23. apríl - Coca-Cola Company gaf út nýja útgáfu af kóka kóla undir heitinu New Coke. Viðbrögð urðu svo neikvæð að fyrirtækið tók aftur upp gömlu uppskriftina þremur mánuðum síðar.
14. júní - TWA flug 847: Hópur úr Hezbollah rændi farþegaflugvél skömmu eftir flugtak frá Aþenu og hélt farþegum í gíslingu í þrjá daga. Einn farþegi var myrtur.
15. júní - Á Bæ í Lóni var afhjúpaður minnisvarði um Úlfljót lögsögumann, sem tók saman fyrstu lög íslenska þjóðveldisins.
2. ágúst - Delta Air Lines flug 191 hrapaði við Dallas í Texas með þeim afleiðingum að 137 létust.
2. ágúst - 350 tonn af olíu láku í Limafjörð í Danmörku eftir að vesturþýskt tankskip strandaði.
5. ágúst - Kertum var fleytt á Reykjavíkurtjörn þegar 40 ár voru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað var á Hiroshima í Japan. Síðan hefur þetta verið gert árlega.
12. september - Íslandsmet var sett í fallhlífarstökki er fallhlífarstökkvarar frá Akureyri stukku úr 21 þúsund feta hæð og voru í frjálsu falli í tvær mínútur áður en fallhlífarnar voru opnaðar.
13. september - Bandaríska kvikmyndin Eftir miðnætti var frumsýnd.
23. nóvember - EgyptAir flugi 648 var rænt af meðlimum hryðjuverkahóps Abu Nidal og flogið til Möltu þar sem egypska sérsveitin réðist á flugvélina með þeim afleiðingum að 60 létust.
Desember
1. desember - Samtök íberóamerískra ríkja voru stofnuð.
8. desember - Samtök um svæðisbundna samvinnu Suður-Asíuríkja voru stofnuð.
12. desember - Arrow Air flug 1285 hrapaði eftir flugtak á Nýfundnalandi. 256 farþegar létust.
12. desember - Sænska kvikmyndin Líf mitt sem hundur var frumsýnd.
16. desember - Mafíuforingjarnir Paul Castellano og Thomas Bilotti voru skotnir til bana að undirlagi John Gotti sem þá varð leiðtogi Gambinufjölskyldunnar.
17. desember - Opnuð var brú á Bústaðavegi í Reykjavík, yfir Kringlumýrarbraut, 72 m á lengd og 26 m breið.
24. desember - Hægriöfgamaðurinn David Lewis Rice myrti mannréttindalögfræðinginn Charles Goldmark og fjölskyldu hans í Seattle.
27. desember - Árásirnar á flugvellina í Vín og Róm: Meðlimir hryðjuverkasamtaka Abu Nidal gerðu árásir á tveimur flugvöllum með hríðskotarifflum og handsprengjum. 19 létust og hundruð særðust.