portland hófst í Ermarsundi.
- 1710 - Her Svía undir stjórn Magnus Stenbock vann sigur á innrásarher Dana í orrustunni við Helsingjaborg.
- 1749 - Skáldsagan Tom Jones eftir breska rithöfundinn Henry Fielding kom út.
- 1854 - Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum var stofnaður.
- 1909 - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í Bandaríkjunum.
- 1910 - Fjöldi báta skemmdist í ofsaveðri við suðvestanvert Ísland og talið víst að tíu manns á bát hefðu drukknað.
- 1920 - Þilskipið Valtýr fórst og með því þrjátíu manns fyrir sunnan land.
- 1935 - Nælon var fundið upp af Wallace Carothers.
- 1941 - Belgískt flutningaskip, Persier að nafni, 8200 lestir, strandaði á Dynskógafjöru austan Hjörleifshöfða. Skipið náðist út og var dregið til Reykjavíkur, en brotnaði í tvennt í fjörunni við Kleppsvík.
- 1950 - Breska olíuflutningaskipið Clam strandaði við Reykjanes. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík bjargaði 23 mönnum, en 27 fórust, flestir þeirra frá Kína.
- 1952 - Lokadagur 8. vetrarólympíuleikanna fór fram í Ósló.
- 1953 - James D. Watson og Francis Crick tilkynntu vinum sínum að þeir hefðu leyst gátuna um byggingu DNA-sameindarinnar.
- 1957 - Viggó viðutan birtist í fyrsta sinn á prenti.
- 1960 - Lokadagur 10. vetrarólympíuleikanna fór fram í Squaw Valley í Kaliforníu.
- 1973 - Stangveiðifélagið Ármenn var stofnað á Íslandi.
- 1981 - Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tölvubankinn var stofnað.
- 1982 - Hugbúnaðarfyrirtækið Adobe Systems var stofnað í San Jose.
- 1985 - Írski lýðveldisherinn gerði sprengjuvörpuárás á lögreglustöð í Newry með þeim afleiðingum að 9 lögreglumenn létust.
- 1986 - Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, var myrtur í Stokkhólmi.
- 1990 - Daniel Ortega lýsti yfir vopnahléi í baráttunni gegn Kontraskæruliðum í Níkaragva.
- 1991 - George H. W. Bush lýsti yfir sigri í Persaflóastríðinu.
- 1993 - Bandarísk yfirvöld réðust inn á búgarð í Waco, Texas til að handtaka David Koresh. Fjórir opinberir starfsmenn og sex fylgismenn Koresh dóu í átökunum sem fylgdu. 51 dags langt umsátur um búgarðinn hófst.
- 1994 - Fjórar serbneskar J-21-orrustuþotur voru skotnar niður af bandarískum flugvélum yfir Bosníu og Hersegóvínu.
- 1996 - Alanis Morissette hlaut verðlaun fyrir plötu ársins á Grammýverðlaunahátíðinni, yngst allra fram að því.
- 1997 - Jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Íran við borgina Ardabil með þeim afleiðingum að 1100 manns létust.
- 1155 - Hinrik ungi, ríkisarfi Englands, sonur Hinriks 2. (d. 1183).
- 1260 - Margrét af Skotlandi, Noregsdrottning, kona Eiríks prestahatara (d. 1283).
- 1409 - Elísabet af Bæheimi, drottning Ungverjalands, Bæheims og Þýskalands (d. 1439).
- 1533 - Michel de Montaigne, franskur heimspekingur (d. 1592).
- 1861 - Jón Jónsson, íslenskur kaupfélagsstjóri (d. 1945).
- 1890 - Ejnar Munksgaard, danskur athafnamaður (d. 1948).
- 1901 - Linus Pauling, bandarískur efnafræðingur (d. 1994).
- 1923 - Charles Durning, bandarískur leikari (d. 2012).
- 1929 - Frank Gehry, kanadískur arkitekt.
- 1930 - Leon Cooper, bandarískur eðlisfræðingur.
- 1942 - Dino Zoff, ítalskur knattspyrnumadur.
- 1944 - Storm Thorgerson, enskur grafískur hönnuður (d. 2013).
- 1953 - Paul Krugman, bandarískur hagfræðingur.
- 1955 - Gilbert Gottfried, bandarískur leikari.
- 1966 - Philip Reeve
- 1972 - Rory Cochrane, bandarískur leikari.
- 1973 - Örn Úlfar Sævarsson, íslenskur handritshöfundur.
- 1979 - Primož Peterka, slóvenskur skíðastökksmaður.
- 1980 - Christian Poulsen, danskur knattspyrnumadur.
- 1982 - Jelena Slesarenko, rússneskur hástökkvari.
- 1993 - Emmelie de Forest, dönsk söngkona.
- 1176 - Klængur Þorsteinsson, Skálholtsbiskup (f. 1102).
- 1621 - Cosimo 2. stórhertogi í Toskana (f. 1590).
- 1630 - Herluf Daa, hirðstjóri (f. 1565).
- 1648 - Kristján 4. Danakonungur (f. 1577).
- 1940 - Andreas Heusler, svissneskur miðaldafræðingur (f. 1865).
- 1985 - David Byron, breskur söngvari (Uriah Heep) (f. 1947).
- 1986 - Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar (f. 1927).
- 1988 - Guðrún Á. Símonar, íslensk óperusöngkona (f. 1924).
- 2003 - Fidel Sánchez Hernández, forseti El Salvador (f. 1917).
- 2004 - Carmen Laforet, spænskur rithöfundur (f. 1921).
- 2011 - Jane Russell, bandarísk leikkona (f. 1921).
- 2014 - Matthías Bjarnason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1921).